Að ná íslenskum lögum

Í Gamla sáttmála frá 1262/64 sóru Íslendingar Hákoni gamla Noregskonungi hollustu og þegnskap. Aðdragandi sáttmálans var innanlandsófriður í áratugi þar sem fáeinar ættir bitust um völdin. Noregskonungur setti sér það pólitíska markmið að kom undir krúnuna öllum byggðum norrænna manna við Norður-Atlantshaf.

Áður en Ísland fór undir norsku krúnuna fékk konungur hollustu norrænna manna á Grænlandi, Færeyjum, Orkneyjum og Suðureyjum. Norska ríkið var aldrei í sögunni stærra en á seinni hluta 13. aldar.

Með Gamla sáttmála gáfu Íslendingar frá sér fullveldi og endurheimtu það ekki aftur fyrr en að 654 árum liðnum, með fullveldinu árið 1918.

Í fyrstu efnisgrein Gamla sáttmála í elstu útgáfu, sem oft kallast Gissruarsáttmáli eftir jarlinum, er svardagi Íslendinga gagnvart konungi: ,, Þat var sammæli bænda fyrir sunnan land ok norðan, at þeir játuðu æfinligan skatt herra Hákoni konungi ok Magnúsi, land ok þegna, með svörðum eiði, viii álnir hverr sá maðr, sem þingfararkaupi á at gegna.“

Eiðurinn  er í tóni og takti við samtíma sinn. Þegnskapur og skattur fylgjast að. Átta álnir vaðmáls var óveruleg fjárhæð eða tæplega 1/12 af kúgildi sem samsvarar hálfum sauði. Það er ekki skatturinn sem konungur sækist eftir , eða minnsta kosti ekki fyrst í stað, heldur yfirráð yfir landi og þegnum.

Strax í annarri grein kemur fyrirvari sem Íslendingar hafa á valdaframsalinu til konungs:

Hér í mót skal konungr láta oss ná friði ok íslenzkum lögum.

Ákall um frið er skiljanlegt í ljósi undangenginnar Sturlungaaldar þar sem stórir herir fór um land með tilheyrandi raski og óþægindum. Athyglisverðara er seinni hlutinn í fyrirvara þjóðveldismanna: ,,ok íslenzkum lögum.“

Gunnar Karlsson tók saman í grein í afmælisriti til heiðurs Magnúsi Stefánssyni, Yfir Íslandsála (1991), notkun á orðasambandinu ,,að ná lögum“ í fornsögunum. Niðurstað Gunnars er að skilningur manna á orðasambandinu svari til þess þegar nútímamaðurinn segir að lög skulu gilda í landinu.

Ef Íslendingarnir sem gerðu sáttmálanna hefðu fyrst og fremst haft í huga frið og lög og reglu þá hefði þeim líklega verið slétt sama hvort lögin væru norræn (þ.e. norsk) eða íslensk. En þeir taka fram  að þeir vilji ná íslenskum lögum og það hlýtur að fela í sér meðvitund um að íslensk lög séu með öðrum brag en þau norsku.

Á miðöldum voru menn næmir á samhengi laga og þjóða, þótt enn væri nokkur tímaspölur í að ríki væri mynduð á grundvelli þjóða. Sagnfræðingurinn Robert Bartlett segir frá því í bókinni The Making of Europe (1993) bls. 210 að Saxar og Slavar hefðu hvorir sínar réttarreglur undir sama konungi.

Lög eru byggð á siðum og venjum sem aðeins að takmörkuðu leyti er hægt að gera yfirþjóðleg ef lögin eiga að þjóna því hlutverki sem þeim er ætlað.

Fyrirvari Íslendinga var að engu hafður af Magnúsi syni Hákons, sem tók við af föður sínum 1263. Árið 1271 sendi Magnús, sem fékk viðurnefnið lagabætir, lögbók fyrir Ísland. Landsmönnum leist ekki nema í meðallagi á lögbókina Járnsíðu og mögluðu. Loðinn leppur, sendimaður Magnúsar, var við það heitur mjög og hundskammaði íslensku höfðingjana fyrir mótmæli gegn því yfirvaldi sem þeir voru rétt nýbúnir að sverja hollustu.

Jónsbók kom til Íslands tíu árum eftir Járnsíðu og með því má segja að Magnús hafi í nokkru komið til móts við andóf Íslendinga með því að Jónsbók gerði Ísland að sérstöku lagaumdæmi í norska konungsveldinu.

Íslenska lagasetningu og framkvæmdavald, á hinn bóginn, endurheimtum við í áföngum með heimastjórn, fullveldi og lýðveldi á árabilinu 1904 til 1944.

Andstaða okkar Íslendinga við aðild að Evrópusambandinu byggir á þeim rökrétta skilningi að við munum ekki ná íslenskum lögum í Brussel. Við höfum reynslu af því hvernig það er að flytja forræði okkar mála til útlanda. Þess vegna afþökkum við aðild að Evrópusambandinu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Staðreyndin er og hið rétta, að það að Ísland tengdist Noregskonungi var bara almenn þróun sem varð á svæðinu. 1262-04 gerist ekkert merkilegt. Íslendingar voru alltaf de faktó hluti af Noregsumdæmi enda litu þeir á sig þannig á þessum tíma. Litu á sig sem Norðmenn búsetta á Íslandi. Óumdeilt og vitað og sannað.

Að sjálfsögðu var ekkert ,,fullveldi" til staðar þarna. Að sjálfsögðu ekki enda alls ekki búið að finna upp ríki í nútímaskilningi. þessvegna var engu fullveldi afsalað a þessum tíma. það er bara einhver firra sem diktað var upp í svokallaðri ,,sjálfsstæðisbaráttu". Sjálfstæðisbaráttu sem engin var því Ísland og innbyggjar hólmans vildu alla tíð vera í sambandi við konunga og frændur sína þar ytra. Alla tíð og á öllum öldum. Fyrst Noreg og síðan Danmörk. það voru allir innbyggjar alltaf fylgjandi því sem vonlegt var.

það var ekki fyrr en seint og um síðir, rétt um 1900, að sú hugmynd kom upp að Ísland ætti að vera sér land og þá kom það af erlendri tísku sem íslendingar fréttu af á knæpum útí Kaupmannahöfn. Alþjóðeg þróun.

Nú, síðan varð það alþjóðleg þróun að Ísland gerðist aðili að ESB.

Íslandssagan er nú eigi flóknari og dramatískari en þetta. Lykilorð: Alþjóðleg þróun.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 23.9.2012 kl. 17:25

2 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Og ps. að öll ,,sjálfstæðisbaráttan" sú hin mikla þarna í denn - að það fólst í því að Ísland hætti að taka við styrk frá dönum. þá voru danir mann fegnastir að vera lausir allra mála. Manna fegnastir. það að landið gat hætt að þyggja styrk var vegna breittra atvinnuhátta með meiri áherslu á sjávarútveg og þéttbýlismyndun. það voru Norðmenn og færeyingar sem kenndu íslendingum að veiða fisk og mynda þéttbýli.

það er nú allur hetjuskapurinn í ,,sjálfstæðisbaráttunni". H´n var nú ekki meiri en þetta. Ísland hætti að taka við styrk 1918.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 23.9.2012 kl. 17:30

3 identicon

Var það slæmt Ómar að Íslendingar hættu að vera styrkþegar 1918?

Af hverju verður svo fínt að verða styrkþegi frá Brussel?

Bæði styrkþegi andlega og fjárhagslega.  Það er víst draumur ykkar krata.

Ja svei.  Þvílíkt lið.

jonasgeir (IP-tala skráð) 23.9.2012 kl. 18:43

4 identicon

Ég held, að Páll fari í þetta sinn alveg rétt með. Hið gamla fullveldi fólst meðal annars í því, að Noregskonungar réðu engu um íslenzk lög eða dóma, fengu engar tekjur af landinu og áttu þar engin réttindi, auk þess sem engir aðrir Íslendingar en svarnir hirðmenn hétu þeim trúnaði eða voru skyldir til að verja ríki þeirra. Konungar fengu ekki einu sinni að eiga eignir á Íslandi (Ólafur helgi). Ítrekað varð ófriður á milli Íslendinga og Norðmanna, sem Noregskonungar tóku fullan þátt í og gerði samgöngur á milli landanna hættulegar (til dæmis 1175-1178). Þetta getum við kallað fullveldi, óháð frændsemi og sameiginlegri tungu. Ég held meira að segja, að það hafi spillt fyrir, að almenn kirkjulög yrðu viðurkennd hérlendis, að hvatinn til þess kom frá Noregi og horfði óneitanlega til skerðingar á valdsviði borgaralegra laga og dóma, sem sagt minna fullveldis. Skammir Ómars Bjarka um sjálfstæðisbaráttuna eru sjaldgæf skemmtun, því að eini maðurinn, sem mér vitanlega leit eins á málin, dó árið 1923. 

Sigurður (IP-tala skráð) 23.9.2012 kl. 18:59

5 identicon

"Íslendingar voru alltaf de faktó hluti af Noregsumdæmi enda litu þeir á sig þannig á þessum tíma. Litu á sig sem Norðmenn búsetta á Íslandi. Óumdeilt og vitað og sannað"

Þetta er bara ekki rétt. Gamli sáttmáli bendir einmitt í hina áttina, af hverju þurfti sérstakan samning um yfirráð konungs ef Íslendingar litu á sig sem þegna hans?

Ræða Einars Þveræings bendir hreint ekki til þess að Íslendingar hafi litið á sig sem hluta af Noregi, þvert á móti. Sjá t.d. þessa tilvitnun út bloggi:

http://raksig.blog.is/blog/raksig/entry/915489/

Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 23.9.2012 kl. 19:02

6 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

,,,,og þannig leið tíminn Jón gat Sigurð og annar Sigurður Jóhönnu,sem vildi verða sjálfstæðishetja og kynntist útlendum kommiserum,sem veittu henni styrk svo sem í árdaga!! þar urðu til fyrstu landráðamenn þessa heimsfræga elsta lögjafarþjóðríkis!! Nú spruttu upp afkomendur hetjanna,,,,,,,,,,,,,framhald seinna smá söguskíring í tímaleysi einnar frelsishetju,bætið við samherjar mínir. Sé ykkur í kvöld.

Helga Kristjánsdóttir, 23.9.2012 kl. 19:08

7 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Ræða ,,Einars þveræings" er skáldskapur sem einhver skáldaði upp og sennilega Snorri.

Ennfremur þarf fólk alveg að byrja að lesa söguna uppá nýtt. Algjörlega. Fólk er svo fast í einkennulegum þjóðernissögtúlkunum sem diktaðar voru upp í Sjálfstæðisbaráttunni.

Á þessum tíma sem um ræðir, 1200-1300, þá var ekkert til neitt ríki í nútímaskilningi. Norðmenn sem bjuggu hér litu ekki á sig sem íslendinga. þeir litu á sig sem norræna menn búsetta á Íslandi. Allt og sumt.

það var ekki búið að finna upp þjóðrembinginn í nútímaskilningi. Hann var ekki til. þetta sem fólk trúir margt og talar útfrá - þetta var allt bara diktað upp svokallaðri sjálsfstæðisbaráttu. það var búin til ákveðin mynd og þeirri mynd troðið ofaní vesalings innbyggjara með þessum líka árangrinum.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 23.9.2012 kl. 19:18

8 Smámynd: Halldór Jónsson

Fúlt af þér Ómar að fullyrða að Einar Þveræingur hafi aldrei haldið sína tölu. Sem er besta ræða og rökvísasta sem Íslendingur hefur haldið.

Get ég ekki alveg eins sagt að allt sem þú segir sé bara lygi sem enginn eigi að trúa því að þú sért bara fjarstýrð málpípa Jóhönnu Sigurðardóttur?

Halldór Jónsson, 23.9.2012 kl. 19:42

9 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Halldór, hvenær var Snorri Sturlusin uppi? (Sem Normenn kalla norðmann). Hvenær á þessi ,,einar þveræingur" að hfa haldið einhverja ræðu? Hvað eru mörg ár á milli?

þetta er bara skáldskapur uppur Snorra. (Eða einhverjum öðrum bloggara á 13.öld.)

Ómar Bjarki Kristjánsson, 23.9.2012 kl. 20:17

10 identicon

Kannski Ómar Bjarki Kristjánsson fylki nú næst liði með þeim sem segja að þýska 3. ríkisins Holocaust, helferðin, hafi aldrei átt sér stað.  Nei fjandakornið, Get a grip Ómar minn Bjarki, áður en helferð 4. ríkisins fær svigrúm til að endurtaka sig, vegna glópsku nytsamra sakleysingja, ein og þú ert.  Get a grip Ómar minn Bjarki.

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 23.9.2012 kl. 20:22

11 identicon

En þá má hann Ómar Bjarki eiga að hann er húmoristi á sinn afar sérkennilega hátt.  "It takes all kind to make a world".

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 23.9.2012 kl. 20:30

12 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Og ps. en hitt er allt annað mál, að þessi ræða sem kennd er við Einar, textinn - það er sem slíkt algjör snilld. þetta er fádæma vel skrifað. þarna er augljóslega lærdómsmaður á ferð. Án efa eru einhverjar fyrirmyndir sem ritarinn á 13. öld hefur í huga. Hvaða fyrirmyndir það eru vitum við ekki lengur.

En þetta er barasta algjörlega irrelevant varðandi EU og hugsanlega aðild Íslands þar að.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 23.9.2012 kl. 20:42

13 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Og enn ps. að sko, að bera það saman við hólókóst þó maður bendi á þá ósköp einföldu staðreynd að þessi ræða er augljóslega skáldskapur 13.aldar manns - tekur auðvitað engu tali.

Aðeins nákvæmar: þessi Einar bróðir Guðmundar ríka getur alveg hafa verið til. Við getum samt ekki fullyrt af eða á um það.

það sem er alveg örugg er, að ,,ræða einars þveræings" er skáldskapur 13.aldar manns.

Hugsa nú: Einar á að hafa flutt þessa ræðu um 1000. Hvenær var Snorri Uppi? Drápu innbyggjar hérna hann ekki um 1240? Minnir það.

Við erum að tala um fokking 250 ár!

Miðað við nútímann sko 2012 - þá erum við að tala um 1750. Og þið munið, orðrétt, hvað margar ræður frá 1750??

Hættið þessari vitleysu!

Ómar Bjarki Kristjánsson, 23.9.2012 kl. 20:54

14 Smámynd: Elle_

Ómar Kr. er ekki fullvalda.  Hann talar fyrir Brussel og Samfó.  Væri hann vitrari væri hann skæður.  Við höfum ekki mikla hættu að óttast frá gegnglæru fólki.  Við þurfum hinsvegar að óttast klókara fólk sem blekkir og brenglar með sannfærandi móti.

Elle_, 23.9.2012 kl. 21:02

15 Smámynd: Elle_

Hinsvegar, væri þorri þjóðarinnar eins og hann, værum við í vondum málum.  Þá gætum við farið að óttast glæra.

