Jóhanna treystir á framhaldssvik VG

Vinstri grænir sviku margyfirlýsta stefnu sína um að halda Íslandi utan Evrópusambandsins og nýgefin loforð til kjósenda þegar þeir 16. júlí 2009 samþykktu þingsályktun Össurar Skarphéðinssonar um að sækja um aðild að Evrópusambandinu.

Júdasinn frá Þistilfirði reynir annað slagið að æmta og skræmta um að VG sé í raun að fylgja eftir ESB-andstöðunni um leið og hann rekur rýtinginn í bak sannra ESB-andstæðinga eins og Jóns Bjarnasonar. Í skólaleikriti um endalok lýðveldisins í Róm fengi Steingrímur J. hlutverk Brútusar og þyrfti ekki að leika.

Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra segir í viðtali við Fréttablaðið að hún treysti á framhaldssvik Vinstri grænna með eftirfarandi orðum

Ég held að það sé alveg ljóst að Samfylkingin mun aldrei sætta sig við að starfa með þeim sem krefjast þess að viðræðum verði hætt með einhverjum hætti áður en fyrir liggur samningur sem þjóðin fær að greiða atkvæði um.

Með Steingrím J. áfram í brúnni hjá VG telur Jóhanna sig hafa sinn Júdas á réttum stað. Ekki er þó víst að kjósendur sem kusu VG í síðustu kosningum muni láta hafa sig að fíflum næst þegar kosið verður til alþingis.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er deginum ljósara að Samfylkingin og Vinstri Grænir munu verða fyrir gífurlegu fylgishruni í næstu kostningum, og Vinstri Grænir munu leysast upp í frumeyndir sínar, því er mjög brýnt fyrir þjóðina að kosið verði strax í haust.

Á vísir.is kemur fram álit tveggja lögfræðinga, að meiri lýkur en minni séu á því að verðtryggingin sé kolólögleg.

Því á tafarlaust að taka neysluverðs vísitöluna úr sambandi,

stoppa allar nauðungarsölur vegna verðtryggðra lána,

og ef stjórnvöld verði ekki við því, á að boða alsherjarverkfall um allt land, til að knýja á um kostningar strax.

Jón Ólafur (IP-tala skráð) 22.9.2012 kl. 13:33

2 identicon

Nei Páll minn við munum ekki láta hafa okkur að fíflum nema einu sinni.

Ég hef frá því í júlí 2009 beðið alla afsökunar á því að hafa fallið fyrir loddurum og lygurum einu sinni.  Ég sat fyrir framan sjónvarpið 24. apríl 2009 og hlustaði á umræðurnar daginn fyrir kjördag.  Það var gengið á Steingrím J. og hann þaulspurður um ESB eða ekki ESB og hann sagði loksins ekki ESB.  Ég man ég hugsaði að ég treysti ekki þessu himpingimpi, en hvað átti maður eiginlega að kjósa annað?  Hrunflokkana?  Framsókn, með sína einka-vina-væðingar fortíð í anda EES/ESB?  Heilalausan her Borgarahreyfingarinnar?  Nei, það var með semingi að ég setti krossinn við V.  Það helvíti hef ég aðeins einu sinni gert og mun aldrei, ldrei aftur gera.

Nei, maður lætur ekki ljúga að sér nema einu sinni.

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 22.9.2012 kl. 17:38

3 identicon

"We won´t get fooled again ... no, no ... No" glymur í eyrum okkar sem höfum dúndruna frá The Who, nánast meðfædda í hlustunum!

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 23.9.2012 kl. 01:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband