Mánudagur, 17. september 2012
ASÍ í einangrun með Samfylkingu
Alþýðusamband Íslands, ASÍ, stendur í eitt uppi með þá stefnu að Íslands skuli ganga inn í Evrópusambandið af þeim aðilum vinnumarkaðarins sem taka þátt í umræðunni. ASÍ er þannig eini almenni félagsskapurinn sem styður Brusselbrölt Samfylkingar, eins og Evrópuvaktin vekur athygli á.
Forysta Alþýðusambandsins hefur aldrei haft fyrir því að spyrja félagsmenn sína um afstöðu þeirri til aðildar Íslands að Evrópusambandinu.
Er ekki kominn tími til að tengja, Gylfi og félagar?
Athugasemdir
Þeir þurfa að losa sig við Gylfa Arnbjörnsson, það er nokkuð ljóst.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 17.9.2012 kl. 15:30
ASÍ er risaeðla, komin að fótum fram.
Gústaf Níelsson, 17.9.2012 kl. 16:42
Því má ekki gleyma að ASÍ er samband stéttarfélaga og aðeins örfá stéttarfélög eiga þar beina aðild.
Þeir sem hafa orðið og atkvæðisrétt hjá ASÍ eru því yfirleitt fulltrúar hinna almennu stéttarfélaga - ekki hinn venjulegi launþegi.
Það þarf því að kafa aðeins dýpra til þess að kanna vilja hins almenna launþega.
Kolbrún Hilmars, 17.9.2012 kl. 17:12
ASÍ í einangrun með Samfylkingu ... og Villa
Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 19.9.2012 kl. 00:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.