Kynjaréttindi, mannréttindi og úrelt jafnréttislög

Karlmaður sem sækist eftir starfi sem hjúkrunarfræðingur fær samkvæmt núgildandi lögum aukinn rétt út á kyn sitt vegna þess að fleiri konur en karlar eru hjúkrunarfræðingar. Í ímynduðu kærumáli gæti karlinn fengið starf hjúkrunarfræðings þótt ,,huglægir þættir" eins og umsagnir samstarfsfélaga mæltu eindregið fyrir ráðningu kvenhjúkrunarfræðings.

Kynjaréttindi grafa undan einsleitni mannaréttaindanna með því að skipta þeim í tvennt. Margt bendir til að jafnréttislög sé orðin að fjárkúgunartækjum annars vegar og hins vegar uppspretta ófaglegra ráðninga þar sem kyn en ekki fagleg hæfni ráða ferðinni.

Jafnréttislög og hugmyndin að baki þeim náðu flugi þegar stúlkur voru í minnihluta í framhaldsskólum og fáar í háskóla. Í dag eru konur í meirihluta í öllum háskóladeildum. Við ættum að afleggja jafnréttislögin áður en karlar taka upp á því að beita þeim fyrir sér í miklum mæli - þá er voðinn vís.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Nú er ég algjörlega sammála þér Palli Vill.  Mismunun eftir kynferði er mismunun, sama þó hún sé í skinhelgi kölluð jákvæð.  Mismunun er mismunun.  Punktur.

Það að mismuna út frá kynferði brýtur gegn almennum mannréttindalögum, jafnvel þó mismunin sé kölluð jákvæð.  Mismunun er mismunun.  Lokapunktur.

Jafnrétti eiga að vera sjálfsögð mannréttindi og eru tryggð í 65. gr. Stjórnarskrá lýðveldisins Íslands:

65. gr.  Allir skulu vera jafnir fyrir lögum og njóta mannréttinda án tillits til kynferðis, trúarbragða, skoðana, þjóðernisuppruna, kynþáttar, litarháttar, efnahags, ætternis og stöðu að öðru leyti.

Konur og karlar skulu njóta jafns réttar í hvívetna.

"Jákvæð mismunun" vegna kynferði, brýtur því greinilega í bága við Stjórnarskrána, lög laganna.

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 3.9.2012 kl. 21:16

2 Smámynd: Elle_

Nákvæmlega.  Mismunun verður alltaf mismunun.  Lögin eru fáránleg.  Ólög.

Elle_, 3.9.2012 kl. 22:19

3 Smámynd: Elle_

En ég tek samt eftir hvað fæstir menn þora að segja þetta blátt áfram og koma með dæmi um hjúkkur, etc :)  Strákar, þið megið alveg segja það.  Stjórnarskráin segir ekki að þetta megi.  Þetta eru ólög.  Hvaðan komu þau??

Elle_, 3.9.2012 kl. 22:38

4 identicon

Ég gæti helst ímyndað mér að þau hafi komið upp úr kvennabaráttunni á áttunda áratugnum. Lögin eiga auðvitað að virka í báðar áttir og það engin skömm fyrir karlmenn ef þeir beita þessum lögum fyrir sig.

Hins vegar er ég alveg sammála að þetta eru ólög sem þjóna engum tilgangi og það væri gaman ef einhver tæki sig til að kannaði hvort þau hafi yfir höfuð þjónað tilgangi sínum.

Rúnar Már Bragason (IP-tala skráð) 3.9.2012 kl. 23:59

5 identicon

Hvaða jafnrétti felst í því að dagforeldrar fái greitt fyrir umönnun barna en foreldrar ekki? Hvenær ætla vinstri flokkarnir að gangast við sinni ábyrgð á markaðsvæðingu atvinnulífsins? Af hverju er Hjallastefnan í lagi en heimavinnandi foreldrar ekki?

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 4.9.2012 kl. 11:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband