Sunnudagur, 2. september 2012
Samfylkingin hirðir verndarfé frá útgerðinni
Á sama tíma og Samfylkingin gengur flokka harðast fram í árásum á sjávarútvegsfyrirtæki þiggur flokkurinn stórar fjárhæðir frá útgerðarisum eins og Samherja.
Samfylkingin er ríkisstjórnarflokkur og getur því beitt verkfærum ríkisvaldsins í sína þágu. Þetta veit útgerðin og er nauðbeygð að greiða verndargjald í flokkssjóð Samfylkingarinnar.
Þetta fyrirkomulag er kennt við mafíuna.
Vill ríkisendurskoðanda á fund | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Úps.
Heimir Lárusson Fjeldsted, 2.9.2012 kl. 13:18
Úpps Páll ... ekki bara Samfylkingin,
heldur Framsóknarflokkurinn (LÍÚ flokkurinn þinn) og Sjálfstæðisflokkurinn líka.
Og Björn Valur er svo kjölturakki Brims-Samherjara ásamt hinum Stalínistunum í VG,
með kremlíska yfir-kommisarinn Steingrím J.
Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 2.9.2012 kl. 13:42
Hér er einnig við hæfi að minna á þessar glefsur úr nýjustu grein Ólafs Arnarsonar á timarim.is
"Ólafur Margeirsson, doktorsnemi í hagfræði við Háskólann í Exeter, og Pétur Blöndal, alþingismaður, höfðu framsögu á opnum fundi fjárlaganefndar Sjálfstæðisflokksins um verðtryggingu og vaxtaviðmið lífeyrissjóðanna í Valhöll í morgun."
"Líflegar umræður spunnust á fundinum og greinilegt var að mörgum fundarmönnum – en þeir voru rúmlega fimmtíu talsins – gremst mjög aðgerðaleysi þingflokks sjálfstæðismanna og forystu Sjálfstæðisflokksins í skuldamálum heimilanna, en landsfundur Sjálfstæðisflokksins samdi mjög afdráttarlausa ályktun í nóvember á síðasta ári um að verðtryggingu skuli afnema af neytendalánum og skuldir leiðréttar."
"Það vakti athygli að Pétur Blöndal, annar framsögumanna,
var eini fulltrúi þingflokks og forystu Sjálfstæðisflokksins á fundinum.
Áhugaleysi þingmanna flokksins í þessum málum virðist algert."
Er nema von að maður spyrji hvort þingmenn Sjálfstæðisflokksins fylgi bara höndinni sem fóðrar þá aukalega? Kannski banka og LÍÚ?
Alla vega ekki heimila landsins.
Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 2.9.2012 kl. 13:55
Óvart sagðirðu sannleikann Páll um 4-Flokkinn, bankana og LÍÚ
og ökónómíkra hittmanna þeirra:
"Þetta fyrirkomulag er kennt við mafíuna."
Palli Vill., til hamingju með að vera loksins orðinn whistle blower.
Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 2.9.2012 kl. 14:00
Á Ríkisendurskoðun að ákveða
"og til hvaða ráða er gripið þiggi stjórnmálasamtök styrki sem þeim er samkvæmt lögum óheimilt að þiggja.“
Ætti það ekki fremur að standa í lögunum eða reglugerð svo allir viti hvað viðurlög eru við að brjóta þessi lög?
Grímur (IP-tala skráð) 2.9.2012 kl. 14:13
Hvað fær Páll Vilhjálmsson mikið borgað fyrir þessi skrif ?
JR (IP-tala skráð) 2.9.2012 kl. 17:48
Það eru ekki allir í Samfylkingunni, JR. Þú hlýtur að vera rökþrota að tala eins og barn í sandkassa.
Helgi (IP-tala skráð) 3.9.2012 kl. 15:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.