Umbun útvaldra og Gutti jafnaðarmaður

Hálfrar milljón króna kauphækkun ráðherra Samfylkingar til forstjóra Landsspítalans fær ekki staðist lágmarkssiðferði í samskiptum opinberra starfsmanna og ríkisvaldsins.

Forsenda fyrir því að Landsspítalinn veitir enn góða þjónustu þrátt fyrir niðurskurð er samstaða alls starfsfólksins. Með því að taka forstjórann út fyrir sviga og umbuna honum sérstaklega er framlag annarra starfsmanna lítilsvirt.

Ráðherra getur aðeins bætti fyrir lítilsvirðinguna með tvennum hætti. Í fyrsta lagi afturköllun launahækkunarinnar og í öðru lagi afsögn ráðherradóms.


mbl.is Reiðin á spítalanum alvarlegt mál
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Algjörlega sammála þessu.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 18.9.2012 kl. 11:12

2 identicon

Þetta er kannski al-alvarlegasta málið:

"Aðspurður hvort læknar séu hræddir við að tjá sig segist Steinn þekkja dæmi þess að læknar séu teknir á teppið fyrir að tjá sig í fjölmiðlum um mál sem kunni að vera framkvæmdastjórn spítalans óþægileg."

Þöggunin og valdbeitingin hefur einnig einkennt umræðuna um fyrirhugað Hátækni-skrímslið við Hringbrautina, galtómu steypuna.  Þeir læknar sem ég þekki eru allir sammála um að nýbyggingaráformin við Hringbrautina séu geðveiki á þessum tímum blóðugs niðurskurðar.

En ... þeir þora ekki að tjá sig, því þá verða þeir kallaðir á teppið.

Þannig samfélag, þar sem menn óttast um öryggi sitt og afkomu, ef þeir tjá hug sinn opinberlega, er beinlínis orðið fasískt ... nú á vakt helferðar hjúanna Steingríms J. og Jóhönnu Sig. 

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 18.9.2012 kl. 13:20

3 Smámynd: Hvumpinn

Þrælsóttastjórnunin á Landspítalanum hefur gert það að verkum að allir starfsmenn spítalans óttast um vinnuna sína.  Sumir geta ekki unnið annar staðar en þar vegna sérhæfni menntunar sinnar.

Fjöldi starfsmanna spítalans er í veikindaleyfi vegna eineltismála og kúgunar af hálfu yfirmanna sinna, sem sjálfir eru hræddir um eigin stöðu.

Hvumpinn, 19.9.2012 kl. 11:53

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ljótt að heyra Hvumpin það verður að fara ofan í þessa sauma.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 19.9.2012 kl. 12:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband