Þorgerður K: auðmannakokteill fremur en teboð

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir varð að segja af sér varaformennsku í Sjálfstæðisflokknum vegna þess að hún gekk full glaðbeitt um veislusali útrásarinnar. Þorgerður Katrín naut lána upp á hundruði milljóna króna en þurfti ekki að standa í ábyrgð enda vel tengd inn í auðmannakreðsurnar sem hreinsuðu bankana að innan.

Þegar Þorgerður Katrín segist óttast að Sjáflstæðisflokkurinn einangri sig til hægri, og verði íslensk teboðshreyfing, er hún í raun að óska framhaldslífs spillingarstjórnmálum sem náðu hámarki með ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar - hrunstjórninni. 

Þorgerður Katrín bjó til þessa ríkisstjórn með vinkonu sinni Ingibjörgu Sólrúnu, sem þá var formaður Samfylkingar. Hrunstjórnin sigldi á fullu stími inn í heim græðgisvæddrar heimsku með alkunnum afleiðingum. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll.

Það er augljóst af þessum orðum Þorgerðar að hún veit ekkert um teboðshreyfinguna. Sjallarnir eru því miður ekkert nálægt stefnumálum teboðshreyfingarinnar.

Þetta sósíaldemókratíska módel sem Þorgerður heldur að virki er ósjálfbært og það sjáum við á stöðunni hér og stöðunni í Evrópu. Nánast allur hinn Vestrænni heimur er skuldum hlaðinn eins og skrattinn skömmunum. Obama er að drekkja USA í skuldum og ef hann vinnur er voðinn vís fyrir kanana.

Helgi (IP-tala skráð) 10.9.2012 kl. 09:43

2 identicon

Fyrirsögnin hæfir efni pistilsins fullkomlega. 

Og það er hárrétt, að Þorgerður Katrín er guðmóðir Hrun-stjórnarinnar.

Þorgerður gerði skást í því að flytja til Afganistan í kokkteil til frú Pandóru.

Allt hefur orðið að ógæfu fyrir þjóðina sem þessar tvær kellingar hafa um vélað.

Þær geta svo reykt gras í Afganistan og snabað teboð frá Núbba í fjöllunum þar.

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 10.9.2012 kl. 12:58

3 identicon

Þorgerður Katrín og Ingibjörg Sólrún eru hryðjuverkakellingar hrunsins.

Nei, meirihluti þjóðarinnar gleymir ekki þessum ESB pútum hrunsins. 

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 10.9.2012 kl. 13:18

4 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Páll. Það kom skýrt fram í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis að það var þegar orðið of seint að forðast hrunið árið 2006. Í Landsdómsmálinu gegn Geir Haarde fullyrtu margir sem þar báru vitni að það hafi verið mun fyrr sem staðan var orðin þannigþ

Það var því ekki ríkisstjórn Sjálfstæðiflokks og Samfyldingar sem starfaði seinustu mánuðina áður en blaðran sprakk sem átti sök á bólunni heldur ríkisstjórn Sjálfstæðiflokks og Framsóknarflokks sem starfaði frá 1995 til 2007 sem átti sökina.

Það sem í mesta lagi er hægt að kenna þeirri ríkisstjórn um er að hafa klúðrað því að lágmarka tjónið af hruninu sem var orðið óhjákvæmilegt þegar hún tók við.

Að kenna þessari ríkisstjórn um hrunið er álíka og að kenna slökkviliði um brunatjón af því að slökkvistarfið heppnaðist ekki 100% þó ljóst sé að áður en það koma að málum hefði óhjákvæmilega orðið stórbruni. Það er til íslenskt máltæki yfir slíkan málatilbúnað og það er máltækið "að hengja bakara fyrir smið".

Sigurður M Grétarsson, 12.9.2012 kl. 02:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband