Kennaralaun með yfirvinnu í kauphækkun ríkisforstjóra

Kennaralaun eru á bilinu 330 til 380 þúsund á mánuði. Kennarar sem snapa sér yfirvinnu ná kannski 450 þúsundum á mánuði en þeir eru ekki margir.

Velferðarráðherra, Guðbjartur Hannesson, sem til skamms tíma var kennari, finnst við hæfi að forstjóri Landsspítalans hækki um 450 þúsund krónur og fái í kaup 2,3 milljónir á mánuði.

Hvernig dettur nokkrum heilvita manni annað eins í hug?


mbl.is Hækkaði laun forstjórans um 450 þúsund
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Guðlaugur er í röngu starfi, hann á að moka skurð ....

DoctorE (IP-tala skráð) 6.9.2012 kl. 13:35

2 Smámynd: corvus corax

Mér finnst að hann eigi frekar að moka sk..... einhvers staðar fjarri alfaraleið.

corvus corax, 6.9.2012 kl. 13:39

3 identicon

Nú verður að fást flýtimeðferð, á því hvort ráðherran er að brjóta lög, eða ekki, ef hann er að brjóta lög verður hann að víkja STRAX.

Jón Ólafur (IP-tala skráð) 6.9.2012 kl. 14:08

4 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Þetta gera litlar 5,4 milljónir á ári og það er til peningur fyrir þessu á sama tíma og það eru notuð límbönd til þess að halda tækjun spítalans saman vegna þess að það er ekki til peningur í svoleiðis hluti...

Svei-attann bara og segðu af þér vegna þessa Guðbjartur og Forstjóri Landsspítalans sömuleiðis fyrir að þykkja þetta á sama tíma og hann veit manna best sjálfur fjárhagsstöðu spítalans......

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 6.9.2012 kl. 14:12

5 identicon

Skátahöfðinginn klikkar ekki.

Þvílíkt idjót.

Rósa (IP-tala skráð) 6.9.2012 kl. 16:06

6 identicon

2007 voru þetta rökin fyrir ofurlaununum hjá bönkunum og þessir fjármálasnillingar létu okkur sko vita að íslendingar mættu bara vera þakklátir að þeir kysu að starfa hér

þeir væru mjög eftirsóttir erlendis og gætu fengið þar margfalt hærri laun

Síðast heyrði maður þetta reyndar frá Má seðlabankastjóra sem nú stendur í málferlum vegna launa.

Grímur (IP-tala skráð) 6.9.2012 kl. 16:13

7 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Starfið hefði átt að bjóða út. Leyfa BZ að fara til Svíþjóðar.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 6.9.2012 kl. 16:41

8 identicon

Það þarf víst að borga vel, svo að menn fáist til að leggja nafn sitt við skítverk, eins og eilífur niðurskurður á Landspítalanum má kallast.

Sigurður (IP-tala skráð) 6.9.2012 kl. 16:46

9 identicon

Hvernig fór með dómsmálið hjá Seðlabankastjóranum sem fór í mál við Seðlabankann til að fá lofaða leynilega launahækkun?

Var það ekki einhver 400 kall líka sem pjakkurinn sá átti að fá í leynilega launahækkun samkvæmt loforði frá Jóhönnu?

Sigurður #1 (IP-tala skráð) 6.9.2012 kl. 18:56

10 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Er búið að hækka laun Jóhönnu í samræmi við laun BZ. Átti hún ekki að vera á toppnum og enginn með hærri laun en hún?? Eða er BZ ekki ríkisstarfsmaður??

Sigurður I B Guðmundsson, 6.9.2012 kl. 19:27

11 identicon

Í samstarfsyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar, sem fleytti fylgi við stjórnina í rúmlega 70% á hveitibrauðsdögum er sérstaklega getið um þessi ofurlaunamál ríkisins.

"Gætt verði ítrasta aðhalds í rekstri ríkisins, þóknanir fyrir nefndir verði lækkaðar eða lagðar af, hömlur verði settar á aðkeypta ráðgjafaþjónustu og sú stefna mörkuð að engin ríkislaun verði hærri en laun forsætisráðherra. Settar verða samræmdar reglur allra ráðuneyta um niðurskurð á ferða-, risnu- og bifreiðakostnaði. Sjálfstæðum hlutafélögum í eigu ríkisins verði settar skýrar reglur um launastefnu og útgjaldastefnu í þessum anda."

Það þarf ekkert að segja meira um þetta mál. Þessi samstarfsyfirlýsing/stefnuyfirlýsing flokkanna tekur ákveðið á þessum þætti. Reyndar var Guðbjartur Hannesson ekki í ríkisstjórn þegar til hennar var stofnað. Rússibanaferðin í kringum stólaskiptin breytir því þó ekki að ráðherrar eiga að geta flett upp í þessari stefnuyfirlýsingu og farið eftir henni.

Stefnuyfirlýsinguna má lesa hérna:

http://www.forsaetisraduneyti.is/verkefni/rikisstjorn/stefnuyfirlysing/

Það stendur eiginlega ekki steinn yfir steini í þessu plaggi. Marklaust með öllu. Hallalaus fjárlög, stöðugleikasáttmáli, harða afnámi gjaldeyrishafta, Örva innlenda fjárfestingu, kynjuð hagstjórn o.sfr.v

joi (IP-tala skráð) 6.9.2012 kl. 19:55

12 identicon

Gutti ekki gegnir þessu, grettir sig og bara hlær...

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 6.9.2012 kl. 20:25

13 identicon

Kemur vel fyrir, með kónganef.

That´s it!

Gutti, Gutti, Gutti,Gutti!

Gutti!  Farðu heim!

mortal (IP-tala skráð) 6.9.2012 kl. 22:58

14 Smámynd: Gústaf Níelsson

Það er engin eftirspurn eftir íslenskum kennurum í útlöndum. Hins vegar er eftirspurn eftir Birni Zöega. Þetta er kallað markaðslögmál Páll.

Gústaf Níelsson, 6.9.2012 kl. 23:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband