ESB-félagarnir Össur og Ögmundur horfa norður

Óopinbert leyndarmál í vinstri kreðsum er að félagarnir Össur Skarphéðinsson og Ögmundur Jónasson hafi samið um það á síðustu dögum ríkisstjórnar Geirs H. Haarde að Samfylking og VG mynduðu stjórn á þeim forsendum að Össur fengi að sækja um ESB-aðild.

Ögmundur, sem er sannfærður andstæðingur aðildar, studdi þingsályktunartillögu Össuar 16. maí 2009 um að sækja um aðild með eftirfarandi rökstuðningi.

Hluti af veruleika okkar er sá að drjúgur hluti þjóðarinnar trúir því að okkur verði betur borgið innan Evrópusambandsins. Ég er algjörlega á öndverðum meiði og þar til ég sannfærist um eitthvað annað mun ég láta hressilega heyra frá mér í þá veru. 

Ögmundur fattaði um síðir að aðildarumsókn krefst aðlögunar og hefur látið hressilega heyra í sér, þótt ekki hafi hann enn sem komið er séð til þess að umsóknin verði afturkölluð.

Rétt eins og félagarnir Össur og Ögmundur voru í samstarfi um að lóðsa ESB-umsóknina í gegnum þingið þá virðast þeir samstíga að vekja athygi á málefnum norðurslóða og tækifærum Íslendinga þar. Össur skrifar reglulega um norðrið og í morgun var Ögmunduir með pistil í Morgunblaðinu um sama mál og fær lof fyrir hjá Evrópuvaktinni.

ESB-umræðan er hægt en örugglega að deyja. Jóhanna Sig. forsætisráðherra nefndi ekki ESB-umsóknina á nafn í stefnuræðu sinni og þessi áhersla Össurar og Ögmundar á norðrið er til marks um áhugaleysi á umsókninni.

Í því ljósi verður aðalsamningamaður Íslands gagnvart Brussel, Stefán Haukur Jóhannesson sérstaklega aulalegur þegar hann er sendur út á land í pólitískum erindagjörðum að tala fyrir ESB-umsókninni. Yfirboðari Stefáns Hauks nennir ekki að tala fyrir umsókninni en skósveinninn ber það bull á borð að Íslendingar geti grætt á aðild. Alfyndnast í málflutningi Stefáns Hauks er eftirfarandi

Stefán Haukur sagði vinnu við samningsmarkmið í sjávarútvegsmálum í fullum gangi.

Stefán Haukur og félagar hafa haft meira en þrjú ár að búa til samningsmarkið Íslands. Þeir eru enn í ,,fullum gangi" með þá vinnu. Jamm. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vinsamlegast sýndu þá sómatilfinningu, eins og siðmenntuðum manni sæmir, hvað sem líður öllum skoðanaágreiningi, að setja ekki undir sama hatt hinn sómakæra og grandvaramann Ögmund Jónasson, sem er orðinn einn af máttarstólpum og bjargvættum þessa samfélags, í krafti hugrekkis síns og hreinleika hjarta síns að fylgja eigin samvisku hvað sem líður hótunum og mútum, og pólítískumelluna undirgefnu sem um verður sagt það sem Mussolini sagði um almennning á sínum tíma að "hann er sem mella sem leggst ávallt undir þann sterkasta". Maður sem er vandur að virðingu sinni setur svona menn ekki undir sama hatt, frekar en að grandvar og góður vinstrimaður myndi setja John Stuart Mill og Mussolini í sama flokk! Ég vil hvetja Ögmund Jónasson til að fylgja áfram eigin samvisku, vitsmunum og hjarta góðs drengs!

Hrafna Flóki (IP-tala skráð) 15.9.2012 kl. 11:42

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

.....og jæja Lögmundur!!

Helga Kristjánsdóttir, 15.9.2012 kl. 12:30

3 identicon

Hrafna Flóki, það er alveg sama hvursu dapurlegt þér þykir það, þá er það ískaldur og nöturlegur sannleikur að guðfeður þessarar helferðarstjórnar eru Ögmundur Jónasson og Össur Skarphéðinsson.

Ég skil hins vegar afskaplega vel að þér leiðist það, að Ögmundur, sá ágæti og grandvari maður skyldi fallera fyrir "vinstra" bullinu í hrun-ráðherranum Össuri á þeim tíma, því það var gulrót Össurar og þar var Ögmundur því miður í hlutverki asnans, sem trúði því að gulrótin héti "vinstri", en gulrót er bara gulrót. 

