Fimmtudagur, 23. ágúst 2012
Umræðan og blint ESB-ofstæki
Þingmenn og ráðherrar VG sem sviku stefnu flokksins og kjósendur sumarið 2009 til að þóknast ESB-áráttu Samfylkingar vilja fá ,,umræðu" um stöðu aðildarumsóknarinnar. Þetta er yfirvarp fyrir skort á heilindum og einurð.
Íslenskt samfélag er undirlagt umræðunni um ESB-umsóknina; forsetakosningarnar í sumar snerust að stórum hluta um Evrópumál. Evru-kreppan og tilvistarvandi Evrópusambandsins er í langan tíma helsta fréttaefni alþjóðlegra fjölmiðla.
Allir nema blindir ESB-ofstækismenn sjá að umsókn Íslands er feigðarflan sem ber að aflýsa. Þingmenn og ráðherrar VG eiga að lýsa því yfir að þeir styðji afturköllun ESB-umsóknarinnar.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.