Vitfirrta umræðan og þögn forystu Samfylkingar

Grein Stefáns Ólafssonar, Evrópuumræðan - á valdi vitfirringar, er orðin vikugömul. Jafngömul er ádrepa Andrésar Jónssonar, ESB - síðasti sjens Samfylkingar? Báðir leggja þeir til að vanhugsuð ESB-umsókn Íslands verði lögð til hliðar.

Þriðji maðurinn úr fótgönguliði Samfylkingar, Jón Daníelsson,  hnykkti á boðskap félaga sinna í vikunni með bloggi undir heitinu ESB má bíða. Upphafsmálsgreinin er svohljóðandi

Það er löngu ljóst, öllum sem vilja sjá, að Íslendingar eru ekki á leið inn í Evrópusambandið að svo stöddu. Sumum þykir það skítt, en aðrir eru hoppandi kátir eins og gengur. Hörðustu ESB-sinnarnir verða á endanum að kyngja þessari staðreynd.

Eftirtektarvert er að enginn úr forystuliði Samfylkingar treysti sér til að taka umræðu við félaga sína um stöðu ESB-umsóknarinnar.

Hvort sem Jóhönnu og Össuri tekst að berja ráðherra VG og þingmenn til hlýðni við við umsóknina eða ekki er öllum sem fylgjast með stjórnmálaumræðunni ljóst að engar líkur eru á að þeir þrír flokkar sem eru með flokkssamþykktir um andstöðu við aðild munu breyta afstöðu sinni í bráð. Bæði er að íslenska leiðin út úr kreppunni gengur ágætlega og svo er hitt að allar fréttir úr Evrópusambandinu næstu misserin verða hörmungartíðindi um evruna.

Samfylkingin mun standa ein með umsóknina í hendi eftir þingkosningarnar. Engar líkur eru á því að ríkisstjórnin haldi meirihluta sínum. Barðir og bældir þingmenn VG, þeir fáu sem komast á þing, verða ekki lykillinn að stjórnarráðinu.

Haldi Samfylkingin ESB-umsókninni til streitu er það ávísun á einangrun og áhrifaleysi. Fótgönguliðar flokksins munu ekki fylkja liði í þágu tapaðs málsstaðar. Samfylkingin er ekki þannig flokkur.

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hver skilur Samfylkinguna. Biblían út, Biophilia inn. Menn verða að muna að tala um börn sem skapandi verur. Þá opnast allar gáttir.

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 19.8.2012 kl. 10:37

2 identicon

Rétt er að minna á, að skírskotunin "vitfirrt umræða" í titli greinar minnar vísar meðal annars og ekki síst til skrifa Páls Vilhjálmssonar um Evrópumál.

Honum er líka gjarnt að fara ranglega með staðreyndir og neitar að leiðrétta sig þó á sé bent.

Með góðri kveðju, Stefán Ólafsson

Stefán Ólafsson (IP-tala skráð) 19.8.2012 kl. 11:06

3 identicon

Sæll.

Fínn pistill.

Þessi umsókn Sf endurspeglar hugmyndafræðileg gjaldþrot flokksins.

Umsóknin er efnahagsstefna Sf, umsóknin sýnir glögglega fram á ráðaleysi Sf í efnahagsmálum. Flokkurinn hefur engar lausnir og því afar þægilegt varpa bara öllu á ESB. ESB reddar öllu segir Sf og við sjáum hve vel allt gengur innan ESB og hér. Þingmenn og ráðherrar Sf geta öskrað sig hása og sagt þjóðinni að kreppan sé búin en það er sama þó settur sé varalitur á svín - varalitað svín er alltaf svín. Er kreppan búin í okt/nóv. þegar atvinnuleysistölur verða mun hærri en nú? Hvað með allar skuldirnar sem núverandi ríkisstjórn hefur safnað? Þarf ekki að borga þær? Hvað með allt þetta atvinnuleysi innan ESB? Þó Grikkland sé mikið í fréttum núna eru enn mikil vandræði á Spáni, Ítalíu, Portúgal og eftir ekki svo mörg ár verða Frakkar komnir í vandræði. Þegar evrusamstarfið breytist mun staðan í Þýskalandi breytast til hins verra.

Atvinnuleysi innan ESB er nú 11% en var 10% í fyrra. Staðan þar er m.ö.o. ekki að batna. Þú skrifaðir fínan pistill um fólksflótta frá Írlandi nýlega. Mikil hamingja þar sem og meðal ungs fólks í Evrópu sem fær ekki vinnu. Fólk eignast helst ekki börn þarna sem er ávísun á enn frekari vanda, sem þó er nægur fyrir, eftir fáeina áratugi. Ungt fólk sem flýr land borgar ekki skatta og stendur ekki undir velferðarsamfélögum Evrópu.

Vandamál Evrópu er rétt byrjuð að koma í ljós. Evrópa er búin að vera, jörðuð af jafnaðarmönnum með minnimáttarkomplexa.

Helgi (IP-tala skráð) 19.8.2012 kl. 11:14

4 identicon

Ég held að það sé bara hið besta mál að Samfylkingin haldi þessari umsókn til streitu: auðvitað er ekkert að fara að gerast í þessu máli fram að kosningum og því lengur sem þessi flokksræfill rembist við ESB-staurinn, því meiri verða afhroð hans í næstu kosningum. Sem er gott mál.

Hættum því að eyða orðum í þessa stjórnlausu sjálfseyðingu Samfylkingarinnar en ræðum frekar meira aðkallandi vandamál, sem er stjórnarandstaðan og sér í lagi snautleg forysta Sjálfstæðisflokksins. Sú hjörð er með engu móti tilbúin til að taka við stjórninni, sem er mikið vandamál því það er deginum ljósara að nýir aðilar verða að taka og munu taka við stjórnartaumunum eftir næstu kosningar.

Birgir (IP-tala skráð) 19.8.2012 kl. 12:01

5 Smámynd: Sólbjörg

Grein Stefán Ólafssonar er rík af lýsingaorðum en engar tilvísanir eða staðreyndir um efnahagsvanda ESB, samt þykist Stefán fær um að meta að efnahagsvandi ESB sé tímabundin vandi. Þvert á að helstu sérfræðingar eru uggandi og staðreyndir tala því máli að ástandið sé líklega langtíma og eigi eftir að versna. Svo er annað hver er skilgreiningin á tímabundinn vandi?

Stefán skrifar í grein sinni: "Frestun yrði súr fyrir suma Samfylkingarmenn, einkum þá sem þegar eru búnir að móta sér afstöðu án þess að samningar hafi verið kláraðir. Hinir, sem hafa þá skynsömu afstöðu að vilja sjá samninginn fyrst, ættu að geta beðið. Óvissan í Evrópu segir okkur að bið geti verið skynsamleg við þessar aðstæður"

Hinir skynsömu fullyrðir Stefán, vilja sjá samninginn. Af hverju les samfylkingar fólk eins og Stefán og fleiri ekki reglugerðir ESB og Lissabon sáttmálann - Þar er allt skrifað, líka að það er EKKI HÆGT AÐ SEMJA. Það er engin samningur aðeins aðlögun að reglugerðum ESB.

Sú staðreynd að aðlögun getur tekið tíma þýðir ekki að fresturinn sé samningur heldur tímatakmarkað svigrúm til að koma reglugerðarbreytingunum í framkvæmd í stjórnsýslunni. Ef fólk getur ekki skilið þetta er eitthvað mikið að. Stefán ætlar væntanlega í formannsframboð fyrir SF.

Sólbjörg, 19.8.2012 kl. 12:35

6 Smámynd: Elle_

Satt, Sólbjörg.  Já, hvaða ´samning´, Stefán?  Við vorum aldrei í neinum ´samningaviðræðum´, þessi orð eru rangyrði.  Málið snýst um upptöku óumsemjanlegra Brussellaga, um 100 þúsund blaðsíður af þeim.  NOT NEGOTIABLE.  Það verður víst að þýða þetta fyrir flokkinn þinn.  Við erum ekki að tala um neitt lítið mál eins og flokkinn ykkar.

Elle_, 19.8.2012 kl. 15:07

7 Smámynd: Elle_

Hinsvegar er punktur Birgis líka góður.  Við erum ekkert að fara þarna inn, pínulitli flokkurinn mun ekki koma fullveldisafsalinu í gegn.

Elle_, 19.8.2012 kl. 15:28

8 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Það þýðir ekkert að rökræða við ESB sinna. Ef við bendum þeim á ókosti þess fyrir okkar fámennu þjóð (örþjóð) að innlimast í hundruða milljóna apparatið ESB og fórna þar með bæði sjálfstæðri utanríkis- og viðskiptastefnu og yfirráðum auðlindanna er fátt um svör. Þeir sveifla sér beint að evrunnni og reyna að sannfæra okkur um að evran jafngildi sáluhjálp af himnum.

ESB sinnar virðast ekki hafa neinar áhyggjur af því að allt er í tómu tjóni í mörgum evrulöndum og að evran sjálf sé að verða verr stödd en hin "alræmda" íslenska króna.

Eina spurningin sem er enn ósvarað er; AF HVERJU láta ESB sinnar eins og ekkert sé að í evrulöndum?

Kolbrún Hilmars, 19.8.2012 kl. 15:31

9 Smámynd: Elle_

Gallinn við þetta þó, Birgir, svona eftir umhugsun, er að það er of dýrt og of miklar skemmdir verða orðnar á embættum og stofnunum landins.  Svo er ég líka sammála Helga.

Elle_, 19.8.2012 kl. 19:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband