Völdin frá 101 Reykjavík til landsbyggðarinnar

Landsbyggðin tók lítt þátt í útrásarsukkinu og kom sterkt undan hruni. Atvinnuvegir á landsbyggðinni s.s. útgerð, landbúnaður og ferðaþjónusta sækir hratt fram á meðan höfuðborgin er dösuð og kýs sér Jón Gnarr fyrir leiðtoga.

Framtíðarleiðtogi þjóðarinnar og formaður Framsóknarflokksins gerir vel í að söðla um og bjóða sig fram í landsbyggðarkjördæmi.

Landsbyggðin er öflugust í andstöðunni við aðild Íslands að Evrópusambandinu og sýnir meiri skynsemi en samfélagið á SV-horninu sem ól af sér flesta hrunverja og ESB-sinna - sem oft eru sama fólkið.


mbl.is Birkir Jón hættir á þingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Af hverju eiginlega setja svona margir "like" á það að Birkir Jón hætti á þingi?

Ég skil það ekki alveg.  Hvað er eiginlega í gangi hjá blessaðri maddömunni?

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 22.9.2012 kl. 18:20

2 identicon

Nú þekki ég lítt til mála hjá maddömunni, en mig minnir að Höskuldur hafi eitt eða tvö eða þrjú eða fjögur augnablik verið formaður Framsóknarflokksins. 

Ætla nú tveir formenn Framsóknar að bítast í einu og sama kjördæminu?

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 22.9.2012 kl. 18:27

3 identicon

Þetta er einmitt öfugt. Völdin eru að færast frá landsbyggðinni til Reykjavíkur.

Landsbyggðarpilturinn Birkir Jón að hætta og í hans stað ætlar formaðurinn úr Reykjavík að sölsa undir sig landsbyggðarkjördæmi og þar með fækka alvöru landsbyggðarmönnum á þingi. Sigmundur Davíð, þingmannssonur og auðmaður, verður ekki landsbyggðarmaður af því að færa sig um kjördæmi.

Anna (IP-tala skráð) 22.9.2012 kl. 22:46

4 Smámynd: Elle_

Engu máli skiptir hver er pabbi hans.

Elle_, 22.9.2012 kl. 22:52

5 identicon

Við skulum ekki gleyma því að það hafa allnokkrir þingmenn sem átt hafa sinn uppruna í Reykjavík verið þingmenn fyrir kjördæmi á landsbyggðinni og staðið sig vel fyrir kjördæmið sem þeir unnu fyrir ásamt landsbyggðinni allri. Er ekki málið með Birkir Jón að hann er ESB sinnaður og hætt er við að slíkir eigi ekki mikla möguleika hjá framsókanar fólki í næstu kosningum og hann þori ekki að mæta örlögum sínum í prófkjöri.

Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 22.9.2012 kl. 23:22

6 identicon

Kristján, sé það skýringin varðandi útgöngu Birkis Jóns, þá gæti ég kannski einhvern tímann tekið hattinn ofan fyrir maddömunni:-)

En hvað þá með Höskuld?  Er hann nokkuð ESB sinnaður?

Og hvað með Siv og Kragann?  Er hún ekki í vitlausum flokki og með með vitlausan kraga miðað við þær áherslur sem þú bendir á?

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 23.9.2012 kl. 00:36

7 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

  Mér þætti harla gott að sem flestir Esb.sinnar hlaupist á brott.Gott að hafa þá í einum flokki,auðveldar öllum kosningarnar.Ég kýs í Kraganum þótt Siv verði þar,með vitlausan kraga. Sjáið formanninn á myndnni með geislabaug,sem hann verðskuldar fyrir staðfestu í Icesave,vitleysiskúguninni,þótt myndast hafi af tilviljun,með þessum hætti. Hann hefur alltaf komið með eftirtektarverðar efnahagstillögur,þótt stjórnin hafi verið of góð til að nota þær. P.S.bráðum verður okkur boðið upp á 4 flokka sem allir hafna aðild að Esb      Sigmundur lætur ekki Jóhönnu segja sér fyrir verkum,en hún er skíthrædd við að Framsókn og Sjálfstæðisfl.taki upp fyrra samband,á svona tímum,væri ekki vitlaust að 4 flokkar tækju yfir stjórn landsins,svo komist einhver mynd á reksturinn, sem er andsetin af  Esb.stjórn. 

Helga Kristjánsdóttir, 23.9.2012 kl. 04:08

8 identicon

Er það ekki fremur svo að Simmi Kögunar baby gerir út á “naivity” sveitamanna norðan heiða. Ég er ekki viss um að það gangi upp. Best að silfurskeiða strákarnir bjóði sig fram á mölinni fyrir sunnan.

Fremur vil ég sjá Hólmfríði Benediktsdóttur í framboði í NA-kjördæminu. Þar fer kona sem hefur marga fjöruna sopið. Enginn kjölturakki. 

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 23.9.2012 kl. 08:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband