Þriðjudagur, 18. september 2012
Evran útilokar ESB-aðild Íslands
Evru-kreppan sem 17 af 27 ríkjum Evrópusambandsins glíma við mun ekki leysast á fáum árum, eins og Össur Skarphéðinsson virðist halda. Í erlendri umræðu er gert ráð fyrir að togstreitan milli ríku þjóðanna í norðri og þeirra fátæku í suðri muni halda evrunni í spennitreyju um mörg ókomin ár.
Allir læsir á erlenda umræðu sjá að í meginatriðum getur evru-kreppan farið á tvo vegu. Í fyrsta lagi að evru-ríkjunum takist að smíða ríkisvald í kringum gjaldmiðilinn sem fæli í sér miðstýrða fjárlagagerð og greiðslujöfnun milli norðurs og suðurs. Í öðru lagi að evru-samstarfið liðist í sundur, ýmist alfarið og evran falli út sem gjaldmiðill, eða að þeim fækki sem nota evruna.
Á meðan evru-ríkin 17 glíma við gjaldmiðilinn munu þau tíu sem eru í Evrópusambandinu, en deila ekki sameiginlegum gjaldmiðli, endurskoða samstarfið við evru-ríkin. Engar líkur eru á því að Bretland, Danmörk, Svíþjóð og Pólland taki upp evru í fyrirsjánlegri framtíð, - eða næstu fimm til tíu árin.
Aðildarsinnar og andstæðingar aðildar Íslands að Evrópusambandinu virðast samstíga í að draga þá niðurstöðu að valið á milli gjaldmiðla á Íslandi er króna eða evra. Á bakvið þessa niðurstöðu liggur sannfæring í báðum herbúðum að nýr gjaldmiðill sé meginröksemd fyrir aðild Íslands að Evrópusambandinu. Þegar það liggur fyrir að evran verður í uppnámi næstu árin og Evrópusambandið sömuleiðis er einboðið að gera hlé á viðræðum við Evrópusambandið um aðild Íslands.
Koma þarf húsinu í lag | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Held að það þurfi engan geymvísindamann, til að sjá að suður Evrópa og norður Evrópa,geta aldrei verið með sama gjaldmiðilinn,þetta er einungis spurning um hvað þýskir skattgreiðendur eru tilbúnir til að láta pína sig lengi.
Fyrr eða síðir munu þeir segja hingað og ekki lengra.
Í dag var hið háa Alþingi að fjalla um frumvarp til laga um innflytjendur.
Réttur og skildur innflytjenda samk. Stjórnarskránni.
65.gr. stjórnarskrárinnar "konur og karlar skulu njóta jafns réttar í hvívetna"
Getur verið að sumir innflytjendur sem fengið hafa hér ríkisborgararétt, og aðhyllast(eru þeirrar trúar)þar sem konur hafa ekki jafnan rétt á við karla, hafi fengið ríkisborgararétt á röngum forsendum.
Því er spurt er verið að brjóta stjórnarskrána með því að veita þessum einstaklingum ríkisborgararétt.
Jón Ólafur (IP-tala skráð) 18.9.2012 kl. 19:50
Þess má geta, að tillögur um "lausn" evruvandans fela í sér, að ESB taki að sér yfirstjórn bankamála allra ESB ríkjanna, og að þau ríki sem ekki eru í evrunni, borgi jafnt og aðrar í björgunarsjóði.
Sem sagt, evruþjóðirnar ætla að stjórna bankamálum Evrópu, gjaldmiðlamáluum o.sv.frv., án þess að ríki utan samstarfsins fái nokkru ráðið.
Evrubjörgunin verður þungamiðja evrópskra efnahagmála í mörg ár. Á þessum tíma þarf að bjarga einstökum ríkjum, fylkjum, borgum, og það sem verra er, bönkum. Lagst verður í umfangsmikla peningaprentun, kaup skuldabréfa gjaldþrota ríkja sem markaðurinn vill ekki sjá, verða fjármögnuð með skattfé og aukinni verðbólgu, og skattlagningu bankakerfisins, líka hjá þeim ríkjum utan evru, sem ekki eru í vanda.
Búlgarir sem töldu sig hólpna, með því að neita upptöku evru, þurfa því samt að punga út fé, sem þeir eiga ekki. Það gerist ekki öðruvísi en með lántökum, skattlagningu og hríðversnandi lífskjörum.
Með öðrum orðum, evru-ESB ætlar að blóðmjólka þjóðir sem kemur evran ekki við. Og hvernig skyldi það enda?
Evrópa í báli, einn ganginn enn?
Hilmar (IP-tala skráð) 18.9.2012 kl. 19:55
Ert þú laumu aðildarsinni Páll?
Ef hlé er gert, þá malla samþykktinar áfram, já áfram Páll.
Það ber að slíta
og vinda ofan af aðlöguninni.
Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 18.9.2012 kl. 21:59
Ekki vera hræddur við Þorstein Pálsson Páll?
Við segjum skýrt við samfýósa allra flokka og það enn og aftur:
Það ber að slíta
og vinda ofan af aðlöguninni.
Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 18.9.2012 kl. 22:06
Kúgun eins og Hilmar lýsir endar alltaf með báli, styrjöld, nema það sé stoppað í tæka tíð.
Pétur, ég held ekki að Páll sé laumu-neitt en er fullkomlega sammála að það eigi að SLÍTA þessu rugli og hef alltaf verið á þeirri skoðun. Það er alltof vægt að tala um að leggja það þið hliðar. Þetta var nauðgun og nauðgun á að stoppa.
Elle_, 18.9.2012 kl. 22:37
Í praxis er það sami hlutur að slíta og gera hlé. Rýnivinnan er unnin. Þar fyrir utan hefur fátt markvert gerst fyrir utan einhvern samkvæmisleik með að opna og loka köflum sem eru innleiddir í gegn um EES + breytingar á einhverjum tölvukerfum og stöðlum sem skipta litlu í hinu stærra samhengi.
Sem betur fer hefur ríkisstjórnin ekki haft bolmagn til aðlögunar í stærri köflunum.
Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 18.9.2012 kl. 22:59
Elle, í mínum huga er það eins konar hrein og tær yfirlýsing um sjálfstæði og fullveldi, þannig séð eins konar íslensk útgáfa af Declaration of Independence, þeas. Slit frá EU federalíska kerfis bákninu, eða með vísan til sambandsslita Íslands frá Danmörku á sínum tíma,
að segja það af fullkomnum skýrleika:
Það ber að slíta sambands-aðlöguninni.
Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 18.9.2012 kl. 23:05
Hans, í praxis er það alls ekki það sama að gera hlé, eða að slíta.
Að gera hlé er moðsuða.
Að slíta er afdráttarlaus yfirlýsing.
Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 18.9.2012 kl. 23:08
Já, að mínum dómi skiptir orðalagið líka miklu máli. Orðalagið ´gera hlé´ og ´leggja til hliðar´ lýsir ekki að maður vilji SLÍTA SIG burtu frá þessari yfirráðapest sem níðist á litlum ríkjum. STOPPA framhaldið. Við ættum að slíta öllu stjórnmálasambandi við þetta veldi.
Elle_, 18.9.2012 kl. 23:15
Nánast á hverjum degi er þingið að samþykkja,
átómatískt og heilalaust eins og róbótar að verki,
að samþykkja og innleiða tilskipanir frá ESB.
Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 18.9.2012 kl. 23:32
Að opna og loka köflum er bara samkvæmisleikur.
Að samþykkja og innleiða, átómatískt og heilalaust,
tilskipanir beint frá Brussel er hins vegar það sem er á meðan á fullu gasi
á vanhæfu þingi vanhæfrar stjórnar og rislítillar stjórnarandstöðu.
Þingið er í dag bara róbóta-fjós.
Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 18.9.2012 kl. 23:42
Sammála Elle, orðalagið skiptir öllu máli.
Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 18.9.2012 kl. 23:50
Jón Ólafur bendir td. á eitt mál, bara í dag, reyndar mjög viðkvæmt mál, þar sem tilskipanir Brusselveldisins togast á við Stjórnarskrá íslenska lýðveldisins.
Mér hefur skilist að innlimunarsinnar gefi nú lítið fyrir þá stjórnarská. Þeir vilja nýja "smooth operator" stjórnarskrá.
Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 19.9.2012 kl. 00:12
Hvort umsókn verði dregin til baka eða lögð til hliðar skiptir kannski ekki öllu máli, þó vissulega sé stigsmunur þar á.
Það sem mestu máli skiptir er að svo verði gengið frá þessu máli að aldrei verði lagt af stað aftur nema með vilja þjóðarinnar, að svo verði gengið frá þessu máli að þjóðaratkvæði þurfi til að hefja viðræður aftur.
Gunnar Heiðarsson, 19.9.2012 kl. 07:56
Það ber að slíta
og vinda ofan af aðlöguninni, sem stefnir nú þegar í átt að fasisma.
Það er nú þegar búið að aðlaga okkur inn í fordyri helvítis.
Allir þeir sem reyna að halda einyrkja- og smáfyrirtækjum lifandi
vita að að reglugerðarbáknið hér á landi er nú þegar orðið kyrkjandi,
enda er það meginmarmið Brusselvaldsins, fh. auðhringja og ofur-banka,
að drepa niður alla millistétt og gera meginþorra fólks að þrælum.
Það er algjört lylkilatriði að almenningur geri sér grein fyrir þessu.
Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 19.9.2012 kl. 11:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.