Bræður í axarsköftum í forystu Sjálfstæðisflokks

Illugi Gunnarsson og Bjarni Benediktsson gerðu sig seka um ótrúlegt dómgreindarleysi í desember 2008 þegar öll spjót stóðu á Sjálfstæðisflokknum.

Tvímenningarnir lyppuðust niður fyrir kröfu Samfylkingar, sem þá var í stjórnarsamstarfi með Sjálfstæðisflokknum, og skrifuðu grein í Baugstíðindi um að nú væri tíminn til að sækja um aðild að Evrópusambandinu.

Þegar búið er að reyna menn á ögurstundu og þeir reynast léttvægir er ábyrgðarhluti fyrir stjórnmálaflokk að velja slíka til forystu. Sjálfstæðisflokkurinn styrkist ekki við þá breytingu að Illugi stýrir þingflokknum en Bjarni flokknum.


mbl.is Illugi aftur þingflokksformaður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú verður seint kallaður mannvitsbrekka.

Þessir tveir ágætu menn skrifuðu aldrei grein um að sækja um aðild heldur bentu á þá einföldu staðreynd að baknakerfið gæti hrunið og þá gætum við neyðst til að skoða aðra myntmöguleika.

Illugi Gunnarsson er einn gáfaðasti alþingismaðurinn og eitt öflugasta vopn sjálfstæðisflokksins auðvitað styrkist þingflokkurinn undir hans stjórn.

Ingimar (IP-tala skráð) 4.9.2012 kl. 13:10

2 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Ef maður vill fá kennslu í ólíkindafræðum og samsæriskenningum a-la-exelence þá les maður þennan bloggara. En oftast er þetta meira í ætt við rugl út í bláinn satt að segja.

Jón Ingi Cæsarsson, 4.9.2012 kl. 13:35

3 identicon

Illugi er einn gáfaðisti þingmaðurinn.. segir Ingimar; Hann getur nú ekki verið mjög gáfaður fyrst hann er í sjálgstæðisflokknum :)

DoctorE (IP-tala skráð) 4.9.2012 kl. 13:41

4 Smámynd: Vilhjálmur Stefánsson

Flott hjá Bjarna Vafning Ben ganga endalega frá Sjálfstæðisflokknum.Nú verður maður að velja sér flokk fyrir komandi kosningar. Hvers eigum við að gjalda í Suðurkjödæmi?

Vilhjálmur Stefánsson, 4.9.2012 kl. 13:44

5 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Hvetja til viðræðna um aðild--,, og ákvörðun um inngöngu verði undir Þjóðaratkvæði!! ( þ.e.les>.ekki sótt um nema að undangenginni atkv.gr.) Þannig er það orðað í þessari frétt. Á þeim tíma vissi ég alla vega ekki að ,,viðræður,, væru í raun innleiðing regluverks ESB. Er ekki rétt að árétta að síðan þetta voðalega hrun varð,hafi almennir borgarar þessa lands.lært meira um stjórnmál og stjórnmálamenn...sjá Þá sem eru til einskis gagns er þeir festast í ehv. kreddu og bifast ekki þaðan,þrátt fyrir rök.Tek þá sérstaklega til dæmi núverandi stjórnvalda,sem misnota þjóðríkið Ísland í þágu ,,stækkunaráforma,, Esb.,

Helga Kristjánsdóttir, 4.9.2012 kl. 14:02

6 identicon

Þessi grein Illuga og Bjarna Ben. mun aldrei gleymast. 

Ekki heldur Icesave samþykktin - aðgöngumiði elítunnar að ESB.

Af hverju koma þeir ekki bara út úr skápnum eins og Jóhanna Sig.?

Það væri miklu heiðarlegra af þeim og þeim liði vafalaust miklu betur.

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 4.9.2012 kl. 14:08

7 identicon

Sjálfstæðisflokkurinn undir stjórn þessara skáp-manna er í ætt við leikrit Dario Fo um Þjófa, lík og falar konur.

Bubbi kóngur, Ubu Roi, kann hins vegar alvöru svar við ESB; hann segir réttilega skítur, "merde" í orginalnum.

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 4.9.2012 kl. 14:14

8 identicon

Þessir bræður eru

Nakinn maður og annar í kjólfötum.

Það er valkvætt, hvor er hvor.

Jón Jón Jónsson (IP-tala skráð) 4.9.2012 kl. 14:18

9 identicon

Annars er það nýjasta að frétta af þessu máli, að 

Bjarni Ben. og Illugi eru nú til fyrirmyndar að mati Björns Vals, His Masters Voice, ESB sinnans Steingríms J.

Björn Valur, hinn brimaði samherji, getur ekki leynt hrifningu sinni á þessu útspili Bjarna Ben. í nýjasta bloggpistli sínum:

"Illugi Gunnarsson verður án vafa fyrirmyndar þingflokksformaður."

Það líður að haustþingi og umræðum um ESB.  Það verður fróðlegt að fylgjast með þeim sem Björn Valur telur til fyrirmyndar.

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 4.9.2012 kl. 15:03

10 Smámynd: Elle_

Ingimar:>Þú verður seint kallaður mannvitsbrekka.

Þessir tveir ágætu menn skrifuðu aldrei grein um að sækja um aðild heldur - - - <

Halló, Ingimar.  Í fréttinni segir:

Bjarni Benediktsson og Illugi Gunnarsson, þingmenn Sjálfstæðisflokksins, hvetja til þess í grein sem birt er í Fréttablaðinu í dag að Ísland hefji aðildarviðræður við Evrópusambandið og að ákvörðun um inngöngu verði undir þjóðaratkvæði. Þetta kemur fram í grein sem þeir skrifa í Fréttablaðið í dag.

Í greininni segja þeir að sú ákvörðunin megi þó ekki eingöngu snúast um gjaldmiðilsmál heldur þurfi að kanna málið frá öllum hliðum.

Elle_, 4.9.2012 kl. 22:17

11 Smámynd: Elle_

Jón Ingi Cæsarsson: >En oftast er þetta meira í ætt við rugl út í bláinn satt að segja. <

Hefurðu efni á þessu?? 

Elle_, 4.9.2012 kl. 22:58

12 identicon

Til fróðleiks fyrir Ingimar og aðra: Grein Bjarna og Illuga birtist 13. desember 2008. Hægt er að lesa hana á vefnum timarit.is. Páll og Elle fara rétt með. Án þess ég ætli að skipta mér mikið af innri málum Sjálfstæðisflokksins, má benda á tvennt: 1) Staða þingflokksformanns gæti verið ofmetin. 2) Ragnheiður Elín er óánægð, og hún ætti kannski bara að skella sér í framboð til flokksformanns á næsta landsfundi. Margir bíða örugglega eftir að fá einhvern annan en Bjarna. Að vísu verður ekki framhjá því litið, að Ragnheiður Elín er ein af þeim, sem sviku í Icesave (kannski af undirgefni við sama Bjarna), og fleira kunna menn að vilja finna að henni.

Sigurður (IP-tala skráð) 4.9.2012 kl. 23:03

13 identicon

Sæll.

Fín hugleiðing hjá þér, þetta sjá allir sem vilja.

Hér er allt í steik og Sjallarnir eru ekki með neitt sérstakt fylgi. Það skýrist auðvitað af því að þeir sem hafist hafa til metorða innan Sjallanna eru ferlega slappir. Hanna Birna eys peningum í Hörpuna og opnar ekki munninn um Icesave fyrr en allt er um garð gengið.

Bjarni Vafningur vill eina stundina í ESB og hina ekki, eina stundina vill hann Icesave og hina ekki. Er þetta ekki voðalega svipað og hjá Steingrími?

Menn sem eiga að heita hagfræðimenntaðir, eins og mér skilst að Illugi sé, en gera sér ekki grein fyrir kerfisgöllum evrunnar ættu kannski að snúa sér að öðru en móta stefnu í efnahagsmálum?

@Elle: Flottir punktar hjá þér.

Helgi (IP-tala skráð) 4.9.2012 kl. 23:40

14 Smámynd: Elle_

Takk Helgi.

Elle_, 5.9.2012 kl. 22:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband