Mánudagur, 17. september 2012
Evra er pólitík frá a til ö
Aðalhagfræðingur Seðlabankans, Þórarinn Pétursson, segir ekki nema hálfa söguna þegar hann segir það pólitíska ákvörðun hvort Ísland taki upp evru með aðild að Evrópusambandinu.
Evran er sem gjaldmiðill pólitískt verkfæri Frakklands og Þýskalands í samrunaferli álfunnar. Kreppa evrunnar stafar af því að ekki er fyrir hendi hjá Evrópusambandinu nauðsynleg tæki ríkisvaldsins til að bregðast við ólíkri hagþróun og hagstjórn í öllum kimum evru-svæðisins.
Enginn veit hvort og þá hvenær Evrópusambandinu tekst að bjarga evrunni. Á hinn bóginn vita allir sem vilja vita að evran mun gerbreyta Evrópusambandinu.
Ef Seðlabanki Íslands ætlar ekki að verða fullkomlega viðskila við heilbrigða skynsemi getur ráðlegging hans ekki verið önnur en sú að Ísland ætti að bíða átekta næstu fimm til fimmtán árin á meðan evru-ríkin 17 og ESB-ríkin 27 ráða ráðum evrunnar.
Lítill ábati af evruaðild | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þá er Seðlabankinn loks búinn að viðurkenna að peningamálastefna bankans frá 2001 var eitt alsherjar bull, þar sem smæsti gjaldmyðill á norðurhveli jarðar var settur á flot, stýrivextir settir í hæstu hæðir,og hundruðir miljarða streymdu til landsins til að fá bestu ávöstun í heimi, og krónan styrkdist svo mikið, að var til vandræða fyrir útflutninginn.
En það er athygglisvert að Seðlabankinn, mynnist ekkert á 1000 miljarða snjó hengjuna.
Það er ekki nema ein leið út úr þessu rugli að taka upp ríkisdal,og setja gömlu krónuna í gjaldeyrishöft til næstu 10-20 ára.
Jón Ólafur (IP-tala skráð) 17.9.2012 kl. 20:32
Jón Ólafur, ef þú fylgist með umræðu í bandarískum fjölmiðlum, þá ætti þér að vera það fullljóst að með nýjusta rafræna takkaleik Fed, QE3, er það álit flestra að það stefni í óðaverðabólgu í USA, samhliða gengisfalli dollarsins,
sem Hægri Grænir hafa viljað tengja ríkisdalinn við.
Mér finnst það vægast sagt mjög varhugaverð hugmynd á þeim umbrotatímum sem við lifum nú, þar sem olíu-dollarinn getur lent í gengisfalli fyrr en varir.
Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 17.9.2012 kl. 22:45
Og vitaskuld gildir það viðlíka um evruna og dollarinn. Rafrænn takkaleikur í stíl Ponzi leikjafræði gengur aldrei til lengdar. Sá leikur endar með ósköpum og hruni. Þess vegna sanka nú td. Kínverjar að sér gulli til að þurfa ekki að þola of mikið fall vegna dollarsins og evrunnar. Vandinn í Kína er hins vegar svo svakalegur að þar munu væntanlega brjótast út borgarastyrjaldir, eða þá að þeir stefni að stríði við Japan. Ekkert er nýtt undir sólinni Jón Ólafur minn.
Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 17.9.2012 kl. 22:54
Og nú líkir Weidmann, bankastjóri þýska Bundesbank rafræna takkaleik Draghi og Bernanke við freistingar kölska sjálfs, skv. frétt á DT. Hér talar hann í anda Jefferson og Madison ... og Goethe. Það stefnir allt í Inferno Dantes, hvað varðar evruna:
Although he did not directly refer to the ECB's bond buying plans, Mr Weidmann said that central banks that promise to create unlimited amounts of money risk fuelling inflation and losing their "credibility". In a speech in Frankfurt, he said:
If a central bank can potentially create unlimited money from nothing, how can it ensure that money is sufficiently scarce to retain its value? Is there not a big temptation to misuse this instrument to create short-term room to manoeuvre even when long-term damage is very likely? Yes, this temptation is very real, and many in the history of money have succumbed to it.
If one looks back in history, central banks were often created precisely to give the monarch the freest possible access to seemingly unlimited financial means. The connection between states’ great financial needs and a government controlling the central bank often led to an excessive expansion of the money supply, and the result was devaluation of money through inflation.
The independence serves much more to establish with credibility that monetary policy can concentrate without hindrance on keeping the value of money stable.
Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 18.9.2012 kl. 15:26
Eru ekkert nema samfylktir evru-hálfvitar í svörtu kössunum niður við Kalkofnsveg?
Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 18.9.2012 kl. 15:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.