Miðvikudagur, 19. september 2012
Málfrelsið 1 - Þöggun auðmanna 0
Það á ekki að vera hægt fyrir auðmenn að þagga niður umræðu um auðmenn og málefni þeirra, þar á meðal hvernig þeim safnaðist fjármagn.
Auði fylgja völd í samfélaginu. Af því leiðir verða lögin að tryggja svigrúm til að gagnrýna fjármagn og fólkið sem á og stýrir fjármagninu.
Þótt héraðsdómur hafi fellt kröfu Kögunarhjóna á tæknilegu atriði er full ástæða til að fagna dómsniðurstöðunni.
Teitur Atlason sýknaður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Tek heils hugar undir öll orð þessa pistils þíns Páll. Að mínu mati sýndi Gunnlaugur af sér dæmigerðan hroka auðmannsins þegar hann ætlaði að knésetja fjárlítinn bloggara og þagga endanlega niður í honum ... og okkur.
Á okkar tímum, þar sem stærstu fjölmiðlar landsins eru í eigu auðmanna og ganga erinda þeirra með alls kyns skollaleikjum og blekkingum, þá er þeim mun meiri nuaðsyn, lífs-nauðsyn, að bloggarar geti um frjálst höfuð strokið.
Eða búum við samt enn í landi gunga og drusla? Þeirra sem öllu um véla?
Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 19.9.2012 kl. 12:46
Sammála þessu
Skúli (IP-tala skráð) 19.9.2012 kl. 12:55
Miðað við fyrri dóma þá virðast dómstólar vera búnir að hækka þolmörkin
en mér finnst samt að blöðin megi ennþá nota orðið "grunaður um" í stað þess að fullyrða sekt í fyrirsögn
http://www.mbl.is/frettir/innlent/2012/09/18/braut_gegn_unglingspilti/
Grímur (IP-tala skráð) 19.9.2012 kl. 13:02
Það hefur nú verið vitað nokkuð lengi að Sigmundur Davíð var sonur Gunnlaugs Sigmundssonar. Flestir komnir yfir fertugt vita líka hvernig Gunnlaugur komst yfir hlutabréfin í Kögun. Umfjöllun Teits var hins vegar sett fram til að valda skaða á pólitískum ferli SDG og hafði ekkert með "almanna hagsmuni" að gera.
Þótt aðferð GS hafi þótt siðlaus á sínum tíma var hún ekki glæpsamleg. Hún sýndi hins vegar fram á að handstýrð "dreifð" eignaraðild á hlutabréfamarkaði er draumsýn.
Það er ekki útilokað að sýna megi fram á að aðferð Teits til að koma höggi á SDG hafi verið siðlaus, en nú hefur dómstóll kveðið upp úr með að hún var ekki glæpsamleg.
Skyldum við þá kannski eiga eftir að sjá meira af svona fornleifagreftri frá Teiti?
Ragnhildur Kolka, 19.9.2012 kl. 13:31
Alversta tegund spillingar birtist í því að háttsettir opinberir starfsmenn og þingmenn hagnist á því að starfa í opinbera þágu, m.a. með að hagnýta sér upplýsingar, sem ekki liggja að öðru leyti upp á borðum. Ein birtingarmyndin er að nýta sér innherjaupplýsingar til að forðast tap, alvarlegur glæpur þar sem viðkomandi hlaut 2ja ára fangelsisdóm fyrir.
Uppgröftur í spillingarstíu fortíðar er algjörlega bráðnauðsynlegur, eða hvernig eiga "börnin" annars að læra.
Jenný Stefanía Jensdóttir, 19.9.2012 kl. 13:41
Sammála Jenný Stefanía.
Og það hefur og gildir enn um alla samtryggða og samspillta valdaelítu 4-flokksins.
Og hér hefur ekkert breyst eftir hrun. Það útskýrir áframhaldandi og vaxandi vantraust almennings á valdastofnunum ríkis-valdsins.
Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 19.9.2012 kl. 14:35
Mikið er lagt á börn þessa lands, ef á að fara að gramsa í gömlum málum og kenna þeim síðan muninn á siðlausu athæfi og glæpsamlegu. Það þyrfti þá að upplýsa þau um tilganginn,sem er að skaða pólitískan andstæðing. Vonandi bera börnin okkar gæfu til að feta leið réttlætisi og sannleika.
Helga Kristjánsdóttir, 19.9.2012 kl. 14:37
Ríkisstjórnarútvarpið ætlar nú að sjá til þess að "Eimreiðarmaðurinn" ljúki aldrei afplánun frekar en Árni Johnsen. Það kallar á mikla heift og pólitíska blindu að reka slíkan áróður. En Árni hefur nú plumað sig ágætlega án aðstoðar RÚV og ekki ólíklegta að Eimreiðarmaðurinn geri það sömu leiðis.
Það er hins vegar lærdómsríkt að sjá viðhorf þeirra Péturs og Jennýjar sem trú því að syndir feðranna eigi að leggjast á börnin. Það var tilgangur greinar Teits og nú sjáum við að þannig hugsa fleiri.
Ragnhildur Kolka, 19.9.2012 kl. 15:15
Ragnhildur Kolka, ég ítreka það sem ég sagði, enda óflokksbundinn á klafa 4-flokksins:
Og það hefur og gildir enn um alla samtryggða og samspillta valdaelítu 4-flokksins.
Og hér hefur ekkert breyst eftir hrun. Það útskýrir áframhaldandi og vaxandi vantraust almennings á valdastofnunum ríkis-valdsins.
Ég tel Teit tvímælalaust vera handbendi samFylkingarinnar, en ég trúi á mátt málfrelsis og vona að þú og "Sjálfstæðis"Flokkurinn gerið það einnig ... eða hvað Ragnhildur????
Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 19.9.2012 kl. 15:22
Og frú Ragnheiður Kolka, hvar sagði ég það að syndir feðranna eigi að leggjast á börnin?
Þú veldur mér vægast sagt vonbrigðum með því að gera mér upp skoðanir.
Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 19.9.2012 kl. 15:23
Og bara til að klára þetta mál frú Ragnhildur Kolka,
þá er ég það mikill Jefferson isti í huga, að ef ég fengi einhverju um ráðið, þá vildi ég að heiðarleg og sanngjörn skuldauppgjör færu fram á um 20 ára fresti, (19,7) sem Jefferson reiknaði út að markaði náttúruleg skipti "kynslóða" homo sapiens, löngu á undan sænskum rassgats-mafíu félagsvísindamönnum. til að syndir valda-feðranna þyrftu ekki að sliga börn og barnabörn almennings, hinna venjulegu Jóns og Gunnu.
Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 19.9.2012 kl. 16:09
Hélt að ég væri sæmilega skiljanleg á móðurmálinu, sé að það er túlkunaratriði, allt eftir því hver les og hlustar.
Leiðindarárátta, að mistúlka og leggja út af einfaldri orðræðu.
Jenný Stefanía Jensdóttir, 19.9.2012 kl. 16:47
Æi,ég skil þig alveg Stefanía,ósjaldan orðið fyrir því,en er þér sammála með að spillingsrstíur,fortíðar og nútíðar,þurfa hinir vammlausu virkilega að grafa upp.
Engum blandast hugur um að það er gott veganesti fyrir unga fólkið.
Helga Kristjánsdóttir, 19.9.2012 kl. 18:12
Alltaf ert þú Helga mín sanngjörn og tilbúin að íhuga málin til sátta.
Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 19.9.2012 kl. 18:19
Líklega var ætlun Teits að koma höggi á Sigmund, eins og Ragnhildur benti á, já syndir feðranna. Og það væri ekki í fyrsta sinn sem kastað er í hann for af því hann á pabba.
Elle_, 19.9.2012 kl. 20:41
Ég er hvorki málsvari Framsóknar- eða Sjálfstæðisflokks, en mér mislíkar aðferðafræði Teits við að koma höggi á Sigmund Davíð vegna vafasamra aðferða föður hans að komast yfir Kögun. Mér þykir heppilegra að meta fólk af gerðum sínum og hvernig þær stemma við það sem sagt er. Ég hef ekki staðið SDG að óheiðarleika þótt ég sé ekki sammála honum um allt.
En ég skil mæta vel að ykkur þyki ekki þægilegt að vera minnt á að þið voruð tilbúin að samþykkja grein Teits sem legit umfjöllun. Sem hún, auðvitað, var ekki.
Ragnhildur Kolka, 19.9.2012 kl. 21:55
Helga þurfti ekki að draga neitt til baka að sættast.
Sammála Ragnhildi. Þau voru tilbúin að samþykkja áróður Teits og Pétur hefur tengt Sigmund Davíð við mál sem er undarlegt að tengja hann við. Þetta skrifaði Pétur Örn í júlí (hver var maddaman?):
Hver treystir Steingrími J. Sigfússyni, eftir 29 ár á opinberu framfæri?
Hver treystir Jóhönnu Sigurðardóttur, eftir 34 ár á opinberu framfæri?
Hver treystir Bjarna Benediktssyni, með allan hans fjár-vafninga-hala?
Hver treystir Sigmundi Davíð, í ljósi skrautlegrar sögu maddömunnar fölu?
Ekkert þeirra fjögurra gæti rekið eigið fyrirtæki ... á heiðvirðan hátt.
Öll þessi fjögur eru staur-blindir, en opin-berir og sið-lausir ónytjungar,
sem beita aðferðinni -deildu og drottnaðu- á sam-tryggðan hátt.
Öll þessi fjögur eru öll fyrir eitt og eitt fyrir öll: Sið-blindir kommisarar.
Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 16.7.2012 kl. 22:44
Ólafur (IP-tala skráð) 19.9.2012 kl. 22:37
Helga þurfti ekki að draga neitt til baka eða ná sáttum, ætlaði ég að skrifa.
Ólafur (IP-tala skráð) 19.9.2012 kl. 23:02
Og ég stend við þau orð mín Ólafur. Takk fyrir að minna á þau.
Það sem mér finnst furðulegast er að Sigmundur Davíð er mun meiri maður en þið, enda hefur hann fúslega viðurkennt það í viðtölum að hann sé hluti af elítunni og sé sér meðvitaður um það og reyni að láta það ekki rugla rím sitt, eins og mér sýnist þið gera,
Hver ert þú annars Ólafur? Hvers son ert þú, vilt þú virkilega ekki kannast við föður þinn?
Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 19.9.2012 kl. 23:26
Faðir minn hét Björn Daníelsson og var skólastjóri á Sauðárkróki. Hann lést 22. júní 1974.
Ég hef ekkert að fela, en þú Ólafur?
Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 19.9.2012 kl. 23:28
Frú Kolka, af hverju hamast þú ekki frekar í Páli blaðamanni, sem skrifaði pistilinn? finnst þér stórmannlegra að vega að mér, frú Kolka?
Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 19.9.2012 kl. 23:33
Að lokum vil ég benda á þá staðreynd,
að það var enginn að ræða um SDG, fyrr en þú, frú Kolka byrjaðir að draga nafn hans inn í þessa umræðu.
Hvað veldur því? Ert það kannski þú sem ert að reyna að koma höggi á SDG?
Í tilvitnuninni sem Ólafur einhvers son dregur fram eftir mig, geri ég engan greinarmun á foringjum 4-Flokksins. Ég geri ekki mannamun eins og þú -og Ólafur líka- virðist gera.
Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 19.9.2012 kl. 23:40
Faðir minn kemur þér ekki við og reyndu ekki að láta eins og mér beri skylda til að skrifa undir fullu nafni.
Eftir fyrri ummæli þín um Sigmund Davíð ættirðu að láta það vera að hrósa honum á nokkurn hátt. En endilega reyndu persónuárásir á mig og Ragnhildi.
Ólafur (IP-tala skráð) 19.9.2012 kl. 23:47
Þetta sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sjálfur í viðtali við DV 10. september 2012:
„Á sínum tíma skilgreindi ég hvað ég átti við. Það fór ekkert á milli mála að ég skilgreindi sjálfan mig sem hluta af elítunni.“ Hann segir að sem þingmaður sé hann sjálfkrafa í betri aðstöðu til að hafa áhrif en aðrir. „Ég var að tala um þann hóp sem stýrir umræðunni í samfélaginu. Stjórnmálamenn, háskólafólk og þá sérstaklega þeir sem eru í hópi álitsgjafa, fjölmiðlamenn og forystumenn í hreyfingum atvinnulífs, hvort sem um er að ræða atvinnurekendur eða verkalýðsfélög.“ Þú ert semsagt meðvitaður um að þú tilheyrir elítunni? „Algjörlega.“
Ég virði SDG fyrir að tala hér hreint og umbúðalaust.
Á nú að álasa mér, eða Páli blaðamanni, fyrir það????
Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 19.9.2012 kl. 23:49
Hann gerir ekki mannamun. Það var þá skýring. Bara kasta öllu stjórnmálastóðinu í einn pott. Maður hefur nú heyrt það fyrr að menn kunni ekki að greina milli verka manna, heldur skiptir mestu hverra manna maður er og hvað faðir manns heitir.
Ólafur (IP-tala skráð) 19.9.2012 kl. 23:52
Hvar tala ég um syndir feðranna Ólafur? Ragnhildur hóf þennan leik.
Ég vænti að mér sé frjálst að svara fyrir mig, eða má ég það ekki Ólafur?
Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 19.9.2012 kl. 23:55
Ég skal biðja frú Ragnhildi Kolka afsökunar, ef henni finnst virkilega ástæða til þess og að ég hafi ekki mátt bregðast við þeim leik sem hún hóf í minn garð. Finnst þér virkilega ástæða til þess Ragnhildur? Ég spyr þig í einlægni.
Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 20.9.2012 kl. 00:07
Og bara að nefna það skýrt. Þar sem ég minnist á syndir feðranna í athugasemd minni 19.9.2012 kl. 16:09 er ég að vísa til orða og útlistunar Thomas Jefferson. Mig minnir reyndar að ég hafi áður vitnað til þessara orða hans og/eða haft þau í huga þá.
En þar sem það virðist hafa fokið í okkur öll, Ragnhildi, Ólaf og mig, þá langar mig, fyrir mína parta alla vega, að reyna að ljúka þessu á léttum nótum með því að vitna til einna frægustu ummæla Th. Jefferson. Kannski við 3 þurfum öll að læra að telja upp að 10, jafnvel 100 þegar fýkur í okkur:-) Ég skal alla vega reyna að muna það og tel þessa tilvitnun hæfa þessari snerru og bíð þar með sátt í málinu, fyrir mína parta:-)
When angry, count ten, before you speak; if very angry, a hundred.
Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 20.9.2012 kl. 01:49
Þið afsakið, en ég ætla bara ekki að komast frá því að svara fyrir mig, því mér láðist að svara Ólafi um það hver "maddaman" væri.
Því er til að svara Ólafur minn, að þar hafði ég vitaskuld framsóknarmaddömuna í huga, taldi að allir skildu það. Hún hefur löngum í gegnum tíðina verið þekkt fyrir að vera föl til vinstri eða hægri. Það er svo sem ekkert að því að maddaman stilli sér þannig upp, með meinta miðju sína, en það hlýtur þá líka að mega benda á það. Hélt reyndar að allir vissu þetta, sem eitthvað hafa fylgst með íslenskri stjórnmálasögu.
Nú er ég að vona að ég hafi náð að svara öllu hreint og beint sem að mér var beint. Vona svo sannarlega að það dugi og eyði þar með leiðum misskilningi.
Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 20.9.2012 kl. 02:22
Tek undir með Jennýju og Pétri. Rótgróin spilling er verðugt umræðuefni. Maður setur spurningarmerki við fólk sem kýs að bjóða sig fram fyrir þennan viðbjóð. Sigmundur Davíð er þar ekki undanskilinn.
Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 20.9.2012 kl. 08:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.