Föstudagur, 31. ágúst 2012
Kommúnismi, kapítalismi og fórnarlambið Magnús K.
Í lok myndar Costa Garvas Játningin, sem byggð er á pólitískum réttarhöldum í austantjaldsríki um miðja síðustu öld, hittast þeir fórnarlambið og ákærandinn. Ráðvilltur ákærandinn segist ekki skilja hvernig hörmungarnar gátu átt sér stað; hann hafi sjálfur lent í réttarhöldum í dæmdur út í ystu myrkur.
Játningin er um afleiðingar þess er eitur kommúnismans smitar allt samfélagið. Kvikmynd Garvas kemur í hugann, að breyttu breytanda, þegar Magnús Kristinsson útgerðarmaður í Vestmannaeyjum segir um endalok útgerðarsögu sinnar
Ég hef allt frá haustinu 2008 glímt við miklar skuldir við Landsbankann sem að mestu urðu til við kaup á hlutum i bankanum. Ég var þar eitt margra fómarlamba grófrar markaðsmisnotkunar eins og síðar hefur komið á daginn.
Á tímum útrásar átti Magnús þyrlu sem skottaðist með hann milli fjárfestingakosta. Magnús átti útgerð, bílaumboð, hlut í banka og flatbökuframleiðslu svo eitthvað sé nefnt. Magnús var hluti af elítunni sem átti Ísland nánast með manni og mús.
Þegar Magnús K. er orðinn saddur af því að vera fórnarlamb segir hann okkur kannski frá þessu kerfi ,,grófrar markaðsmisnotkunar" sem gerði hann um tíma einn ríkasta mann landsins. Og byrjar á byrjuninni.
Athugasemdir
Hryðjuverkalög voru sett á Landsbankann Páll. Þyrlan hans Magnúsar breytir því ekki.
Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 31.8.2012 kl. 07:25
Frábært blogg hjá þér en mest lýsandi er myndin við greinina á:
http://www.eyjafrettir.is/frettir/2012/08/30/utgerdarsogu_hans_er_lokid
Verður eiginlega að myndskreyta þetta blogg með þessasri mynd - skál!
Kveðja,
Guðbjörn
Guðbjörn Guðbjörnsson, 31.8.2012 kl. 07:49
Byrjum á byrjuninni. Af hverju vill Sjálfstæðisflokkurinn ekki birta launatölur landsmanna?
http://www.visir.is/fraleitt-ad-birta-laun-folks/article/2012120829104
Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 31.8.2012 kl. 07:59
Elín. Vel rannsakað er að þegar sagt er “allir” þá upplifir fólk það sem “allir nema ég”. Nefni aðeins eitt dæmi; staðsetning ruslahauga. Þetta á auðvitað ekki um þig, er það?
Jón (IP-tala skráð) 31.8.2012 kl. 08:15
Það er ekki Magnúsar Kristinssonar að segja frá markaðsmisnotkun Landsbankans. Nær væri að spyrja Sjálfstæðisflokkinn í heild sinni.
Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 31.8.2012 kl. 08:21
Góður pistill, sérstaklega í lokin.
Þegar Magnús K. er orðinn saddur af því að vera fórnarlamb segir hann okkur kannski frá þessu kerfi ,,grófrar markaðsmisnotkunar" sem gerði hann um tíma einn ríkasta mann landsins. Og byrjar á byrjuninni.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 31.8.2012 kl. 10:26
Ánægður með Guðbjörn sem greinilega er ekki maður sem fer í manninn þegar um boltan er talað. Hann sem hefur verið mikill ESB sinni.
Annars Elín. Hvað í ósköpunum er merkilegt með launatölur fólks? Ætti ekki líka að birta hver væri á bótum? ...Það gæti kanski hugsanlega einhver verið að svindla.
Þetta er ekki hluti af gagnsæu stjórnkerfi.
Aumingja Magnús.
jonasgeir (IP-tala skráð) 31.8.2012 kl. 10:30
Stjórnkerfið er rotið og það er greinilega samstaða um að hafa það þannig áfram.
Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 31.8.2012 kl. 10:44
Stjórnkerfið er það sem við kjósum Elín. Ertu ekki með þann rétt að kjósa? Eða eru það bara allir aðrir sem eru vondir? Gáðu að því hvað þú ert að segja fólk vera með þessum orðum þínum.
Ef uppplýsingar um laun eru verðmætar þá eykur það verðmæti þeirra, upplýsingar um hvernig þeim var eytt. Eðlilegt væri þá að fá upplýsingar um hvað keypt, skuldir, eignir, hvernig menn standa sig í því að greiða skuldir sínar o.s.frv. Viltu það ekki Elín?
Svo hitt. Það er lítið sem ekkert mark takandi á fólki sem getur ekki efnislega rætt mál án þess að blanda pólitískum skoðunum sínum inní þau.
Jón (IP-tala skráð) 31.8.2012 kl. 11:10
jonasgeir afbragðs hugmynd.
Auðvitað ætti að birta í dagblöðun hverjir eru á bótum. Það verður kanski erfiðara fyrir það að vinna vinnu á svokölluðum svörtum markaði og fá bætur frá Ríki og/eða Bæ líka.
Svo ætti auðvitað að verðlauna þá sem geta komið upp um slík svik, hvernig væri 50% af því sem Ríki og Bær mundu spara?
Sama regla ætti að vera fyrir þá sem bara stunda svokallaða svarta vinnu, sá sem kemur upp um slík svik, ætti að fá 50% af þeim tekjum sem ríkið hefði annars ekki fengið.
Setja nöfn þessara svartavinnu svikara í öll dagblöð með mynd og láta þessa svikara greiða kostnað af því að setja þetta í fjölmiðla. Kanski nokkrar mínutur í sjónvarpi svona rétt fyrir kvöldfréttir með nafni og mynd og hversu miklu var stolið af Ríki og Bæ fyrir að greiða ekki þau gjöld sem vera bar, væri líka góður kostur.
Ef þetta væri gert þá er ég viss um að svo kölluð svört vinna mundi hreinlega leggjast niður og tekjur Ríkis og Bæ mundu aukast og styrkja útgjöld minka.
Þvílík hugmynd jonasgeir, þú ættir að vera í brúðuleikhúsinu við Austurvöll, ég mundi kjósa þig.
Kveðja frá Las Vegas
Jóhann Kristinsson, 31.8.2012 kl. 14:36
Magnús K var eins og Alki vildi meir og meir. En hann selur kanski Sumarhús sitt sem er aðeis 300fermetrar og Fjórhjólin og Pallbílana sem þar eru geimd,ásamt fleiru sem Hollivodd stjörnur mundu vilja eiga.Nei Magnús Kristinsson er búin að sanka að sér meir en flestir hér á Landi.Magnús var ekki fórnarlamb Bankahrunssins..
Vilhjálmur Stefánsson, 31.8.2012 kl. 15:00
Lykilorðið hér er SKULDIR.
Þúsundir "venjulegra" íslendinga lögðu sparifé sitt í hlutafjárkaup í einkabönkunum.
Aðrir skuldsettu sig til þess að kaupa hlutaféð og geymdu sparifé sitt á öruggari stað.
Verði þeim nú að góðu.
Kolbrún Hilmars, 31.8.2012 kl. 16:37
Jóhann, skil ekki skot þitt á Jonasgeir, en ég er sammála honum. Hvað koma bætur svartamarkaðsvinnu við??
Það er fjarstæðulegt að birta persónulegar upplýsingar. Það er líka fjarstæðulegt að koma fram við alla bótaþega eins og þeir væru kannski eða einu sinni líklega að svindla.
Það væri að öllum líkindum mannréttindabrot og líklega er það núna eins og skatturinn og þjóðskrá eru galopin í þessu stjórnlausa landi.
Elle_, 31.8.2012 kl. 20:38
https://tjenester.skatteetaten.no/informasjon
Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 31.8.2012 kl. 23:04
Elle,
Ef að það er allt í lagi að allir viti hversu mikið menn hafa í launum hver svo sem þau voru, (sem mér finnst einkamál), af hverju ekki að birta hverjir eru á bótum?
Svo fanst mér bara hugmynd jonasgeir ("Ætti ekki líka að birta hver væri á bótum?") alveg eiga fullann rétt á sér eins og að birta skatta og tekjur einstaklinga. Þannig að ég var ekkert að skjóta á jonasgeir, bara miskingur hjá þér.
Það er nú vitað mál að það eru menn sem stunda svokallaða svarta vinnu og eru á atvinuleysisbótum eða á bótum frá Ríki og Bæ af þeir geta ekki framfleitt sér og fjölskyldu. Þannig eru náttúrulega ekki reglur um bætur að svona starfsemi sé viðhöfð.
Eða hefur þú aldrei heyrt talað um svarta vinnu á Íslandi, þegar menn eru á bótum?
Kveðja frá Las Vegas.
Jóhann Kristinsson, 1.9.2012 kl. 00:06
Jóhannes, hann var með kaldhæðni. Og ekki erfitt að skilja það. Honum fannst augljóslega fáránlegt að vera að opinbera laun manna sem engum kemur við. Hann getur annars best svarað sjálfur hvað hann meinti.
Jú, ég hef heyrt um svarta vinnu manna á bótum. En ég hef líka heyrt um alls konar glæpamenn og þjófa.
Það má ekki tengja það þannig að allt verði opinberað. Það er allt of mikið galopið í kerfi þessa stjórnlausa lands sem ekki þekkist í venjulegum löndum. Það er stjórnmálum að kenna, stjórnmálamenn setja lögin í landinu.
Elle_, 1.9.2012 kl. 01:13
Jóhann, meinti ég.
Elle_, 1.9.2012 kl. 01:13
Elle mín bara smá leiðrétting, nafnið er ekki Jóhannes heldur Jóhann.
Ég held að við séum bæði á sömu nótum og jonasgeir, ég bara gerði meira úr þessu með bótahafa með að bæta inn í svarta vinnu svindlið hjá sumum bótahöfum.
Og við erum bæði sammála um að stjórnmálamenn, þeir hafa ekki gert neitt til að sporna við að sömu menn komi til með að valda öðru hruni. Setja lög til að koma svona óþverum undir lás og slá ef þeir gera þetta aftur, átti nefnilega að vera númer 2, að bjarga heimilunum númer 1.
Hvað hafa þeir gert í að bjarga heimilunum; ekkert sem virkar og þessum hvítflibba glæpa lagasetningum; ekki neitt. Setja sígarettur í sölu í apótekum var meira áríðandi en að setja lög um hvítflibba glæpi og bjarga heimilunum.
Þvílíkt brúðuleikhús þekkist hvergi annarstaðar svo að ég viti, nema kanski í Brussel.
Keep up the good fight Elle, you are needed desperately.
Kveðja frá Las Vegas.
Jóhann Kristinsson, 1.9.2012 kl. 02:15
Já, ég sá nafnið, Jóhann, og lagaði það strax, eins og þú sérð að ofan. Skil af hverju þú sást það ekki þó. Seinna commentið nefnilega datt út og kom ekki aftur inn fyrr en þitt síðasta kom. Þetta er búið að vera að gerast hjá mbl.blog.is af e-m ástæðum ef maður setur inn 2 comment í röð.
Elle_, 1.9.2012 kl. 07:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.