Þriðjudagur, 21. ágúst 2012
ESB-umsóknin, Jóhanna og tortímandi stjórnmál
ESB-umsóknin splundraði þingflokki Vinstri grænna á kjörtímabilinu. Í vetur er líklegt að umsóknin kljúfi flokkinn enn frekar. ESB-umsókin var samþykkt á fölskum forsendum, eins og Erna Bjarnadóttir rekur í grein sinni.
Í orði þykist Jóhanna Sigurðardóttir styðja ESB-umsóknina, samanber ummæli hennar í RÚV. Stuðningur Jóhönnu er þó ekki við umsóknina sjálfa heldur tortímingarmátt ESB-málsins.
Þorsteinn Pálsson er ESB-sinni og þekkir málið innan frá sem trúnaðarmaður Össurar. Þorsteinn skrifar um helgina í Fréttablaðið og segir Jóhönnu alls ekki vinna að framgangi umsóknarinnar, heldur þvert á móti. Þorsteinn segir
Allir vita að tvíhliða fríverslunarsamningur við Kína er ósamrýmanlegur Evrópusambandsaðild. Þegar forsætisráðherra Kína kom í opinbera heimsókn nýlega lagði forsætisráðherra ofurkapp á að slíkur samningur yrði undirritaður áður en botn fæst í Evrópuviðræðurnar. Hvaða skilaboð voru send með því?
Jóhanna býr ekki að neinni sannfæringu í ESB-málinu og hún talar aldrei fyrir framgangi umsóknarinnar í samhengi við langtímahagsmuni Íslands. Jóhönnu finnst aftur á móti afar gott að grípa til umsóknarinnar til að berja á Vinstri grænum.
Spurningin er hversu lengi Vinstri grænir ætla að sitja undir tortímandi pólitík Jóku Machiavelli.
![]() |
Umsóknin um aðild að Evrópusambandinu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Steingrímur yfirgefur ekki sitt Sófaráðuneiti skiptir ekki máli hvað Jóhanna segir eða ekki því þegar hann hefur sófaráðuneiti þá getur hann lagt sig og snúið sér á hina hliðina þegar jóka malar.ég sleppi ekki mínum mínum mínum ráðuneitum.......
Jón Sveinsson, 21.8.2012 kl. 16:00
Steingrímur er siðlaus ósannindamaður samanber bara t.d. Icesave meðhöndlunina ásamt auðvitað fleiri dæmum.
Slíkir geta verið J'ohönnu varasamir ef þeir hætta að urra...
jonasgeir (IP-tala skráð) 21.8.2012 kl. 16:07
Forsætisráðherratíð Jóhönnu hefur snúist upp í harmleik.
Mér finnst átakanlegt og sorglegt að fylgjast með henni.
Rósa (IP-tala skráð) 21.8.2012 kl. 17:25
Mætti alveg hugsa sér að einhver hinna frábæru listamanna setti upp söngleik (tragedyu) með því efni. Það væri einskonar áfallahjálp,eftir allt sem þjóðin er búin að líða.
Helga Kristjánsdóttir, 21.8.2012 kl. 22:17
( Tragikomedia!!! )
Helga Kristjánsdóttir, 21.8.2012 kl. 23:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.