Sunnudagur, 23. september 2012
Landsbyggðin nær vopnum sínum
Ónýtt orðspor alþingis og ríkisstjórn er fylgir utanríkisstefnu sem er andstæð grundvallarhagsmunum þjóðarinnar kallar á kröfu um valdatilfærslu frá miðstýringunni í Reykjavík til sveitarfélaga og samtaka á þerra vegum.
Sveitarfélög úti á landi komu flest hver vel undan kreppu (Reykjanesbær hans Árna bæjó er ekki úti á landi) og eiga bæði efnahagslegt og pólitískt tilkall til aukinna valda.
Margar útfærslur er mögulegar á valdatilflutningi, t.d. nýtt stjórnsýslustig eða þemuskipting á völdum s.s. að sjávarbyggðirnar fái kvótann og/eða skipti með sér afrakstrinum.
Hálfvitavæðing stjórnmálanna í kjölfar hrunsins með kjöri Jóns Gnarr og Besta flokksins var bundin við Reykjavík eina. Sirkus Jóhönnu Sig. og Þistilfjarðarpiltsins er lítlu skárri en fíflagangurin í Reykjavíkurborg.
Landsbyggðin er í sóknarstöðu gagnvart höfuðborgarvaldinu. Úr þeirri stöðu er hægt að búa til alvöru pólitík.
Stofna ný hagsmunasamtök í vikunni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Hálfvitavæðing stjórnmálanna í kjölfar hrunsins með kjöri Jóns Gnarr og Besta flokksins var bundin við Reykjavík eina.
Ekki bara Reykjavík eina, Við hér á Akureyri sitjum uppi með L listann og það með hreinan meirihluta.
Þórólfur Ingvarsson, 23.9.2012 kl. 14:41
Ég læt öðrum eftir að verja Árna Sigfússon eða láta það ógert. En ég sé rautt, þegar einhverjir bullukollar draga þá ályktun, að Suðurnes séu ekki úti á landi. Þetta var nefnilega einu sinni hið opinbera álit, og birtist meðal annars í því, að Byggðastofnun lánaði Akureyringum og öðrum til að kaupa burt allan kvóitann að sunnan, langdrægt hvern falan sporð, auk þess sem lítill eða enginn áhugi var á öðrum atvinnumálum svæðisins eftir að Ólafur Thors féll frá. Sunnanmenn fengu ekki einu sinni áheyrn hjá kommisörunum í Reykjavík, hvað þá grænan eyri. Og óhlutvandir ríkisbankar dönsuðu með. Eftir pólitískum duttlungum gátu þeir rústað nokkurn veginn skröltfærum atvinnurekstri, til að hlaða undir keppinauta á öðrum landshornum. Þetta átt þú allt að vita, Páll.
Sigurður (IP-tala skráð) 23.9.2012 kl. 16:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.