Langur fattarinn hjá Margréti Tryggva

Evrópusambandið tekur við umsóknum frá ríkjum sem þegar hafa gert upp hug sinn og vilja ganga í sambandið. Ferlið sem boðið er upp á inn í Evrópusambandið heitir aðlögunarferli. Það felur í sér að umsóknarríki tekur jafnt og þétt upp lög og reglur Evrópusambandisns, sem samtals eru um 100 þúsunda blaðsíður.

Margrét Tryggvadóttir og ýmsir ESB-sinnar aðrir láta eins og aðildarsamningur við Evrópusambandið sé eitthvað allt annað en innganga í sambandið. 

Ástæðan fyrir því að samningaferli Íslands við Evrópusambandið er orðið jafn langt og raun ber vitni, þrjú ár frá umsókn og tvö frá upphafi viðræðna, er að Ísland hefur dregið lappirnar og leitað eftir undanþágum frá aðlögunarferlinu. Og hvers vegna er það? Jú, vegna þess að stjórnvöld lugu því til að hægt væri að fá óskuldbindandi samning. En það er ekki í boði.

Margrét Tryggvadóttir og aðrir laumu ESB-sinnar geta skýlt sér á bakvið valkvæða heimsku eins lengi og þeir vilja. En óneitanlega er orðið þreytandi að hlusta á sjálfsblekkinguna.


mbl.is Telur samning þurfa að liggja fyrir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Hvar eru nú lýðræðisástin, heiðarleikinn og raddir fólksins í landinu, Margrét Tryggvadóttir?

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 15.8.2012 kl. 16:13

2 identicon

Dapurleg sönnun þess að nýtt fólk breytir engu í íslenskri pólitík.

Karl (IP-tala skráð) 15.8.2012 kl. 16:34

3 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Ég vil benda Karli á að það var skipt um ríkisstjórn 2009 en ekki þjóð og Margrét er í engu frábrugðin öðrum sem lugu sig inn á þing í þeim kosningum. Kjósendur sáu svo um restina.

Ragnhildur Kolka, 15.8.2012 kl. 16:42

4 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Já Páll það er alveg ótrúlegt að hún skuli ekki gera sér grein fyrir þessu, svo þykist hún vera hliðholl því að láta Þjóðina ráð sem mestu um hag sinn og það er ekki laust við að sú spurning komi upp í huga hjá mér hvort henni finnist það að ganga í ESB ekki vera hagsmunamál hjá Þjóðinni allri...

Hún gefur eiginlega í skyn að þetta sé svo lítið og ómerkilegt atriði að það komi ekki þjóðinni við að fara þarna inn....

Skammist hún sín og hafi hún vit á því að segja af sér vegna þessa niðurlægingar hjá henni á Þjóðinni, Þjóðin gerir sér þó allavega grein fyrir því að þetta er nú aðeins meira og stærra og hefur svo sannarlega með hag okkar Íslendinga að gera og það mikið....

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 15.8.2012 kl. 17:09

5 identicon

Hún semsagt veit allt um evrópusambandið, en vill fyrst fá að vita hvort við fáum óheyrða sérmeðferð vegna þess hve sérstök við erum. Stokkhólmsheilkenni?

Jónatan (IP-tala skráð) 15.8.2012 kl. 17:17

6 identicon

Margrét Tryggvadóttir mun brátt tilkynna það formlega, að hún hafi gerst flokksfélagi í Samfylkingunni.  Kv. Dagur. 

Dagur (IP-tala skráð) 15.8.2012 kl. 18:35

7 Smámynd: Elle_

Ekki trúi ég að stjórnmálamenn viti ekki að það er ekki um neitt að semja við Brussel.  Það er fráleitt að vera að kalla afsal og yfirtöku ´samninga´.  Það var aldrei verið að semja um eitt eða neitt.

Elle_, 15.8.2012 kl. 19:11

8 identicon

Mér þykir nú líklegra að Margrét hoppi yfir til Gvendar Steingríms,

þó Dagur reyni að blöffa okkur.

Minni á að Gvendur Steingríms og Heiða Helga Pé, B-deild samFylkingarinnar,

hafa nú ráðið sér kosningastjóra, fréttastjóra Fréttablaðsins

og fengið blessun og árnaðaróskir frá páfa ESB sinna, ritstjóra þess.

Það kæmi mér alla vega ekki á óvart að Margrét lendi sér þar.

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 15.8.2012 kl. 19:56

9 identicon

(Borgara)Hreyfingin ætti að vera bæði frambjóðendum og kjósendum víti til varnaðar.

Ef Margrét Tryggvadóttir slæst í för með Guðmundi Steingríms þá nær þægilega innivinnu-syndomið nýjum hæðum.

Sigrún Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 15.8.2012 kl. 20:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband