Þriðjudagur, 4. september 2012
Jóhanna og Össur vilja evru
Með fyrirvörum sínum við samningskafla um peningamál í viðræðum við Evrópusambandið vekur Ögmundur Jónasson athygli á þeirri fjarstæðukenndu staðreynd að ráðherrar Samfylkingar, með Jóhönnu Sig. og Össur í fararbroddi, vilja farga krónunni og taka upp evru.
Áhöld eru um hvort evran eigi sér framtíð. Enginn með óbrjálaða dómgreind trúir að evran fái staðist við núverandi skipulag Evrópusambandsins. Annað tveggja gerist að evran verði aflögð að hluta eða öllu leyti í þeim 17 ríkjum þar sem hún er gjaldmiðill eða að stóraukin miðstýring á evru-svæðinu bjargi gjaldmiðlinum. Eftir standa tíu ríki, sem eru í Evrópusambandinu en ekki með evru sem lögeyri. Þau ríki eru m.a. Bretland, Svíþjóð, Danmörk og Pólland.
Enginn breskur, sænskur, danskur eða pólskur stjórnmálamaður talar fyrir upptöku evru við núverandi aðstæður. En allir þingmenn og ráðherrar Samfylkingar vilja ólmir Ísland í brennandi evru-húsið.
Taldi upptöku evru algera fjarstæðu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það er ekki nema ein leið út úr þessu fyrir Íslendinga, taka upp ríkisdal, fasttengdan USA dollar, og gamla krónan verði í höftum, og mikil afföll ef menn vilja fara með hana úr landi, þar til hún hverfur fyrir fullt og allt.
Halldór Guðmundsson (IP-tala skráð) 4.9.2012 kl. 11:45
Halldór Guðmundsson
Af hverju eigum við að fasttengja krónuna við USA dollar, sem er stýrt af illræmdustu pengingaprentunar fedaralistum heimsins fyrir hönd Wall Street og glóbalískra hrægamma?
Skil aldrei þessa áráttu Hægri grænna; hún minnir helst á áráttu stalínistanna í Vinstri grænum og júró-teknó-krata trotskíistanna í samFylkingunni í evrópskan fedaeralisma, fyrir hönd Frankfurt og glóbalíska hrægamma.
En varðandi affalla leiðina, sbr. skiptigengisleið Lilju Mós., þá er ég sammála og við erum einnig sammála um að upptaka evru er einungis til að moka skítnum undir Brussel dregilinn. Hér þarf gegnsætt og heiðarlegt uppgjör. En gerist hvorki undir USA né ESB federalisma.
Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 4.9.2012 kl. 13:07
Annars skrifaði Sveinn Valfells ágætis grein á visir.is 30. ágúst 2012. Í niðurlagi greinar hans segir:
Á Íslandi varð kerfishrun í fjármálakerfi. Ef krónan á ekki að fljóta þarf veruleg inngrip, hálfkák dugir skammt. Fyrirmyndin er augljós, Þýskaland 1948, þar var kerfishrunið algert, endurræsa þurfti heilt þjóðfélag, þar á meðal fjármálin. Breytingin átti sér stað um helgi eftir nokkra mánaða undirbúning í kyrrþey. Nýr gjaldmiðill var settur á fót, sérhver íbúi fékk fasta upphæð, fyrirtæki líka eftir rekstrarumsvifum. „Hengja" Þjóðverja eftir tapað stríð var leyst inn á lágu gengi, 10 til 15 gömul Reichsmark fyrir eitt nýtt Deutsche Mark. Myntbreytingin var forsenda fjármagns frá Bandaríkjunum sem fylgdi í kjölfarið, þýska hagkerfið lifnaði við.
Íslendingar gætu hæglega farið svipaða leið og Þjóðverjar. Nýrri mynt yrði úthlutað til allra íbúa og fyrirtækja, hins raunverulega hagkerfis sem er í jafnvægi. Reglur um úthlutun þyrftu að vera einfaldar, gagnsæjar og gæta jafnræðis að þýskri fyrirmynd. Fóturinn undir nýju myntina gæti verið gjaldeyrir, gull eða ríkisbréf, nýja myntin yrði lögeyrir. Best væri ef nýja myntin væri fasttengd við annan gjaldmiðil eða myntkörfu, hún mætti alls ekki fljóta nema algerlega ný vinnubrögð væru tekin upp í stjórn peningamála. Jafnvel mætti taka upp annan gjaldmiðil einhliða.
En gamla krónan, þar með talið hengjan, yrði leyst inn ódýrt. Eða látin fljóta, ISK frá 2008 gæti gengið kaupum og sölum alveg eins og kröfurnar á þrotabú bankanna. Sannvirði fyrir „Disney dollar" kæmi fljótt í ljós.
Með nýrri mynt myndi líka opnast leið til evrusamstarfs ef sá kostur þykir ákjósanlegur. Við núverandi aðstæður er sú leið lokuð því þá myndi hengjan lenda á ríkissjóð ef hún streymdi út.
Gjaldmiðlaskiptin 1948 lögðu grunninn að efnahagsundri. Þýskaland reis úr rústum og er nú langöflugasta hagkerfi Evrópu. Þjóðfélag sem hrundi fékk nýtt start. Á Íslandi eru aðstæður miklu betri. Stærsti hluti þjóðfélagsins virkar enn þrátt fyrir efnahagsáfall. Það var fjármálakerfið sem hrundi, ekki heilt þjóðfélag. En kostnaðurinn við hrunið var mikill, gjaldmiðilsvandann verður að leysa fljótt og á trúverðugan hátt til að koma í veg fyrir frekara tjón. Frumforsendan við að leysa gjaldeyrishöftin er að vernda almenning, ríkissjóð og hinn sjálfbæra hluta atvinnulífsins. Einnig þarf að greiða fyrir nýjum fjárfestingum.
Augljós leið að þessum markmiðum er að fylgja fordæmi Þjóðverja frá 1948. Taka upp nýja mynt og úthluta til almennings og fyrirtækja. Láta svo gömlu krónuna fljóta eða leysa hana inn á lágu gengi, leyfa áhættufénu frá 2008 að uppskera eins og til var sáð.
Hvorki Reichsmark né Disney dollar er lausnin.
Þetta er í samræmi við greiningu Lilju Mósesdóttur um Skiptigengisleiðina og ný-Krónu (sbr. nýja þýska Markið), sem er eina raunhæfa leiðin og þá væri fasttenging við myntkörfu ákjósanlegasta leiðin fyrir Ný-krónu. Fóturinn undir Ný-krónuna gæti svo verið, líkt og Sveinn segir "gjaldeyrir, gull eða ríkisbréf, nýja myntin yrði lögeyrir."
Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 4.9.2012 kl. 13:39
En varðandi ESB og evruna svona almennt séð, þá er hér við hæfi að vitna í orð
Mikhail Gorbachev:
"Furðulegasta þróunin í stjórnmálum síðasta áratuginn er sú
hversu ákafir leiðtogar Evrópu eru í
að endurskapa Sovétríkin í Vestur-Evrópu"
Þetta passar algjörlega við kremlverjana Jóhönnu, Össur og Steingrím J.
Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 4.9.2012 kl. 13:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.