Það hélt ég að svo vel gerður maður eins og Ögmundur er á flestan hátt, ætti að hafa vit til að skilja.  Það er alla vega alveg ljóst að það er kominn tími til að Ögmundur átti sig aftur á því, líkt og fyrst þegar hann bauð sig fram sem óháður, að allt tal kremlísku fasistanna um "vinstri" og "hægri" er einungis gert til að sundra almenningi þessa lands. 

Í ríkisstjórn hjúa ESB og AGS hefur Ögmundur Jónasson, því miður, tekið þátt í þeim arga "vinstri"/"hægri" sundrungarleiks spunatrúðsins og hrun-ráðherrans Össurar Skarphéðinssonar í svínastíunni.

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 15.9.2012 kl. 13:42

4 identicon

Það væri þarft verk að Ögmundur gerði nú í eitt skipti fyrir öll heiðarlega grein fyrir því hvernig í pottinn var búið varðandi Icesave, ESB og samningana við Deutsche Bank og hrægamma auðræðis glóbalista uber bankanna federalísku.

Það að hafa vikið úr stjórn um tíma gefur Ögmundi enga friðhelgi að um hann geti skautað yfir það að gera skýra og glögga grein fyrir sögunni allri, já sögunni allri, líkt og Atli og Lilja hafa gert af miklum manndóm.

Hvar er manndómur þinn Ögmundur, meðan þú hírist enn í rekkju með Össuri Skarphéðinssyni, undir nafni "vinstri velferðar" ... með leyfi að spyrja, velferðar hverra?  Ykkar saman í ráðherradómi???? 

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 15.9.2012 kl. 13:57

5 identicon

Ögmundur hefur skrifað mjög góða grein um það hvernig hann finni til samstöðu með þremur mismunandi hugmyndfræðilegum stefnum, liberalisma, sósjalisma og anarkisma (hinni einu, hreinu og tæru lýðræðisstefnu, án valdboða að ofan, án forræðishyggju ríkisvaldsins, sem bara setur okkur fleiri og fleiri lög og reglugerðir til að -með orðum Lao Tze- létta ræningjunum þjófnaðinn frá almenningi).

Að þessu leyti er Ögmundur líberalískur lýðræðissinni, með sósjalískan undirtón, þeas. að frelsi okkar einstaklinganna skuli vera samfélaginu öllu til heilla og okkur öllum til hagsbóta þar með.  Vissulega gerir það kröfur til þess að fólk sé heiðarlegt, sanngjarnt og jafræðislega sinnað.  En það er nú einmitt það sem allur hinn sauðsvarti almenningur er.   Þess vegna skil ég ekki vandamálið, að alltaf sé verið að draga okkur í einhverja "vinstri" eða "hægri" dilka.  Ég er hvorki vinstri né hægri, heldur reyni bara að vera heiðarlegur og hlusta eftir samvisku minni og hún er mótuð af samvisku okkar allra, sem býr í hjarta okkar og í viti mannsands að gera glöggan greinarmun á röngu og réttu.  Ofvaxið ríkisvald 4-flokksins er í raun hlálegt, séð í því ljósi að við erum bara krækiber, eitt lítið sandkorn á sveimi í öllu júniversinu.

Hugsið um það, hvað þetta er í raun grátbroslega fyndið, eiginlega óþolandi gráglettni, að hér skuli þessi litla þjóð, sem er svo lánsöm að búa á gósenlandi, karpa alla daga um keisarans skegg Össurar, sem er ekki einu sinni sandkorn í öllu júniversinu. 

Ömmi minn, stöndum nú saman og hættum þessu rugli.  Já og horfum til norðurslóða, þangað sem við stefndum á ferð okkar fyrir um 1150 árum síðan.  Hér eigum við heima, en ekki í mið-evrópsku brölti hins rómversk kaþólska kirkjuveldis Habsburgaranna og páfans í Róm. 

