Fimmtudagur, 6. september 2012
Seðlabanki Þýskalands er dauður
Fyrsta fórnarlamb stórskotaliðsárásar Seðlabanka Evrópu er þýski Seðlabankinn, segir Die Welt: markaðurinn fagnar dauða þýska seðlabankans.
Þýsk ráðdeild og sparnaður lýtur í lægra haldi fyrir suður-evrópskri fjármálaóreiðu, eru skilaboðin sem þýskur almenningur fær frá þarlendum fjölmiðlum.
Tilkynning Draghi seðlabankastjóra Evrópu um ótakmörkuð ríkisskuldabréfakaup bankans er á hinn bóginn með neðanmálsgrein: óreiðuríkin verða að gangast undir björgunarskilyrði Evrópusambandsins. Síðustu skilaboðin þaðan voru til Grikkja um að lengja vinnuvikuna í sex daga.
Stórskotaárás á hendur skuldakreppunni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Nútíma þrælahald,!??
Helga Kristjánsdóttir, 6.9.2012 kl. 22:03
Sæll.
Þetta þýðir líka stórskotaliðsárás á lífskjör almenning í Evrópu, verðbólga mun rúlla af stað með enn meiri hraða en er nú með öllum þeim vandamálum sem henni fylgja :-) Nú þurfa þessi ríki enn síður að draga saman opinbera geirann þar sem ódýrt verður að fá lán. Almenningur þarna má greinilega éta það sem úti frýs.
Evrópa sekkur enn dýpra í fenið. Evrópa er búin að vera :-(
Helgi (IP-tala skráð) 6.9.2012 kl. 23:37
Það eru ekki allir eins neikvæðir og Páll Vilhjálmsson.
Hér er viðtal við Professor Thomas Straubhaar.
“Lieber etwas mehr Inflation als einen Kollaps”.
http://bazonline.ch/wirtschaft/konjunktur/Lieber-etwas-mehr-Inflation-als-einen-Kollaps/story/14701446
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 7.9.2012 kl. 06:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.