Mánudagur, 3. september 2012
ESB er hagsmunagæsla
Pat Gallagher, írski Evrópuþingmaðurinn, vinnur að því hörðum höndum að fá samþykktar heimildir til að refsa Íslendingum vegna makrílveiðanna. Þar starfar hann í þágu umbjóðenda sinna á Írlandi sem telja sig eiga meira í makrílstofnuninum en aðrir.
Pat Gallagher er jafnframt formaður Íslandsnefndar Evrópuþingsins sem reglulega hefur komið hingað til lands til að liðka fyrir ESB-umsókn Samfylkingar. Í því hlutverki talar Pat með ákafa um Evrópuhugsjónina og hversu Íslendingar séu velkomnir í hópinn.
Makríldeilan sýnir ráðandi eðli Evrópusambandsins, sem er hagsmunagæsla. Íslendingar myndu stórtapa á því að láta Evrópusambandið sjá um okkar hagsmuni.
Hvers vega? Jú, vegna þess forsenda fyrir hagsmunagæslunni á sviði sjávarútvegs er að Evrópusambandið yfirtekur umráðin yfir fiskveiðilandhelginni. Og í ofanálag myndi ESB sjá um alla samninga Íslands við önnur ríki um deilistofna, makríl þar á meðal.
Enginn samningur betri en slæmur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Við þetta er að bæta að ESB getur auðveldlega breytt sinni fiskverndunarstefnu síðar t.d. bannað verslun með þorsk
Ólíklegt - nei
Í dag er það það bannað að versla með selaafurðir og venjulegar ljósaperur innan ESB
Grímur (IP-tala skráð) 3.9.2012 kl. 10:09
Við eigum að halda áfram viðræðum en setja okkar skilyrði skýrt og skörulega fram!
Auðvitað erum við nátengdari Evrópu en öðrum þjóðum bæði menninarlega, viðskiptalega og stjórnmálalega. Ef við stöndum utan við þá gætum við orðið auðveldari bráð t.d. kínverskrar heimsyfirráðastefnu sem sýnir alla burði að vilja ná tangarhaldi á Íslandi. Landið okkar væri auðveldara að innlima en Tíbet á sínum tíma.
Góðar stundir.
Guðjón Sigþór Jensson, 3.9.2012 kl. 11:51
ESB er að öllu leyti sérhagsmunagæsla teknókratanna fyrir hönd auðhringja og stórbanka heimsins.
Núverandi "vinstri velferðarsjórn" hefur í einu og öllu starfað í anda þeirrar sérhagsmunagæslu.
Bendi á athyglisverð ummæli Lilju Mósesdóttur, sem segir hlutina á mannamáli um hræsni bæði Brusselverjanna og samfylktra dindla þeirra innan "vinstri" helferðarstjórnarinnar og ASÍ:
Lilja Mósesdóttir
Ég er hætt að skilja stuðning forystu ASÍ við ESB aðild og upptöku evrunnar.
Rannsóknir sýna að framkv.stjórn ESB og Evrópski Seðlabankinn þrýsta mjög á aðildarlöndin að draga úr völdum verkalýðshreyfingarinnar til að semja um laun og afnema réttindi sem draga úr sveigjanleika á vinnumarkaði.
Réttindi eins og lengd uppsagnarfrests og vinnutíma. Þetta á ekki síst við um evrulöndin en þar á aðlögun að samdrætti/kreppu að fara fram í gegnum launalækkanir og uppsagnir.
Mario Draghi, bankastjóri Evrópska Seðlabankans gekk svo langt að segja að: "European social model is dead".
Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 3.9.2012 kl. 13:09
Nokkuð er til í hugleiðingum Guðjóns. Við skulum fara okkur mjög hægt í samskiptum við Kínverja. Þeir eru ekki enn í stöðu til þess að gera umtalsverð skammastrik hér um slóðir, nema þeim sé mætt með undanlátssemi. Það er sömuleiðis rétt, að viðskipti Íslendinga við þjóðir ESB eru orðin mjög mikil, hættulega mikil, því ekki á að geyma öll eggin sín í einni körfu. ESB á í miklum erfiðleikum. Svo mun áfram verða um næstu ár. Og ESB lætur dynja hótanir á okkur. Þar á meðal um hafnbann, að minnsta kosti á ákveðnum sviðum. Ræktum hefðbundna markaði í Vesturheimi betur. Eflum traust og gróin sambönd við Japan. Gleymum ekki, að við áttum lengi í gríðarmiklum og allgóðum viðskiptum við Rússa. Og steinhættum innlimunarferlinu í ESB! Það þarf engar "viðræður" til að sjá, að hinar 100.000 tilskipanir ESB, sem ekki má að neinu leyti semja sig undan, yrðu til óyfirstíganlegra vandræða hérlendis. Reynum þvert á móti að losna undan þeim stjórnmálalegu tengslum við ESB, sem Guðjón nefnir réttilega, með því að endurskoða aðildina að EES, einkum til að geta fjarlægt úr íslenzkum lögum hið pólitíska illgresi frá Brussel, sem er orðið yfirþyrmandi. Blaðið bara í Lagasafni Íslands! Varla er lengur hægt að tala um, að það sé lagasafn sjálfstæðrar þjóðar. Margfalt verra yrði það samt, ef innlimunarsinnar kæmu sínu fram. Og hvað menningarleg tengsl varðar, er alveg óhætt að líta til þess, hvað Norðmenn og Færeyingar hafa að segja.
Sigurður (IP-tala skráð) 3.9.2012 kl. 13:13
Hernig fá menn út að það að þjóðir innan ESB vilji að ESB haldi á hagsmunum landa innan ESB sé slæmur hlutur fyrir lönd sem eru í ESB? Ég stundum skil ekki þetta bull! Hefðu menn frekar haft trú á ESB ef þeir hefðu samið við okkur um ríflegan kvóta í Makríl á kostnað Skota og Íra sem eru þó í ESB. Hverskonar bull er þetta. Og minni menn enn á ný að einir hörðustu andstæðingar okkar i þessari deilu eru ekki í ESB. Það er vinaþjóð okkar Noregur.
Magnús Helgi Björgvinsson, 3.9.2012 kl. 13:25
Það ætti öllu þokkalega vel gefnu fólki að vera orðið augljóst, að
ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur og Steingríms J. Sigfússonar
hefur einbeittan brotavilja gegn hagsmunum alls þorra íslensks almennings.
Þau hafa markvisst unnið gegn norrænni velferðarstefnu.
Jóhanna og Steingrímur J. fylgja markvisst helferðar stefnu fasismans.
Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 3.9.2012 kl. 13:44
Loka orðin í pistli Jóhannesar Björns á vald.org, "Hvað gerist 2012 - seinni hluti" segir allt sem segja þarf um það ástand og þann fasisma sem þjóðir heims búa við:
"Við búum við ákaflega einkennilegt hagkerfi um þessar mundir. Eðlileg hringrás fjármagnsins hefur stöðvast og helstu seðlabankar heimsins halda ballinu gangandi upp á sitt eindæmi.
Bankakerfið tekur ókeypis peninga út úr seðlabönkum (óbeint frá skattgreiðendum) og lánar þá aftur ríkisstjórnum (skattgreiðendum) á hærri vöxtum.
Gjaldþrota bankar og stórfyrirtæki fá ekki að fara á hausinn—skattgreiðendur redda þeim. Fólk sem mótmælir þessu óréttlæti er beitt sívaxandi ofbeldi.
Hér áður fyrr var þetta fyrirkomulag—samruni stórfyrirtækja og ríkisvalds ásamt skertu frelsi einstaklingsins—kallað fasismi."
Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 3.9.2012 kl. 13:56
Mæli með pistlum Jóhannesar Björns á vald.org
Það er alveg með ólíkindum hvað þeir hafa reynst sannspáir.
Td. hvað varðar Kína. Það er að gerast núna, sem hann skrifaði um á síðasta ári að myndi verða: "Kína blikkar rauðum ljósum". Þar mun allt loga í innbyrðis átökum. Það eina sem við þurfum að gera er að láta ekki útrásar Núbbann nota land okkar sem aflandseyju.
Undarlegt að Samfylkingar ESB sinnar skuli nota Kína grýluna sem ESB áróður, en á sama tíma er Samfylkingin á fullu að reyna að koma 300 ferkílómetra íslensku landi undir kínverska nýlendu.
Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 3.9.2012 kl. 14:27
Brestir í burðarstoðum ESB-þingsalar
Ákveðið hefur verið að loka hluta þinghúss ESB í Brussel eftir að brestir fundust í burðarstoðum í þingsalarins. Fréttatilkynning var send um þetta mánudaginn 3. september.
Alls halda 23 trébitar þaki salarins og fundust brestir í þremur þeirra við reglulega skoðun. Frekari rannsóknir eru nauðsynlegar til að finna orsök brestanna. Af þessum sökum var ákveðið að loka þingsalnum á meðan unnið yrði að viðgerðum.
Næsta fundalota þingsins verður 10. til 13. september í Strassborg.
Lokun þingsalarins „ sýnir á stórbrotinn hátt hinar veiku stoðir ESB“, sagði Nigel Farage, ESB-þingmaður frá Bretlandi. „Stuðningur við sambandið minnkar meðal almennings, það eru brestir bæði innan ESB og evrunnar.“
Stór brotið regluverk? (IP-tala skráð) 3.9.2012 kl. 14:48
Nei, Guðjón, við eigum að stoppa þessar svokölluðu viðræður. Hvort sem við setjum kröfur fram eða ekki og skörulega eða ekki, skiptir engu máli. Við erum ekki og vorum aldrei í neinum samningum við þetta Brusselbákn. Við erum núna í yfirtökuferli sem ekkert leyfi er fyrir frá alþingi eða þjóðinni. Og það verður að stoppa.
Það skiptir engu máli hvort e-m finnist við vera nær Evrópubúum, það finnst það alls ekki öllum og 70% þjóðarinnar vill þetta ekki.
Elle_, 3.9.2012 kl. 18:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.