Sigurður G. samnefnari Jóns Ásgeirs og Víglundar

Sigurður G. Guðjónsson lögfræðingur skipulagði almannatengslasókn Víglundar Þorsteinssonar. Sigurður G. er handgenginn Jóni Ásgeiri, sat m.a. fyrir hann í stjórn Íslandsbanka.

Víglundur er með trúverðugleika sem Jón Ásgeir skortir fullkomlega og þess vegna hófst þessi óperasjón ,,endurheimt ærunnar" með útspili Víglundar.

Almannatengslaæfingar af þessum toga eru gerðar til að skapa þá ímynd að hrunmennirnir eigi um sárt að binda, þeir hafi að ósekju misst eigur sínar. Jón Ásgeir er svo blankur á sjálfan sig að undrun sætir. Hann skrifar

Hvaða listi var svo merkilegur að það var óhætt að taka eignir af mönnum sem kunnu með þær að fara og höfðu byggt upp og í ofanálag selja þær eignir á lægra verði en bankinn gat selt þær á?

Með leyfi: síðan hvenær kunni Jón Ásgeir að fara með eigur, hvort heldur sínar eigin eða annarra?


mbl.is Skorar á bankann að birta listann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Jón Ásgeir er algerlega siðblindur einsog allir hinir drullusokkarnir sem settu allt bankakerfið á hausinn,,það væri gaman að vita á hverju hann lifir í dag ef hann misti allt í hruninu,,sem nota bene var sjálfstæðismönnum að kenna,,að sjálfsögðu,,,það færi betur ef hann og hans nótar héldu bara kj,,,, og létu fara lítið fyrir sér....

casado (IP-tala skráð) 1.9.2012 kl. 22:20

2 identicon

Ja.  Mikið eruð þið sælir einfaldir, casado.

Nú talað um að Slóvenía geti orðið gjaldþrota í haust.  Sjálfstæðismönnum að kenna?

Sósíalistin Hollande búin að senda fasteignatengdan banka í Frakklandi í fang franskra skattgreiðenda.  Sjálfstæðismönnum að kenna?

Veit ekki betur eins og langflestir Íslendingar að Jón Ásgeir nafni haldi uppi fréttasnepli Evrópusinna og samfylkingarsnúða enn þann dagin í dag.

Hverjum að kenna?

jonasgeir (IP-tala skráð) 2.9.2012 kl. 07:55

3 identicon

Vantar ekki Bjarna Ben í þessa jöfnu?

http://www.dv.is/frettir/2011/12/19/bjarni-ben-kom-ad-storfelldu-logbroti/

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 2.9.2012 kl. 10:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband