Mánudagur, 20. ágúst 2012
Andstæðir hagsmunir VG og Samfylkingar
Verði ESB-umsóknin enn lifandi við kosningarnar þá verður hún mál málanna. Vinstri grænir munu tapa þeirri kosningabaráttu og teldust góðir að ná tíu prósent fylgi. Ef, á hinn bóginn, búið verður að leggja umsóknina til hliðar mun það verða þrautin þyngri fyrir Samfylkinguna að koma stærsta málinu sínu á dagskrá.
Samfylkingin lagði ESB-málið í salt í tvennum kosningum, 2003 og 2007, vegna þess að enginn annar flokkur vildi sækja um aðild og málinu var því sjálfhætt. Komi sama staða upp í næstu kosningum er farið helsta baráttumál flokksins. Samfylkingin yrði að enduruppgötva sjálfa sig.
Samfylkingardeild Sjálfstæðisflokksins, Þorsteinn Pálsson, Ólafur Stephensen ritstjóri og nokkrir fleiri, gefa Samfylkingunni von um tveggja flokka samstarf eftir kosningar. Pæling forystu Samfylkingar er að ESB-umsóknin gæti verið samningsmál við Sjálfstæðisflokkinn. Bjarni Ben. myndi kaupa það dýru verði að slá ESB-umsóknina út af borðinu.
Andstæðir hagsmunir ríkisstjórnarflokkanna munu fá útrás í haust og vetur í formi sundurlyndis á stjórnarheimilinu. Það er harla ólíklegt að ráðherrar og þingmenn VG láti rólega og yfirvegað ESB-umsóknina leiða sig til slátrunar.
Á réttum tímapunkti geta þingmenn VG greitt atkvæði með tillögu stjórnarandstöðunni um að afturkalla ESB-umsóknina. Þar með stæði Samfylkingin berrössuð kortéri fyrir kosningar.
Eina von vinstriflokkanna er að Samfylkingin láti segjast og viðurkenni að ESB-umsóknin er komin á endastöð. Nokkuð stór biti að kyngja, en særindin gætu gróið fyrir kosningar.
Óæskilegt að kosningarnar snúist um ESB | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Puff! Eins og ástarþríhyrningur!!!
Helga Kristjánsdóttir, 20.8.2012 kl. 12:53
...og bullandi framhjáhald tveggja horna þríhyrningsins... :)
Kolbrún Hilmars, 20.8.2012 kl. 13:23
Er einhver von til þess að hægt sé að treysta Sjálfstæðisflokknum til að halda þjóðinni fyrir utan ESB? Miðað við umsnúning Bjarna B í Icesave er allt eins líklegt að hann tæki samskonar vinkil í Evrópumálunum (Kalt hagsmunamat). Nei sumt af þessu fólki mundi selja ömmu sína fyrir lákúrulega stóla í Brussel.
Sandy, 25.8.2012 kl. 07:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.