Elle_, 23.9.2012 kl. 21:11

16 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Við vitum alveg að þeir sem fengust við skriptir á 13.öld á Íslandi voru oft hámenntaðir á þeirra tíma mæikvarða. Yfirleitt voru þessi srif tengd klaustrunum. Munkar. Umrædd ræða er þess eðlis að höfundur hefur án efa haft einhverjar fyrirmyndir. Hugsanlega frá rómverskum textum einhverjum.

Grunnatriði í ræðunni er í raun ekki Grímsey eins og oftast er talað um. Bottom lænið er að ,,Einar" vill ekki borga skatt.

Og afhverju kemur það manni eigi á óvart að höfðingjar íslands vilji ekki borga skatt?

Ómar Bjarki Kristjánsson, 23.9.2012 kl. 21:44

17 identicon

Guði sé lof fyrir menn eins og Ómar Bjarka, því af völdum hans eru menn að snúa frá dýrkun á ESB og breytast í NEI sinna Fékk það staðfest á dögunum.

Skotta og Móri (IP-tala skráð) 23.9.2012 kl. 21:46

18 identicon

Samkvæmt teoríu Ómari Bjarka þá voru Hómerskviður bara einhver bloggskrif.

Ómar Bjarki hefur þú enga þekkingu á munnlegri geymd sagna?  Fólk á þeim tíma lifði allt öðru lífi en nú.  Sögur gengu mann fram af manni, sumar skrifaðar niður á litla skinnbleðla og færðar svo saman til stærri heildar í veigameiri skinnhandritum síðar.  Samkvæmt teoríu þinni þá virðist þú telja að ekki sé að marka nein skrif fyrr en með tilkomu prentleistar Guthenberg ... eða hvað Ómar minn Bjarki.? 

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 23.9.2012 kl. 21:47

19 identicon

Þótt við sleppum ræðu Einars Þveræings, segja engar heimildir, að Noregskonungur hafi eignazt ferfet af íslenzku landi fyrstu 470 ár Íslands byggðar, en síðan reyndu þeir við litla hrifningu að sölsa undir sig eignir hirðmanna sinna dauðra og lifandi. Það er vísbending um fullveldi, ásamt ýmsu öðru, sem ég nefndi hér að framan. Pistill Páls Vilhjálmssonar er alveg réttur og í samræmi við viðteknar söguskýringar.

Sigurður (IP-tala skráð) 23.9.2012 kl. 22:07

20 identicon

470, les: 370.

Sigurður (IP-tala skráð) 23.9.2012 kl. 22:09

21 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Sko, maður veit ekki hvar á að byrja. Fólk er greiniega alveg með söguskoðunina eða sögutúlkunina frá því um 1900 í huga og kemst ekkert útfyrir það.

Hallóþ það er löngu búið að afleggja þá sögutúlkun! Góðan daginn. Eg bara skil ekki svona. það á fyrir löngu að vera hætt að kenna íslandssögu Jónasar frá Hriflu. Samt er engu líkara en allir hérna hafi bara lært hana. Menn eru kannski svo gamlir hérna? Lásu bara íslandssögu Jónasar frá Hriflu.

þetta með munnlega geymd - þá jú jú, auðvitað geymdist eitthvað í ákv. tíma munnlega en það er útilokað að slík ræða hefði geymst orðrétt í 200 ár eða hátt í 250 ár. Algerlega útilokað.

Menn geta líka strax áttað sig á ef menn skoða textann í þessari ræðu og hvernig höfundur vill hafa aðdraganda og aðstæður, að um skáldaða umgjörð er að ræða. Eða þ.e.a.s. aðmenn litu líka allt öðruvísi á skáldskap í þá daga. það var ekki alveg skörp lína milli lygi og sannleika.

það sést strax á ræðunni og umgjörðinni að höfundur vill koma ákv. boðskað til skila inní sína samtíð. Hver nákvæmlega sá boðskapur var er erfitt núna, mörghundruð árum síðar, að segja til um því ekki fylgdu neinir útskýringartextar með skrifunum. það er rosalega erfitt að fullyrða núna um hvernig þeirra tíma menn áttu að skilja eða skildu. þetta var skrifað fyrir 13.öldina og þessa tíma fólk.

Td. vekur athygli að höfundur vill meina að í fyrstu hafi allir viljað taka hinum góðu tilboðum Konungs - en svo allt í einu kemur ein ræða og bingó! Allir komnir á þveröfuga skoðun. þetta er td. klassískt ævintýraminni og kristilegt. Allt gerist skyndilega eins og fyrir kraftaverk. Meikar auðvitað engan sens.

Auk þess ber að hafa í huga, að höfðingjar á Íslandi fyrir 1262 voru allir meira og minna inná gafli hjá konungi eða konungum útí heimi alla tíð. Aðallega í Noregi enda Noregskonungar náskyldir sumum ættum á Íslandi langt fram eftir öldum ef ættfræðin var rétt. Hvað? Var ekki Gissur Teitsson þremenningur við Óalf Tryggvason konung? Man ekki betur. þeir voru þremenningar!

það sem höfðingjarnir vildu helst var að fá frjálsar hendur til að berja á almúganum hérna uppi og fóðra hann á einhverjum ævintýrasögum - bíddu við? Alveg eins og núna!

Ómar Bjarki Kristjánsson, 23.9.2012 kl. 22:59

22 identicon

Ómar, ef svo væri að ræða Einars Þveræings væri í raun eftir Snorra eða hanns samtímamann þá breytir það ekki því að þarna kemur augljóslega fram andúð á því að tilheyra Noregi. Þess vegna verður að telja kjarnann (sjá eftirf.tilvitnun) í þínum málflutningi,bull!

"Á þessum tíma sem um ræðir, 1200-1300, þá var ekkert til neitt ríki í nútímaskilningi. Norðmenn sem bjuggu hér litu ekki á sig sem íslendinga. þeir litu á sig sem norræna menn búsetta á Íslandi. Allt og sumt."

Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 23.9.2012 kl. 23:22

23 identicon

Hitt er annað mál að það var skiljanlegt að Íslendingar sem voru orðnir leiðir á hjaðningavígum og því að geta ekki stjórnað sínum málum sjálfir, að þeir leituðu á náðir ytra valds. Á sama hátt og það er skiljanlegt að einhverjir í dag álíti ESB vera lausnina. Málið er bara það að Gamli-sáttmálinn var villuljós, eins og pistlahöfundur bendir á. Á nákvæmlega sama máta má draga þá alyktun af sögunni að ESB sé villuljós, en vissulega má sýna "heittrúuðum" sameiningarsinnum ákveðinn skilning, en er nú ekki komið nóg af vitleysunni þeirri?

Barni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 23.9.2012 kl. 23:28

24 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Eins og eg sagði áður, þá er sagan algjör snilld. Textinn kristaltær snilld. það bendir ennfremur til þess að hagur maður hafi haldið á fjöður og stýrt hvaða orð rötuðu á kálfskinnið.

Með boðskapinn, þá er engu líkara en Snorri sé á móti skatti til Noregs og þ.a.l. má segja aðild Íslands a konungssambandi - sem kemur þá spánskt fyrir sjónir því eigi var örgrannt um að Snorri vildi einmitt Ísland í Noreg með einum eða öðrum hætti þó allur gangur væri á efndunum.

Kjarninn í efnislega boðskap ræðunnar er að ,,einar" vill ekki borga skatt. Segir að það sé allt of hár skattur í Noregi. það eitt og sér er nú ekki voðalega frumlegt.

þetta með ,,íslendinga, norðmenn, norræna menn" að þá geta menn auðveldað sér skilning með að hugsa sér sameiningu sveitarfélaga hérna uppi. þá vill kannski Hvergihreppur ekki sameinast Hrunhreppi - þýðir það að Hvergihreppingar líti á sig sem sér þjóð? Að sjálfsögðu ekki. Á þessum tíma erum við að tala um álíka dæmi. þetta var alveg sama fólkið og náskilt. Bjó bara á sitthvorum staðnum.

Snorri var bara svo dularfullur maður og margsluginn að því er virðist. Hvað vitum við í raun um Snorra? Vitum ekki neitt um hann. Við vitum í run ekki hvort hann skrifaði eða skáldaði þa sem honum er eignað. það gæti alveg verið að hann hafi verið svona ritstjóri eða útgefandi. Og þ.a.l. í krafti ríkidæmisins (Kúanna, skinnin) geta ráðið hvernig endanlegur texti var og upplýsingar er komu fram. En í rauninni hafi lærdómsmenn úr klaustrunum og höfuðkirkjum skáldað þetta allt eða samið og sett saman.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 23.9.2012 kl. 23:52

25 identicon

Með hliðsjón af þínum kenningum Ómar Bjarki, þá spyr ég þig hvað þú teljir að menn kirkjuskipana páfans á miðöldum, þeir er sitja nú í Brussel, sem  ígildi hins stórþýska rómverska keisaradæmis noti mörg þúsund kúa á beit til að koma sínum erkibiskups boðskap á framfæri?

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 24.9.2012 kl. 00:16

26 identicon

Það er bara gaman að því að hafa "open mind" og draga því fram comparative sögulegar og bókmenntafræðilegar kenningar inn í umræðuna líka;-)

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 24.9.2012 kl. 00:19

27 identicon

Er þar heill "himneskur" herskari kúa á beit?  Jú Ómar minn, mig grunar það og nokkrir sem baula hér í stíl;-)

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 24.9.2012 kl. 00:20

28 identicon

Af hverju er skynsamt fólk að eyða tíma í að svara hirðfíflinu omari bjarka?  Maðurinn er ekki svara verður, þaðan af síður lesverður.

Persónulega er ég opinn fyrir inngöngu í ESB, en til þess að ég greiði atkvæði með inngöngu þarf ég gáfulegri málflutning en fíflið ómar bjarki hefur boðið uppá.

Bjarni (IP-tala skráð) 24.9.2012 kl. 00:23

29 identicon

Mér finnst málflutningur Ómars Bjarka hér, ekkert fíflalegur, hann hefur ýmislegt til síns máls þó líklega hafi hann í meginatriðum rangt fyrir sér um afstöðu Íslendinga til sameiningar við Noreg um 1262.   Það má vel vera að Snorra hafi verið svipað farið og sumum ESB sinnum, sem róa að því ýmsum árum að komast inn en flökri um leið við því er þar bíður.   Ég held raunar að Snorri hafi verið stórlega vanmetinn og hans samtímamenn sem sögulegar heimildir. Það er með ólíkindum hversu nákvæm lýsing hans er t.d. á botni Miðjarðarhafsins í upphafi Heimskringlu. Einnig er nákvæmni hans furðu mikil um atburði er gerðust 600 árum fyrir hans tíma svo sem 3. ára harðæri í Svíþjóð skömu eftir að Danir eignuðust sinn fyrsta kóng. Þessa atburði má tengja við samtímaheimildir um hið sama.

Líklega var Snorri (hvort sem það var einn maður eða "útgáfufélag") meiri fræðimaður en svo að hann léti eigin skoðanir lita um of sín fræði. En vissulega hefur verið fært í stílinn hér og þar enda þurfti að "selja" textann þá ekki síður en nú.

Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 24.9.2012 kl. 01:22

30 Smámynd: Elle_

Ómar Kr. hafði ekkert nema fíflagang og rakaleysi fyrir sér í ICESAVE málinu og barðist þó fyrir nauðunginni árum saman.  Og er enn ekki hættur.  Þannig að það er ekki óskiljanlegt að Bjarni segi þetta.

Elle_, 24.9.2012 kl. 15:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband