Laugardagur, 29. september 2012
Evrópa er ímynd á barmi glötunar
Evrópu og Evrópusambandinu er oft slegið saman, ekki síst af þeim sem með völdin fara í Brussel. Hugtakið Evrópa er tiltölulega ungt í almennri notkun þótt heitið sjálft sé komið úr grískri goðafræði og megi finna í Heimskringu Snorra Sturlusonar.
Norman Davis segir í höfundarverki sínu um álfuna að til skamms tíma hafi ,,kristindómur verið heiti yfir þá sem byggðu Evrópu. Frá miðöldum er kristni það afl sem sameinaði álfuna. Eftir daga Karlamagnúsar voru engir tilburðir til að brjóta álfuna alla undir eina stjórn, ef undan eru skildir tvær lágvaxnir menn með stórveldakomplexa, sá franski Napoleón og hinn austurríski Hitler.
Eftir seinni heimsstyrjöld varð hugmyndin um Evrópu að pólitískri nauðsyn, segir Georg Diez dálkahöfundur Der Spiegel. Og þá byrjuðu vandræðin.
Das Problem beginnt dann, wenn man die Erfindung mit der Wirklichkeit verwechselt, wenn man glaubt, die Wirklichkeit werde schon der eigenen Einbildungsgabe gehorchen.
Veruleikinn reyndist ekki talhlýðinn ímyndinni. Stóra verkefnið sem átti að gefa ímyndinni innihald, evran, stendur í björtu báli og enginn veit hvað gera skal. Angela Merkel og þýska ríkisstjórnin leggja til sameiginleg ríkisfjármál þeirra 17-ríkja sem nota evruna.
Engin von er til þess að sameiginlegu ríkisvaldi verði komið saman í tæka tíð fyrir evruna. Nú þegar er evrubálið orðið svo stórt að ráðsettir menn og hófstilltir segja Spánverja verða að yfirgefa evruna til að halda efnahagslegu lífi. Aðrir, sem hvorki eru hófstilltir né ráðsettir, t.d. Berlusconi, sýna evrópska samstöðu með því að krefjast þess að Þýskaland fari úr evru-samstarfinu.
Evrópa, í merkingunni Evrópusambandið, er dæmd. Spurningin er aðeins hvort það verður hvellur eða langvinnt dauðastríð.
Athugasemdir
Ef Evran stendur núna í björtu báli - þá er þetta að verða dáldið langdregin brenna.
þið hafið verið að tala um þetta ,,björtu báli" í að verða mörg ár! Halló.
Á þetta ,,bjarta bál" að standa í tugi ára eða? Hundruði ára jafnvel.
Staðreynd: Evran hefur verið í jafnvægi álíka og klettur. Álíka og klettur. Sem er alveg furðulegt ef horft er á hve lýðskrum í kringum skuldir Grikklands hafa fengið mikla umfjöllun - að það er eins og það hafi barasta engin áhrif á Evruna! Engin áhrif. Og það er merkilegt og gefur hint: Stöðugleiki.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 29.9.2012 kl. 18:22
Í gærkvöld var Maybrit Illner með Europa-Talk-Show á þýsku sjónvarpsstöðinni ZDF. Aðeins tveir gestir, en ekki minni menn en Altkanzler Helmut Schmidt og Bundespräsident Joachim Gauck.
Í hópi áhorfenda var mikið af ungu fólki, sem hafði tækifæri til að koma með spurningar.
Ég ætla ekki að reyna að rekja þá miklu umræðu sem átti sér stað, en aldrei, ekki í eitt einasta skipti kom fram sú skoðun að Evran væri í mikilli hættu eða að EU – European Union – væri að líða undir lok. Páll og aðrir Heimssýn ignorantar gera sig hlægilega með öllu þessu svartgallsrausi um EU og Evruna. Og innbyggjarar trúa þessu bulli og taka undur það.
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 29.9.2012 kl. 19:38
Nákvæmlega. það er þetta sem er svo merkilegt við málflutning andstæðinga evrópusambandsins á Íslandi. Málflutningurinn er svo ómálefnalegur. það er einhver lína og svo keyrt á frösum og fullyrðingum útí bláinn. Engin umræða. Bara áróður.