Nú mótmælum vér öll.  Segjum Nei við relikka sölu og tíundum Habsburgaraveldisins í líki 4. ríkisins.  Þeir mega brosa til austurs í tví- og þríhliða samningum við Rússa og Kínverja.  Hvern djöfulinn kemur okkur það valdabrölt við?  Spurðu spunatrúðinn Össur um það og segðu honum svo bara að dansa eins og honum listir, já segðu við hann eins og Einar Már gæti sagt:  "Dansaðu fíflið þitt, dansaðu" ... eitt skref til vinstri og tvö skref til hægri ... snúa, snúa ofg dúdderí dú og segðu svo við hann Össur, áður en þú ´ríst úr rekkju hans og girðir þig í brók:  "Þér eruð auli Össur, það vissi gamli góði prédikarinn strax fyrir 2500 árum síðan."  Hefurðu manndóm í þér til þess Ömmi minn?

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 15.9.2012 kl. 15:27

6 Smámynd: Steinarr Kr.

Af hverju þorir Hrafna Flóki, sem mærir Ögmund svona mikið, ekki að koma fram undir fullu nafni?

Steinarr Kr. , 15.9.2012 kl. 17:39

7 identicon

Það er kominn tími til að Ögmundur og Guðfríður Lilja komi út úr ESB skápnum.

Það verður ekki bæði sleppt og haldið.  Það líður hratt að kosningum! 

Hrafna Flóki sendi hrafna sína, þá Huginn og Muninn til að huga að landsýn.  Nýlega vígði Ögmundur minnismerki um Hrafna Flóka í Fljótum í Skagafirði. 

Kannski Hrafna Flóki sé Ögmundi skyldur? 

Ég hef sent þér fyrr í dag tölvupóst Ögmundur, þar sem ég bendi þér á að þú getir svarað því hér, jhreint og beint og heiðarlega, hvort Hrafna Flóki sé þér skyldur?

Ber að túlka þögn þína sem samþykki þitt við þeirri tilgátu?

Eða ber að túlka þögn þína á þamm veg, að þú þykist ætla að rísa úr rekkjubæli ykkar Össurar?  Eða ekki?  Hvort er það Ögmundur?

Mundu það eitt Ögmundur, að krabbaháttur þinn mun áfram, já áfram viðhalda þínum gömlu pólitísku andstæðingum, en það sem verra er, ef þú missir einnig frá þér þá sem áður treystu þér, en gera það vart lengur.  En líkast til er þér drullu sama um allt nema stundarhagsmuni þína í opinbera lífeyrissjóðakerfinu, þar sem fyrstir koma, fyrstir fá, líkt og þú.

Eða dvelur kannski hugur þinn nú helst við það, að þín bíði sendiherra djobb  á vegum hins samtryggða 4-Flokks?

Þér hefur fundist að enginn innan stjórnsýslunnar þurfi að bera nokkra ábyrgð á vanhæfni og andvaraleysi sem endaði hér með HRUNI haustið 2008.  Öruggleg er allur 4-Flokkurinn óskaplega ánægður með þannig dómsmálaráðherra.  Nú virðist mér það gilda helst hjá þér að passa sig, passa sig nógu vel og passa 4-Flokkinn sinn nógu vel.

Og kannski þú endir þá með að skrifa pistla í stíl Eiðs Svanbergs Guðnasonar?

Hvursu dapurlega munu þá dagar lífs þíns verða og litlausir í augum okkar sem eitt sinn töldum þig mannkostum nokkrum búnum, þó ekki hafi það verið svo miklum og ofhlöðnu sem Hrafna Flóki telur þig vera.

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 15.9.2012 kl. 20:05

8 identicon

Ég er ekki skyldari Ögmundi en öðrum sem hér hafa ritað, líklegast erum við eitthvað blóðskyldir aftur á 17.öld eða svo, líkt og ég er skyldur flestum öðrum Íslendingum. Ég er heldur ekki flokksbróðir hans, persónulegur vinur, né kunningi. Ég er bara venjulegur maður, sem ber mikla og djúpa virðingu fyrir því að á vondum tímum mútuþægni skuli vera hér á landi maður sem biður stórveldinu Kína, mannréttindabrotum þess og ofríki byrginn, og verndar það sem rétt er og framtíðar hagsmuni mannkynsins, gegn ofríki fasista. Maður sem skilur að nokkru leyti stað sinn í tilverunni, hlutverk sitt, og mikilvægi. Maður sem lætur ekki kúga sig, hvorki með rógsherferðum né mútum. Og við erum að tala um mann, mann eins og okkur hin, sem titraði og skalf þegar borinn var upp á hann rasismi fyrir að vilja ekki sjá hérna viðskiptajöfurinn Kínverska sem starfaði einmitt svo mikið í Tíbet, þar sem Kínverjar eru að murrka lífið úr heilli þjóð og þurrka út menningu hennar smám saman. Þetta er alvöru maður sem gengur á Guðsvegum, hvort sem hann skilur það eða trúir yfirhöfuð á Guð. Sama verður ekki sagt um mellur og hyski eins og Össur og önnur viðryni sem nú stjórna þessu landi, og munu leiða það til glötunar ef þau verða ekki stöðvuð! Það borgar sig ekki fyrir neinn að rugga bátnum sem heldur þessu öllu á floti, og hefur alltaf gert...

