Mánudagur, 17. september 2012
Seðlabankinn þjónustar Samfylkingu
Seðlabankinn lýtur stjórnvaldi ríkisstjórnarinnar sem sent hefur umsókn til Brussel um ESB-aðild Íslands. En jafnvel þó ESB-sinnar eru fleiri heldur en færri í Seðlabankanum þá geta þeir ekki lokað augunum fyrir upplausn evru-svæðisins. Í nýútkomnu riti Seðalbankans um gjaldmiðlamál segir þetta um evruna
Í megindráttum er vandi evrusvæðisins tvíþættur. Í fyrsta lagi liggur hann í hönnunargöllum þar sem myntsamband er ekki stutt af samsvarandi ríkisfjármála- og bankasambandi. Í öðru lagi liggur hann í langvarandi agaleysi í opinberum fjármálum í mörgum evruríkjanna.
Nú er ábyrgðahluti að leggja til að Ísland leiti eftir inngöngu í myntbandalag sem þjakað er af hönnunargalla og leiði til agaleysis í ríkisfjármálum.
Enda er það svo að Már Guðmundsson Seðlabankastjóri lætur ekki nafn sitt við skýrsluna heldur er það aðalhagfræðingur bankans, Þórarinn G. Pétursson, sem fylgir henni úr hlaði.
Þórarinn er yfirlýstur ESB-sinni og leggur sig fram í góðum samfylkingaranda að tala niður krónuna. Þegar búið er að tefla fram tölum sem sýna hversu illa krónan hefur reynst okkur frá því snemma á síðustu öld kemur þessi efnisgrein
Eigi að síður þróast Ísland á þessu tímabili frá því að vera með tekjulægri ríkjum Evrópu yfir í að vera með þeim tekjuhærri, sé miðað við landsframleiðslu á mann. Það varð þó ekki vegna þrálátrar verðbólgu enda fylgir henni efnahagslegur kostnaður.
Nei, auðvitað Þórarinn, krónan kemur því ekkert við að Ísland varð nútímalegt velferðarþjóðfélag með krónu sem gjaldmiðil.
Reyndu aftur, Þórarinn.
Athugasemdir
Seðlabankin er enn eitt fyrirbærið sem núverandi ríkisstjórn hefur eyðilagt.
Pólitískur stjórinn ráðin fyrir enn afdankaðri og pólitískari leppa.
Agaleg skelving. Hreint og beint.
jonasgeir (IP-tala skráð) 17.9.2012 kl. 18:05
Doktor Michael Walker
"sagði Walker sem segir bankahrunið hinn augljósa sökudólg, en það skýri þó ekki stöðuna að öllu leyti og bendir hann á að Ísland hafi verið byrjað að falla niður listann nokkru áður en bankahrunið reið yfir.
Þar kennir Walker lélegri framkvæmd peningastefnu einna helst um. Hið opinbera hafi misst stjórn á verðbólgunni og telur hann að ákvarðanir sem teknar voru í hagstjórninni hafi að einhverju leyti átt þátt í því hvernig fór.
Gjaldeyrishöftin og regluverkið í kringum þau eiga töluverðan þátt í því hversu hratt Ísland hrapar niður listann. Walker segir þó að krónan sem slík sé ekki vandamálið, enda megi þakka henni þann bata sem orðið hefur í íslensku efnahagslífi.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 17.9.2012 kl. 18:09
http://eyjan.pressan.is/frettir/2012/09/17/althjodleg-uttekt-um-vidskiptafrelsi-island-hrapar-nidur-listann-peningastefnan-faer-a-baukinn/
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 17.9.2012 kl. 18:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.