Miðvikudagur, 15. ágúst 2012
Þorsteinn Pálsson leitar að baklandi
Þorsteinn Pálsson fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins, ritstjóri Baugstíðinda og núverandi handlangari Össurar Skarphéðinssonar í samninganefnd í ESB-viðræðum klifar á því að ESB-umsóknin þurfi nýtt pólitískt bakland.
Þorsteinn er í samfylkingardeild Sjálfstæðisflokksins og styður Árna Pál Árnason til formennsku í Samfylkingunni, samanber leiðara samherja Þorsteins í Fréttablaðinu í dag.
Þorsteinn situr á girðingunni á meðan ESB-umsóknin sekkur. Ef nokkur sannfæring væri á bakvið pólitík Þorsteins myndi hann annað tveggja stofna ESB-sinnaðan smáflokk eða ganga til liðs við Samfylkinguna.
Athugasemdir
Nú er öllu tjaldað til, sjálf Pótemkin tjöldin sett upp.
Rýnum í þetta:
Fréttastjóri Fréttablaðsins
(Fretblaðsins? ... veitið klósettpappírnum á myndinni athygli)
fær nú blessun og velfarnaðaróskir frá Ólafi Stephensen,
sjálfum páfa ESB trúboðsins,
þegar hann gerist nú trúboði og kosningastjóri B-deildar samFylkingarinnar,
undir forustu Guðmundar Steingrímssonar.
Þorsteinn á því þennan skýra valkost, að heimsækja kosningastjórann
og melda sig inn í B-deild Samfylkingarinnar.
(Skyldi Þorsteinn hafa setið við borðið með klósettrúllunni?):
Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 15.8.2012 kl. 13:10
Dokum nú duggunarlítið við og bíðum þess,
þegar Þorsteinn röltir næst upp á Kögunarhólinn sinn,
með rúllu í hendi,
og segist hafa teflt þar við páfann og í loftinu liggi nú,
að B-deild samFylkingarinnar er hans bakland.
Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 15.8.2012 kl. 13:34
Er ekki Þorsteinn bara að leita að grundvelli til þess, að Bjarni Benediktsson geti eftir kosningar myndað ESB-ríkisstjórn með Samfylkingunni?
Sigurður (IP-tala skráð) 15.8.2012 kl. 17:06
Kannski venjulegir sjálfstæðismenn mættu hugleiða vel orð Sigurðar.
Kjósi þeir D, þá gæti þetta farið svo sem Sigurður varar við.
Ný Hrun-stjórn í kortunum? Og Össur verði áfram utanríkisráðherra?
Og BjarN1 Icesave 3 verði forsætisráðherra? Guð hjálpi þá Íslandi.
Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 16.8.2012 kl. 01:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.