Seðlabankinn þvottastöð útrásarauðs

Útrásarauðmenn nota almennar reglur Seðlabanka Íslands til að færa inn í landið gjaldeyri á afsláttarkjörum. Sumir þessara útrásarauðmanna eru ákærðir fyrir refsiverða háttsemi í auðssöfnuninni.

Seðlabankinn er ekki dómstóll og getur ekki annað en látið auðmennina búa við sömu lög og aðra.

Alþingi, á hinn bóginn, ætti að vera löngu búið að setja lög sem hamla því að auðmenn sem fá milljarða afskrifaða fái opinbera niðurgreiðslu á gjaldeyrisskiptum. 


mbl.is Fá afslátt eftir afskriftir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mjög rétt og enn ein sönnun þess hversu ömurlegur lýður er saman kominn á þingi.

Hins vegar er athyglisvert að sósíalistarnir í ríkisstjórninni skuli ekki gera neitt til að bregðast við þessari glæpamennsku.

Gagnrýnislausir og ónýtir fjölmiðlar koma hins vegar ekki lengur á óvart.

Hér vaða uppi glæpamenn og siðleysingjar, illa fengið fé er flutt inn í landið á afsláttarkjörum sem jafngildir því að Seðlabankinn taki þátt í peningaþvætti.

Og enginn gerir neitt.

Jóhanna og Steingrímur sósíalistarnir hugprúðu bera stærsta ábyrgð á þeirri yfirgengilegu glæpamennnsku sem hér fer fram með milligöngu Seðlabankans.

Djöfull er þetta léleg þjóð.

Rósa (IP-tala skráð) 27.9.2012 kl. 10:35

2 identicon

Lilja Mósesdóttir hittir naglann beint á skalla Gríms

og allra hinna smámenna 4-flokksins á þingi og vitaskuld á gamla trotskísistann Má Guðmundsson, seðlabankastjóra í anda Basil fursta suðrí Sviss, Basel þetta og Basel hitt þar sem trotta-kauðinn vann síðast áður en kremlverjarnir Steingrímur J. og Jóhanna skipuðu hann sem fulltrúa BIS, seðlabanka seðlabanka peningaþvottastöðva alþjóðlegra stór-fjár-glæpamanna:

Hugleysi veldur hörmungum.

september 25, 2012 by liljam

Við erum að renna út á tíma.

Hætta er á að gjaldeyrishöftin bresti við slit þrotabúa gömlu bankanna eða þegar búið er skipta upp eignum þeirra millikröfuhafanna.

Nú er verið að ganga frá slitum og möguleiki skapast við það fyrir kröfuhafa gömlu bankanna að ná yfirráðum í Arion banka og Íslandsbanka.

Kröfuhafarnir eru hákarlar sem keyptu kröfur sínar á hrakvirði. Hákarlarnir munu nota bankana sína til að fara í kringum höftin og slá eign sinni á gjaldeyri sem þjóðin þarf að nota til að greiða fyrir innflutning með hörmulegum afleiðingum fyrir almenning.

Ef höftunum verður leyft að bresta vegna aðgerðarleysis, þá munu efnahagslegar hörmungar leika þá sem síst skyldi afar illa. Misskiptingin verður óbærilega milli þeirra eignalausu með tekjur í krónum og hinna sem koma sér og auði sínum út úr hagkerfinu. Ríkið og fyrirtæki með erlend lán munu ekki geta staðið við skuldbindingar sínar.

Við verðum að hefja strax stýrt afnám gjaldeyrishaftanna til að lágmarka skaðann fyrir þjóðina af rangri efnahags- og peningastjórn. 

Eina leiðin sem er í boðið og felur ekki í sér greiðslufall er upptaka Nýkrónu með mismunandi skiptigengi. Hrægömmum sem eiga froðukrónur og bólueignir verður boðið að skipta yfir í Nýkrónu á hrakvirði eða á afar lágu gengi gömlu krónunnar.  Ef þeir hafna því, þá halda þeir eignarrétti á gömlu krónunum sínum.

Það er komið að ögurstundu. Það verður að stýra með handafli afnámi haftanna,þannig að snjóhengjan tilheyri foríðinni en hangi ekki yfir þjóðinni eins og mara sem dregur úr þrótti efnahagslífsins.  

Ég óttast hins vegar að ríkisstjórnin og Seðlabankinn láti hugleysi eða aðgerðarleysi verða til þess að þjóðin fari í gegnum aðrar efnahagshörmungar.

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 27.9.2012 kl. 11:40

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Getum við rofið brynvörn þessara hákarla,? Krakkar (Rósa og Pétur),með samtaka mætti kannski? Við erum að lyppast á hnén..

Helga Kristjánsdóttir, 27.9.2012 kl. 13:24

4 identicon

Það er okkur lífs-nauðsyn Helga, með öllum ráðum og samtakamætti okkar hinna óbreytta og venjulegu að gera uppreisn gegnþessum þrælahöldurum.

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 27.9.2012 kl. 14:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband