Laugardagur, 15. september 2012
Samfylkingardeild Sjálfstæðisflokksins komin út í horn
Stuðningurinn við Baug og ESB-aðild eru dæmigerð fyrir þau einsmálsstjórnmál sem Samfylkingin rekur, sagði Björn Bjarnason í viðtali á Fullveldisvaktinni á Útvarpi Sögu sl. fimmtudag. Í Sjálfstæðisflokknum starfar óformlegur félagsskapur manna sem fylgja Samfylkingunni að málum og sjá helst fyrir sér endurvakta hrunstjórn flokkanna tveggja.
Fréttablaðið, sem Jón Ásgeir fyrrum Baugsstjóri rekur, er miðstöð samfylkingardeildar Sjálfstæðisflokksins. Forstjórinn Ari Edwald, ritstjórinn Ólafur Stephensen og dálkahöfundurinn Þorsteinn Pálsson eru þar fyrir á fleti. Ólafur og Þorsteinn tala seint og snemma fyrir ESB-umsókn Samfylkingarinnar.
Þorsteinn Pálsson metur það svo að ESB-umsóknin sé að deyja í höndunum á Össuri og Jóhönnu. Við það slitnar taugin á milli móðurflokksins og sellunnar í Sjálfstæðisflokknum og eðlilega er Þorsteinn með böggum hildar.
Þegar ESB-málið er farið er Baugsarfleifðin eina tengingin á milli samfylkingardeildarinnar og Samfó proper. Og það veit ekki á gott á kosningavetri. Spyrjið bara Guðlaug Þór.
Evrópumálunum ýtt til hliðar? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ég bara trúi því ekki að guðirnir hafi náð að verða svo leggjalangir að snerta jörðina, þessa venjulegu jörð okkar hinna venjulegu og dauðlegu.
Kögunarhóllinn að moldu að verða, rúst? Það er kraftaveki líkast.
Kannski Óli ritstjóri biðji pastor Þóri, pabba sinn Stephensen að flytja líkræðuna?
Sr. Þórir, fermingarprestur minn, kann alla vega að skrifa og flytja líkræður. Vel við hæfi að hann flytji líkræðuna í Valhöll.
Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 15.9.2012 kl. 20:21
Nei, bræðingur Borgara-Hreyfingar-Dögunar mun nú ferðast um á nýrri rútu með sjálfan kosningasmala Össurar Skarphéðinssonar í bílstjórasætinu. Það segir amk. Lýður Árnason í pistli á dv.is.
Skyldi gamli kosningasmali Össurar ná að blekkja hrekklaust fólk í Dögun og keyra beinustu leið til Brussel?
3. hjólið er enn undir helferðarrútunni og áfram, já áfram skröltir hún enn, nú undir nafni "Dögunar í kvöld", eins og Lýður titlar pistil sinn á dv.is. Hvað þýðir þetta "kvöld" hjá Lýð?
Að rútan komi að kvöldlagi, kannski í skjóli leyndarhyggju og baktjaldamakks, til Brussel?
Er það hyggja Dögunar, með þá Borgara-Hreyfingar-innlimunarsinnana innanborðs?
Hver fjármagnar annars nýju rútuna fyrir Dögun? Og hver fjármagnar bílstjórann og kosningasmala Össurar, í nýju fötum keisarahirðarinnar?
Nú væri þarflegt og gott að sú ágæta kona Ásthildur Cesil segði okkar hennar skýringu á þessu undarlega háttalagi og ferðalagi Dögunar inn í niðdimmt kvöldið.
Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 15.9.2012 kl. 22:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.