það hve andtæðingar evrópusambandsaðildar á íslandi eru ómálefnalegir - að það sýnir líklega að málefnastaðan sé ekkert sérstaklega góð. þeir treysta sér ekki til að ræða málefnalega eða vilja það ekki því þeir telja própaganda miklu mun líklegra til að hjálpa þeim í það mark sem er að Íslandi verði haldið einangruðu í þágu sérhagsmunarklíka.
Vegna ofanlýsts þá er senniega borin von að andstæðingar evrópusambandsins á íslandi verði nokkurn tíman málefnalegir. Borin von.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 29.9.2012 kl. 21:33
Af hverju kalla Evrópusambandssinnar sig alltaf Evrópusinna. Það er ekki eins og þeir séu að halda upp á heimsálfuna, einungis félagsskap sem sum ríkja Evrópu taka þátt í.
En leikurinn er náttúrulega til þess gerður að kasta ryki í augu fólks.
Steinarr Kr. , 29.9.2012 kl. 22:02
Góður punktur Steinarr KR. Af hverju geta þeir ekki bara gengist við því að vera sambandssinnar en ekki Evrópusinnar það er mikill munur þarna á.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 29.9.2012 kl. 22:30
Ekki að Páll Vilhjálmsson komi nokkuð á óvart, en það er svolítið kindarlegt að sjá skrif annara sem vilja einangra Ísland !!!
Annars er það umhugsunarefni hvers vegna fólk sem hefur sótt menntun í háskóla skrifar um venjulega íslendinga eins bjálfa ???
Hvað þarf maður að vera lengi í háskóla til að skrifa svona ?
Við skulum líka bæta við hruninu í boði háskólasamfélagsins !!!
Hvenær ætlar þetta fólk að hætta að ráðast á venjulegan íslending ??????
JR (IP-tala skráð) 30.9.2012 kl. 02:54
Ekki skildi ég orð af þessu næst að ofan. Hvað sem því líður er víst að álfan Evrópa er ekki hið rangnefnda ´Evrópu´-samband. Og hver var að tala um að einangra hvern? Meinarðu ef við álpumst ekki inn í sambandið, 8% hluta heims og lokumst þar inni?
Elle_, 30.9.2012 kl. 07:50
Hvers konar fólk heldur þú heimskasti JR að ráði innan ESB?
Byggingaverkamenn og hótelþernur, eða háskólamenntaðir reglugerðarverkfræðingar, lögfræðingar og bankaskólaðir hagfræðingar?
Og Ómar og Haukur eru í réttu lagi verri en nokkur fjárhættuspilari fyrir hrun. Það er auðvelt að lesa um möguleika Evru til framtíðar, hvar sem er í erlendum blöðum. Þeir meina virkilega að öll þj´æoðin eigi að fá að brenna með. Það var ekki nóg með eitt hrun. Nei, eitt til í boði samfylkingar, strax, segja þeir.
jonasgeir (IP-tala skráð) 30.9.2012 kl. 09:31
Og Ómar og Haukur, já, ég las ekki einu sinni 2 fyrstu commentin.
Elle_, 30.9.2012 kl. 12:13
Roger Bootle dálkahöfundur og handhafi Wolfson-verðlaunanna fyrir bestu tillöguna að afnámi evru-samstarfsins var á fundi í Þýskalandi. Hann skrifar
Sjá nánar hér.
Páll Vilhjálmsson, 30.9.2012 kl. 20:10
"Evrópusinni" hljómar eins og "Euro-centric", það er að segja hillbilly og sveitalubbi okkar tíma, en þetta er orðið blótsyrði meðal allra sannmenntaðra manna og minnir á tíma colonialisma, rasisma og blóðmjólkunar þriðja heimsins. Það er ekki hægt að vera í senn mannvinur og "Evrópusinni". Evrópa er ekki til. Það er ímyndun líkt og "hvíti maðurinn" og var fundið upp til að valltra yfir aðra menn með kúgun, hroka og yfirgangi.
NY (IP-tala skráð) 1.10.2012 kl. 03:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.