Engar reglur um útgöngu Grikkja

Sáttmáli um fjármálasamruna evru-ríkjanna 17 á að stemma stigu við óhóflegri skuldasöfnun aðildarríkja. Skuldir Grikkja eru núna 300 milljarðar evra og vaxa um átta milljónir evra á klukkustund.

Þrátt fyrir að 100 milljarða skuldaafskriftir eru Grikkir óðum að nálgast fyrri stöðu. Í kjölfar umræðu vegna viðtals við finnska fjármálaráðherran sagði talsmaður framkvæmdastjórnar ESB að ekki væri unnið að reglum um brotthvarf einstakra ríkja úr evru-samstarfinu. (Sjá færslu 11.37 hér.)

Með því að engin refsiákvæði eru til gagnvart ríkjum sem brjóta reglur myntsamstarfsins er nánast boðið upp á misferli. Kjósendur í Norður-Evrópu eru óðum að átta sig á ónýti evru-kerfisins. Á næstu mánuðum verður deilt um hvernig á að bregðast við evru-kreppunni. Umfjöllun um þær deilur berast íslenskum kjósendum til eyrna og verður ekki til að auka eftirspurnina eftir evru sem lögeyri á Íslandi.


mbl.is Vill þjóðaratkvæði um sáttmálann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll.

Ég held að eitt eða fleiri evruríki yfirgefi svæðið í ár enda fyrir löngu ljóst hvað gera þurfi þó elítan í Evrópu fatti það ekki eða vilji ekki viðurkenna.

Evrusvæðið verður orðið nokkuð breytt sumarið 2013. Um leið og Grikkir fara gætu fleiri ríki fetað í fótspor þeirra. Hvernig ætlar t.d. spænski túristabransinn að keppa við Grikki ef þeir eru með drögmu en Spánverjar með evru? Ef eitt ríki fer mun það setja þrýsting á önnur að gera það sama.

Grikkir hefðu átt að taka upp drögmuna sína í upphafi árs og þá hefðu þeir fengið fullt af túristum til sín. Núna fá þeir bara bjúrókrata í heimsókn sem segja þeim fyrir verkum.

Helgi (IP-tala skráð) 17.8.2012 kl. 18:13

2 Smámynd: Kristinn Pétursson

Það þarf hugsanlega  að ráða minnkunarstjóra  hjá ESB til að sjá um Grikki  o.fl. 

... ef  ekki gengur að taka Grikki á hlýðninámskeið... - 

 stækkunnarstjórinn hefur ekki umboð til að vinna að minnkun ESB...

Kristinn Pétursson, 17.8.2012 kl. 21:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband