Vinstrifélög stofnuð til að kljúfa flokka

Fjölmörg félög vinstrimanna voru stofuð á tíunda áratug síðustu aldar í aðdraganda þess að Alþýðubandalagið og Alþýðuflokkur klofnuðu áður en brotunum var raðað saman í tvo nýja flokka; Samfylkingu og VG.

Núna er sama ferlið komið í gang: félög eru stofnuð til að skapa sérstöðu og hygla tiltekinni útfærslu af vinstristefnunni sem getur verið allt frá ríkisvæðing atvinnulífsins út í frjálshyggju sem jafnvel Hannesi Hólmsteini þætti full frjáls.

Félag frjálslyndra jafnaðarmanna er endurvakinn söfnuður sem ætlar að gera sig gildandi vegna forystuskipta í Samfylkingunni. Vefsíða á vegum félagsins ætlar að fjalla um ,,þjóðfélagsskipulagið". Miðað við hverjir eru helst nefndir forkólfar er líklegt að skipulagið sem stefnt er að feli í sér ESB-aðild Íslands - jafnvel þótt Andrés útvarpsvinur geri sig líklegan til að fylla flokk endurskoðunarsinna.


mbl.is „Málgagn sem talar inn á miðjuna“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband