Huldufjárfestir hótar - er grunur um glæp?

Nafnlaus innlendur fjárfestir hótar að fara í mál ef hann fær ekki opinbera niðurgreiðslu á skiptigengi krónu og annars gjaldmiðils. Hótunin er ekki ýkja marktæk þar sem viðkomandi fjárfestir breiðir yfir nafn og númer. Maður þarf að koma fram undir nafni í dómsmáli.

Fjárfestirinn skóp auð sinn að öllum líkindum á tímum útrásar. Þær aðferðir sem notaðar voru til auðsöfnunar hafa leitt til fjölmargra rannsókna saksóknara og sumar til ákæru um glæpsamlegt athæfi.

Nafnlausi innlendi fjárfestirinn skyldi þó aldrei vera grunaður um glæp?


mbl.is Vill líka fá að skipta krónum í evrur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lúðvík Júlíusson

Þetta mál snýst augljóslega um jafnræðisreglu stjórnsýslulaga:

 11. gr. Jafnræðisreglan.
 Við úrlausn mála skulu stjórnvöld gæta samræmis og jafnræðisí lagalegu tilliti.
 Óheimilt er að mismuna aðilum við úrlausn mála á grundvelli sjónarmiða, byggðum á kynferði þeirra, kynþætti, litarhætti, þjóðerni, trúarbrögðum, stjórnmálaskoðunum, þjóðfélagsstöðu, ætterni eða öðrum sambærilegum ástæðum.

Ég hélt að sem áhrifamikill meðlimur í Heimssýn að þá myndir þú vilja auka traust á krónunni sem gjaldmiðli með því að hafa opna stjórnsýslu og eðlileg viðskipti í kringum hana. En miðað við það sem þú skrifar þá er augljóst að þú vilt að stjórnvöld geti misnotað gjaldmiðilinn eins og gert hefur verið hér á landi síðustu ár. Þessi skrif eru eiginlega draumur í dós fyrir þá sem vilja nýja mynt.

Lúðvík Júlíusson, 25.9.2012 kl. 07:22

2 identicon

Og  á meðan þá er hinum almenna íslenska ferðamanni hótað fangelsisvist ef hann skilar ekki afgangnum af evrunum sem hann fékk til að lifa á erlendis

Grímur (IP-tala skráð) 25.9.2012 kl. 09:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband