Sunnudagur, 30. september 2012
Össur: íslenska módelið virkar - ESB í eymd
Í lok ræðu um Palestínu, homma, arabísk kvenréttindi og jarðhita í Afríku sagði Össur utanríkis eftirfarnandi um íslensk málefni á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna
Times have been tough in Iceland. In the recession in Europe we were the first country down, but we were also the first country up. If there is any lesson to be drawn from the Icelandic recovery it is that austerity doesn't work on it's own. Iceland certainly went through her share of austerity, but we also raised taxes, especially on the wealthy, and used the revenue to stimulate growth and ensure the welfare system was intact. Today, we have some of the lowest unemployment in Europe, and robust economic growth. The Icelandic model works.
Össur utanríkis er sami maðurinn og djöflast við að troða Íslandi í Evrópusambandið. Það er fróðlegt að heyra úr munni Össurar að íslenska módelið með fullveldi og sjálfstæðri mynt virkar. Jafnframt að Íslendingar búi við langtum minna atvinnuleysi en Evrópusambandið.
Hvers vegna í veröldinni eru við þá með umsókn um aðild að Evrópusambandinu, Össur Skarphéðinsson?
Netanyahu - rífðu niður vegginn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Svarið er einfalt. Maðurinn er fífl og morðhundur (í sama skilningi og Hitler það er að segja, Hitler var heldur ekkert sjálfur að drepa fólk með berum höndum). Vilhjálmur tekur flott á honum: http://postdoc.blog.is/blog/postdoc/#entry-1260176
Gegn hræsni og lygum (IP-tala skráð) 30.9.2012 kl. 09:51
Yfirmáta heimskuleg ræða.
Samanburðurinn við Reagan vekur aðhlátur.
Íslenska grobbið átakanlegt.
Rósa (IP-tala skráð) 30.9.2012 kl. 10:16
Eini góði punkturinn var að "við værum öll geislar frá sömu sól", en þeirri setningu stal hann frá Abdullah Shaig, án þess að segja í hvern hann er að vitna, sem er bæði ritstuldur og algjör skortur á mannsiðum og siðfágun, og hefur hann eflaust hneykslað hvern þann sem veit hvaðan orðin koma, og það ekki í fyrsta skipti. Maðurinn er þekktur í alþjóðasamfélaginu fyrir óviðeigandi framkomu, skort á mannasiðum og almennan sveitalubbahátt og menningarleysi. Hann er þjóðinni til skammar. Það er þó þakkarvert að hann skuli alla vega hafa hjálp við að snara ræðunum yfir á ensku (og líklega skrifa þær líka), verri hafa þau verið sendibréfin sem hann hefur sent ýmsum alþjóðastofnunum hjálparlaust í glórulausu dómgreindarleysi og sýnt þar algjöra vanhæfni sína sem utanríkisráðherra sem og greindarskort, að detta það í hug að hann sé fær um að skrifa skammlaust bréf á ensku, og beinþýða síðan íslensk orðasambönd sem hljóma bara eins og maðurinn sé ruglaður hjá þeim sem þekkja þau ekki, á snargallaðri málfræði þar að auki. Það er þjóðarskömm að láta þorpsfíflið vera talsmann sinn út á við.
Jón (IP-tala skráð) 30.9.2012 kl. 10:23
Og ég er sammála Rósu að samanburðurinn við Reagan var grátbroslegur og myndi valda samúðarfullu brosi ef maðurinn væri barn eða maður sem hefur opinbera greiningu sem vangefinn, en veldur undrun, jafnvel í bland við óhug, þegar um er að ræða utanríkisráðherra smáríkis. Þeir sem efast um greindarskort utanríkisráðherra okkar, dómgreindarleysi hans eða stórmennskubrjálæði ættu að horfa á viðtalið sem Al Jezeera tók við hann á dögunum í kjölfar viðurkenningar hans á Palestínu. Fréttamennirnir sem tóku viðtalið eru Palestínumenn, ýmsu vanir og láta fátt slá sig út af laginu, en gátu engu að síður ekki leynt vandræðasvipum og undruninni þegar þeir komust að því maðurinn væri hálfviti. Þeir dauðsáu eftir að fá þennan mann, sem augljóslega skildi ekki einu sinni spurningarnar, eins og svörin báru vitni um, og var uppfullur stórmennskubrjálæðis og framkomu af því tagi sem menn af þessum uppruna þekkja helst frá ofstækisfullum trúarklerkum, en þykir hvorki siðvönduð eða góð framkoma. Það er ekki skrýtið, það var bæði þessari annars ágætu sjónvarpsstöð, sem og málstað Palestínu, til mikillar minnkunnar að hafa Össur í þessum þætti, og það vita menntaðir Palestínumenn eins og þeir sem tóku viðtalið best og skömmin leynir sér ekki þegar þeir sáu hvernig var í pottinn búið. Össur er dæmi um mann af því tagi sem er ófært að gera neitt gagn, allt sem hann kemur nálægt skaðar hann, það sem hann styður það eyðileggur hann, og hann er maður af því tagi sem betra er að eiga sem óvin en vin. Um menn eins og hann var máltakið: "Með svona vini, hver þarf óvini" búið til á sínum tíma. Þetta finnst mörgum útlendingum afar spaugilegt, en Íslendingum síður því það er verið að hlægja að okkur um leið, og það með réttu, fyrir að hafa látið það viðgangast að treggáfaður, illa innrættur og menningarlaus maður sé utanríkisráðherra Íslands.
Jón (IP-tala skráð) 30.9.2012 kl. 10:37
“The Icelandic model works". Bull, málið er ekki svona einfalt.
1500 - 2000 milljarðar væru afskrifaðar á okkur í kjölfar hrunsins. Það gerðu m.a. evrópskir, amerískir og japanskir bankar. Hluti af þessum peningum voru komnir inn á ísl. bankareikninga sem þýfi, oft vegna innherjaviðskipta og svo auðvitað á reikninga elítunnar erlendis. Það fé er núna smám saman að koma til baka í gegnum þvottavél Seðlabankans. Glæsilegt.
Engin ástæða til að montast. Ræða Össa minnir á ræður ræfilsins á Bessastöðum. Eitthvað svo “grosskotzig” og kjánalegt.
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 30.9.2012 kl. 10:55
Þakka JÓNI fyrir mögnuð skrif og sönn.
Karl (IP-tala skráð) 30.9.2012 kl. 13:26
Sagðist hann ekki tala fyrir hönd íslensku þjóðarinnar?
Þetta er mesti loddari sem setið hefur í ráðherrastól.
Get ég þá ekki talað fyrir hönd þjóðarinnar og sagt: Við styðjum ekki petofílastjórn palestínumanna og eða " arabíska vorið", almennar nauðganir og misþyrmingar eins og þetta hirðfífl og loddari gerir.
V.Jóhannsson (IP-tala skráð) 30.9.2012 kl. 20:41
Er ekki eitthvað athugavert við það að á sama tíma og við berjumst á móti kynþáttahatri og kúgun minnihlutahópa heima fyrir og í nágrannalöndunum, þá tökum við því fagnandi þegar slíkt gerist í miðausturlöndum, þegar hundruðir kopta og annarra kristinna og annarra minnihlutahópa flýja heimili sín, þurfa að líða skemmdarverk og sjá kveikt í heimilum sínum...fáum pólítískt rétthugsandi stjörnur í augun og förum fjálglegum orðum um "byltingu" og "vor" þegar rasískur skríllinn tekur völdin og byrjar að murrka lífið úr minnihlutanum?
Ein spurning (IP-tala skráð) 1.10.2012 kl. 02:53
Hefur síðan einhver hugsað út í það að það er ekki tilviljun að í Ísrael búa nú þúsundir manna sem ekki eru gyðingar, heldur flóttamenn af minnihlutahópum í nágrannaríkjunum, og að þessir eru mun hliðhollari Ísraelsríki en hinn almenni ísraelski ríkisborgari sem tilheyrir meirihlutanum? Hefur enginn hugsað út í afhverju það gæti verið? Hefur svo einhver hugsað út í tvöfeldnina að land sem tekur móti afar fáum flóttamönnum kalli það land rasista sem líkt og Ísrael flytur inn hundruði þúsunda bláfátækra blökkumanna frá Eþíópíu og víðar (ekki eru allir gyðingar hvítir) og veitir þeim ríkisfang? Hver er rasistinn hér? Hvernig myndu Íslendingar annars standa sig við svona aðstæður? http://www.youtube.com/watch?v=_cggZu0QQUU (smá vísbending um líklega niðurstöðu: í nágrannaríkjum okkar hafa verið gerðar samskonar tilraunir og yfir 99% manna láta svona lagað algjörlega afskiptalaust þar!!!)
Ein spurning (IP-tala skráð) 1.10.2012 kl. 02:57
Merkilegt myndband þar sem stór hluti er úr öryggismyndavél verslunarinnar. Virkar á mig eins og feik frá beggja hálfu. Sem sagt leikrit.
V.Jóhannsson (IP-tala skráð) 1.10.2012 kl. 10:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.