Hrafna-Flóki (IP-tala skráð) 16.9.2012 kl. 23:31

9 identicon

Hugrekki er ekki hið sama og óttaleysi. Hugrekki er að finna fyrir óttanum og lamandi áhrifum hans, en bjóða honum samt byrginn, gera samt það sem rétt er. Í anda hins sanna hugrekkis vinnast góðverk og framfarir verða til, en ekki í anda "hins hráa styrk", óttaleysis dýrsins, sem nazistar og andlegir bræður þeirra tilbáðu og hófu upp á stall, sem er í raun einskis virði. Hið góða mun sigra.

Hrafna-Flóki (IP-tala skráð) 16.9.2012 kl. 23:37

10 identicon

Ögmundur lofaði mér svari, en þá birtist Hrafna Flóki eftir dúk og disk. Ja vell.

Hrafna Flóki segir: "Sama verður ekki sagt um mellur og hyski eins og Össur og önnur viðryni sem nú stjórna þessu landi, og munu leiða það til glötunar ef þau verða ekki stöðvuð!"

En hver kom þeim til valda, sem guðfaðir, ásamt Össuri, þeim "mellum og hyski eins og Össuri og öðrum viðrinum sem stjórna þessu landi"????

Það er rétt hjá þér að þessi aumi samsafnaður mun leiða landið "til glötunar ef þau verða ekki stöðvuð!"

Helferðar-aðlögunin er á fullu Hrafna Flóki og það með því að Ögmundur hangi í ríkisstjórn með þeim framí rauðan dauðann.  Þar er Ögmundur samsekur þeim "mellum" og "hyski" og "viðrinum" sem hann virðist helst vilja eiga félagsskap við.  Það er hans val.   Hann er þar Hollow Man, skel af mannsmynd.

Hið góða sigrar ekki bara svona upp úr þurru, það þarf menn sem rísa upp og mótmæla, það þarf ráðherra sem sprengir þessa helferðar stjórn.  Já, bæ þe vei, hvenær ætlar Ögmundur í alvörunni að sprengja helferðarrútuna til Brussel. 

Í rúm 3 ár hefur hann verið þar farþegi, ekki ég, ekki þú Hrafna Flóki, heldur Ögmundur Jónasson.  Þú hefur sjálfur kallað meðreiðasvina hans ófögrum nöfnum.  En þeir eru nú samt þeir sem hann kaus sér vinfengi með og ferðafélaga.  Dapurt en satt:  Feðafélagar Ögmundar eru enn "mellur", "hyski" og "viðrini" ... og nú síðast nýjasti lögbrjóturin, Gutti Jóku prins.

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 17.9.2012 kl. 02:35

11 identicon

Þú ert greinilega einhvers konar pólítískur ofstækismaður, því þú villt sjá allt það versta við Ögmund, bara afþví hann er vinstrimaður, og tengja hann við hyski eins og Össur. Slíkt gera góðir menn ekki, þeir eru ekki ofstækismenn. Ofstæki er hinn raunverulegi versti óvinur okkar allra, ekki þessir svokölluðu "hinir" sem allir ofstækismennirnir berjast við líkt og vindmyllur, í stað þess að takast á við sjálfa sig og eigið ofstæki. Ég hef fyrirlitningu á orðum þínum. Þú ættir að kunna betur að meta það að Ögmundur hafi staðist og ekki selt landið, og komið í veg fyrir ýmis konar landráð og glæpi gegn mannkyninu sem fremja átti í nazískri kyrrþey, á bak við tjöldin!

Hrafna-Flóki (IP-tala skráð) 18.9.2012 kl. 00:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband