Fimmtudagur, 30. ágúst 2012
Tækifærissinnar sitja eftir í VG
Tækifærissinnar eins og Árni Þór Sigurðsson, sem vill þægilega innivinnu hvort heldur í Reykjavík eða Brussel, eru þeir sem sitja eftir í VG. Þeir meginhópar sem standa að VG, róttækir vinstrimenn annars vegar og hins vegar fullveldissinnar, yfirgefa flokkinn sem margsvikið hefur stefnumál sín.
Þegar flokki er stjórnað af dómgreindarlausri forystu sem fyrirgerir stefnu og málefnum í þágu valda er ekki við öðru að búast en fólk verði afhuga.
Fólk nennir ekki að púkka upp á flokk hvers helsta verkefni er að tryggja völd tækifærissinna.
Verkefnið að stofna nýjan flokk | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sammála þeir geta sjálfum sér um kennt Steingrímur og Árni Þór. Það virðist reitast utan af þeim fylgið. Enda ekkert skrýtið þegar ljóst er að þeir hafa svikið flest öll sín kosningaloforð og það all svakalega.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 30.8.2012 kl. 10:12
Tækifærissinnarnir eru þeir sem vilja ekki og ætla ekki að axla neina ábyrgð. Gamla kommagengið í Alþýðubandalaginu fór flest í VG og þar halda þeir úti sömu vinnubrögðum og þar. Réttnefndir kverúlantar og tækifærissinnar sem eru endalaust að slá sjálfa sig til riddara í sjálfhverfi þröngsýni.
Jón Ingi Cæsarsson, 30.8.2012 kl. 12:02
Almenningur er loksins farinn að sjá í gegnum þetta lið.
Allt eru þetta sömu prinsipplausu tækifærissinnarnir.
Brjóta jafnréttislög eins og þeim sýnist alveg eins og þeir sem voru á undan þeim við völd.
Gefa skít í úrskurði Hæstaréttar.
Vaða yfir allt og alla í taumlausri valdafíkn og sjálfhverfu.
Er að undra að fólk í þessu landi fyrirlíti stjórnmálamenn?
Rósa (IP-tala skráð) 30.8.2012 kl. 14:26
Já Rósa von að þú spyrjir, það er nefnilega ekki að undra að landsmenn flestir fyrirlíti stjórnmálamenn, flesta. Virðing verður nefnilega ekki áunnin með áróðri eða lygum, heldur eingöngu með því að standa sig og gera rétt.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 30.8.2012 kl. 18:41
Hvað heitir rugluflokkurinn sem Jón Ingi er í??
Elle_, 30.8.2012 kl. 19:58
Hlýtur að heita Samfylking.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 30.8.2012 kl. 20:47
Já, og þar með hefur hann engin efni á að gagnrýna nokkurn flokk eða stjórnmálamann. Hann styður það langversta.
Elle_, 30.8.2012 kl. 21:08
Sæll.
Dead on hjá þér.
Hinn ágæti Jóni Ingi heldur úti bloggi sem er eiginlega fín kennsla í skilningsleysi á efnahagsmálum og útúrsnúningum. Þegar sumar færslurnar þar eru lesnar svimar mann bara af allri þeirri steypu sem þar er á borð borin. Maðurinn er án efa hinn besti en hann veit ekkert um efnahagsmál líkt og skoðanasystkini hans enda er hér allt í steik þó Katrín Jakobs skilji það ekki og vitni í tölur sem segja í reynd ekkert.
Hve oft hefur landið risið hjá Steingrími? Lengi vel ætluðu Vg sér að efla ferðaþjónustuna en nú á greinilega að jarðsetja hana eins og svo margt annað. Þetta fólk veit ekki hvort það er að koma eða fara.
Helgi (IP-tala skráð) 30.8.2012 kl. 22:55
Og Steingrímur ´þorði ekki að hugsa þá hugsun til enda´ ef við leggðumst ekki fyrir kúgunar´samningnum´. Það var og. Við áttum að verða að Kúbu norðursins og samt hætti landið að sökkva strax og það rugl hans og Jóhönnu var kolfellt. Viti menn, landið reis úr sæ.
Elle_, 30.8.2012 kl. 23:03
Einmitt það getur ekki flokkast undir neitt nema heimsku eða fáfræði að skilja ekki hvað er að gerast í Evrópu í dag. Eða sjá hvað er að gerast yfirleitt.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 31.8.2012 kl. 09:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.