Lýður með lífeyrissjóðina í vasanum

Lífeyrissjóðirnir bröskuðu með Existabræðrum í útrásinni og reyndi að fela fela slóðina með því að samþykkja nauðasamninga eftir hrun. Gjaldþrot hefði afhjúpað braskið og kusk komið á hvítflibba ráðandi manna í lífeyrissjóðaiðnaðinum.

Verði Lýður sakfellur eru lífeyrissjóðirnir orðnir sökunautar í sönnuðum og dæmdum glæp.

Og sökunautar þurfa að svara til ábyrgðar, nokkuð sem lífeyrissjóðirnir hafa komið sér undan hingað til.

 


mbl.is Lýður Guðmundsson ákærður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Lífeyrissjóðirnir og stjórnir þeirra eru ósnertanlegir enda hefur ekkert breyst nú er árið 2012 og

"Verðið sem Lífeyrissjóður verslunarmanna greiddi fyrir 14% hlut í Eimskipum í sumar – um 5,7 milljarðar króna – var í hærri lagi"

og það eru ríflegir kaupréttarsamningar í gangi hjá Eimskip

Grímur (IP-tala skráð) 24.9.2012 kl. 20:01

2 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Sælir það er allt við það sama og fyrir hrunið því miður! Hvers vegna ættum við að sitja hjá núna og horfa á þennan þjófnað aftur án þess að gera nokkuð í því?

Sigurður Haraldsson, 24.9.2012 kl. 20:20

3 identicon

Gjaldmiðlavarnir lífeyrissjóðanna fyrir Hrun,var hrein spákaupmennska,því erlendar eignir lífeyrissjóðanna,sem eru langtímafjárfesting, verða ekki fluttar heim nema þegar krónan stendur veikt.

Hvergi í lögum um fjárfestingu lífeyrissjóanna er að fynna heimild fyrir að stunda þessa spákaupmensku.

Jón Ólafur (IP-tala skráð) 24.9.2012 kl. 20:22

4 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Þetta brask var einn af hápunktunum í útrásinni. Fyrir þessa 50 milljarða nýs hlutafjár var ekki ein einasta króna greidd inn í félagið.

Um auðmennina hafa verið kveðnar ýmsar vísur. Einna kunnust er vísa Sigurðar Breiðfjörð um braskarann:

Það er dauði og djöfuls nauð
er dyggðum snauðir fantar
safna auð með augun rauð
en aðra brauðið vantar.

Sumir vilja eigna Bólu-Hjálmari vísuna.

Óþekktur höfundur orkti snemma á öldinni sem leið:

Rekist þú á ríkan mann,
reyndu, ef þú getur,
að bregða fæti fyrir hann,
svo fólkinu líði betur.

Sérstakur saksóknari hefur tekið að sér þetta erfiða hlutverk að stoppa sprikl þeirra Bakkabræðra í fjármálabraskinu. Þar var beitt ýmiskonar undirferlum og jafnvel blekkingum.

Guðjón Sigþór Jensson, 24.9.2012 kl. 22:00

5 Smámynd: Sandy

   Er nokkur ástæða til að halda að við sem eigum sjóðina fáum yfir höfuð nokkuð um það að segja hvernig þeir menn sem þar eru við völd stjórna sjóðunum?   Eru það ekki atvinnurekendur að stærstum hluta?        Verkalýðsfélögin stiðja þessa svívirðu ekki satt, síðan er fólki gert með lögum að greiða í þessa sjóði sem hluta af almennum launahækkunumsem renna að stórum hluta til inn í fyritækin aftur,þar með hluti launahækkunarinnar farin til baka.

Sandy, 25.9.2012 kl. 09:10

6 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Eitthvað er eftir í sjóðunum og meira ef við komum öll í veg fyrir að hrægammarnir komist aftur í þetta mikla fé.

Guðjón Sigþór Jensson, 25.9.2012 kl. 10:59

7 identicon

við þurfum fleirri svona  sem kunna ekkert til verka, og afkasta ekki neinu, og framleiða ekki neitt.  Maðurinn er svarthol, sýgur í sig framleiðslu dugnaðarfólks sem streytar fyrir sig og sín börn.

Þarna fuku bara tugir milljarða í vasa þessa manns, og hann hefur ekki einusinni mjólkað belju í lífi sínu.  Dj***ins f.f.

Jonsi (IP-tala skráð) 25.9.2012 kl. 15:39

8 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Þeir virðast hafa nota Lýsingu til að lána sér á grundvelli ólöglegra gengistryggðra eigna fyrir endurfjármögnun á eignarhaldi sínu á Exista og þar með Lýsingu sjálfri. Barón Munchhausen hlýtur að springa úr öfund núna!

Guðmundur Ásgeirsson, 25.9.2012 kl. 16:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband