Fimmtudagur, 30. ágúst 2012
Pólitískar hreinsanir í stjórnarráðinu
Ríkisstjórn Jóhönnu Sig. stundar undarleg vinnubrögð, svo ekki sé meira sagt. Björn Bjarnason skrifar eftirfarandi á Evrópuvaktina um mannahald stjórnarráðsins á vakt vinstriflokkanna.
Þá eru skrifstofustjórar teknir í hæfnisviðtöl, meira að segja skrifstofustjórar með áralanga reynslu. Þótt menn séu taldir hæfir er leitað leiða til að rökstyðja að viðkomandi sé ekki vænlegur kostur. Undir rós er afstaða embættismanna til ESB könnuð og efasemdarmenn settir til hliðar. Minna frásagnir af aðferðunum á það sem lesa má um hreinsanir í kommúnistaríkjunum sálugu.
Kerfisbreytingar þessar hafa verið unnar stig af stigi. Pólitískri hindrun var rutt úr vegi 31. desember 2011 þegar Jón Bjarnason var rekinn úr ríkisstjórninni. Mestu aðlögunarverkefnin eru nú unnin á pólitíska ábyrgð Steingríms J. Sigfússonar, formanns vinstri-grænna. Innan þess flokks hefur verið sviðsett efasemdarbylgja vegna ESB á sama tíma og formaðurinn stendur að þessari miklu ESB-uppstokkun á Stjórnarráði Íslands.
Þetta pólitíska hryllingshandrit að stjórnsýslu Jóhönnu og Steingríms J. er í takt við aðfarirnar sem þjóðin hefur mátt horfa upp á síðustu þrjú árin.
Breytingar á Stjórnarráðinu staðfestar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.