Úr efnahagskreppu í stjórnmálakreppu

Ísland er komið úr efnahagskreppunni, býr við hagvöxt og atvinnuleysi sem öll Vestur-Evrópa öfundar okkur af nema kannski Norðmenn. Á hinn bóginn eru við í djúpri pólitískri kreppu sem ekki sér fyrir endann á.

Stjórnmálakreppan lýsir sér í mótsögnum. Sú fyrsta er að vinstriflokkarnir sem sitja núverandi ríkisstjórn komust út úr kreppunni á grundvelli fullveldis landsins og krónunnar. En ríkisstjórnarflokkarnir, einkum Samfylkingin, vill fullveldið feigt og krónuna sömuleiðis. Umsóknin um ESB-aðild er umsókn um vist í brennandi húsi án útgönguleiða.

Mótsögn númer tvö er að stærsti stjórnarandstöðuflokkurinn, Sjálfstæðisflokkurinn, býður fyrirsjáanlega upp á alkunna hrunverja á framboðslistum sínum og í ofanálag þenslustefnu lágra skatta og stóriðju - sem er endurtekning frá útrásarárum fyrir hrun.

Stjórnmalakreppan leysis ekki við næstu kosningar. Ef við erum heppin og vöndum okkur á kjördegi fáum við millileik, veika miðhægri stjórn, sem afturkallar ESB-umsóknina en gerir ekkert stórkostlega af sér heldur hagar sér eins og starfsstjórn á skilorði. Með slíkri stjórn ynnist tími til þjóðin næði betur pólitískum áttum.


mbl.is Ísland inn úr kuldanum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Nú verðum við að velja á kosningadaginn. Viljum við pest eða kóleru?

jóhanna (IP-tala skráð) 23.9.2012 kl. 08:59

2 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Snjöll, Jóhanna.

Páll Vilhjálmsson, 23.9.2012 kl. 09:53

3 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Hið rétta er, að núv. stjórnvöld hafa unnið þrekvirki undir stjórn þeirra Jóhönnu og SJS. það er óumdeilt og enginn mótmælir.

Hinsvegar er það eins og hver önnur þvæla og ranghugmynd að einhver ,,öfundi" ísland.

Öfunda land sem er niðurnjörfað í höftum af völdum þeirra Sjalla og þjóðrembinga. Einmitt. Evrópa öfundar.

Haha að fullorðið fólk láti svona barnaskap útúr sér. Jafnvel þó þeir fái vel borgað fyrir það frá LÍÚ.

það er eins og sumir skilji ekki afhverju sjallar settu á gjaldeyrishöft. þeir voru búnir að rústa landinu! Halló. Og með einhvern óvita uppí seðlabanka sem hafði hvorki hunds né kattarvit á því sem hann þóttist vera að gera.

Gjaldeyrishöftin þýddu að fjármunir voru læstir hérna inni. Teknir tímabundnu eignarnámi. það er engin lausn komin á því stóra máli. Slíkt var mega-klúðrið hjá þeim sjöllum.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 23.9.2012 kl. 11:13

4 identicon

Já, ég er ekki frá því að þetta gæti verið rétt.  Kosningarnar á næsta ári munu ekki duga til, en vonandi fáum við þolanlega stjórn sem millileik.

Ég held einmitt að pólitíska ástandið sé ekki síst sjöllunum að kenna.  Þeir eru einfaldlega svo ótrúverðugir þegar þeir hafa ekki náð að hreinsa út úr sínum röðum. Í hvert sinn sem velferðarstjórnin er staðinn að einhverjum voðaverkum hefur því verið svarað með: "En viljið þið fá sjallana aftur". Og þetta er vissulega eins og að velja á millii tveggja ólæknandi sjúkdóma eins og Jóhanna bendir á hér að ofan.

En úrvinnsla eftirhrunsmálanna, Ómar, er ekkert þrekvirki hjá JS og SJS í jákvæðum skilningi þess orðs.  Ef þú bakkar 3 skref afturá bak og skoðar stóru myndina þá blasir það við að 2008 þá fóru nokkur einkafyrirtæki á hausinn og ríkissjóður sem þá var næstum því skuldlaus situr núna eftir með 1800 milljarða skuld í kjölfarið.

Staðreyndin er sú að JS og SJS hafa ekki leyst eitt einasta vandamál, vandamálið hefur bara verið sett á VISA-rað og skötuhjúin hafa fundið aðila til þess að fjármagna þetta á skelfilegum vöxtum. Hagkerfið er með 1800 milljarða króna myllustein um hálsinn sem mun hægja á öllum framförum í 10-15 ár.

Og þeir sem eiga að standa undir þessum raðgreiðslum, íslenskir skattgreiðendur, voru svo strippaðir að öllum eignum í sérstöku samvinnuverkefni velgferðarstjórnarinnar og ESB/kröfuhafa til þess að gera verkefnið ennþá meira "spennandi". Það er sennilega megin ástæða þess að framhald á norrænu helförinni verður að teljast ólíkleg niðurstaða næstu kosninga.

Seiken (IP-tala skráð) 23.9.2012 kl. 11:53

5 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Sammála Seiken hérna, og það er skelfilegt að hugsa til þessa blekkingarleiks sem núverandi Ríkisstjórn hefur stundað...

Blekkingarleiks að kalla endurreisnina vel unna þegar endurreisnin er unnin með Visa rað inn í framtíðina, framtíð sem engin veit hvernig verður...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 23.9.2012 kl. 12:05

6 identicon

Seiken segir sannleikann gjörstrípaðan, hreinan og beinan.

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 23.9.2012 kl. 15:54

7 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Þau eru góð Jóhanna og Seiken!! Hugsandi um þau erfiðu fjögur ár frá hruni,dett ég um dægurlagið,sem Egill Ólafs syngur;,Hvar ertu búin að vera öll þessi ár?

Helga Kristjánsdóttir, 23.9.2012 kl. 21:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband