Samstaða á Íslandi er forsenda ESB-samninga

Tillaga um að sækja um aðild að Evrópusambandinu var samþykkt í miklum ágreiningi á alþingi sumarið 2009 með 33 atkvæðum, 28 voru á móti og tveir sátu hjá. Án beinna svika þingmanna VG við margyfirlýsta stefnu um andstöðu við ESB-aðild hefði tillagan ekki verið samþykkt.

Samfylkingin, sem einn flokka vill aðild, lofað hraðsamingum og átti þjóðaratkvæði að fara fram ekki síðar en 2012, jafnvel strax 2011. Þetta hefur ekki gengið fram enda býður Evrópusambandið ekki upp á samfylkingarleið inn í sambandið. Evrópusambandið tekur ný aðildarríki inn á forsendum aðlögunar þar sem umsóknarríki jafnt og þétt tekur upp lög og reglur sambandsins. 

Aðlögunarferlið er útskýrt með þessum orðum í útgáfu Evrópusambandsins

Accession negotiations concern the candidate's ability to take on the obligations of membership. The term "negotiation" can be misleading. Accession negotiations focus on the conditions and timing of the candidate's adoption, implementation and application of EU rules - some 100,000 pages of them. And these rules (also known as the acquis, French for "that which has been agreed") are not negotiable.

Þetta getur ekki verið skýrara. Af aðlögunarkröfu Evrópusambandsins leiðir að umsóknarríki þarf að vera búið að gera það upp við sig að vilja verða aðili að Evrópusambandinu áður en lagt er upp í leiðangurinn.

Engin samstaða var á Íslandi fyrir aðild að Evrópusambandinu. Þvert á móti er samstaða um að hagsmunum Íslands er betur borgið utan Evrópusambandsins.

Enginn aðildarsamningur verður gerður við Evrópusambandið í fyrirsjáanlegri framtíð.

 

 


mbl.is Ekki heiðarlegt að halda áfram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Auðvitað verður enginn aðildarsamningur við ESB, Egill Helga sagði þetta við franska sjóvarpsstöð fyrir tveim árum. Að öðrum fréttum af Agli er það helst að frétta, að honum gremst að fólk, andstæðingar ESB, telji hann vera ESB sinna.

Við hin fylgjumst spennt með fótgönguliðum ESB Samfylkingar, sem eru í óða önn að henda búningnum og reyna að hverfa í mannfjöldann.

Það er kannski dæmigerð eftiráspeki, en rétt er að benda Samfylkingum á, að sennilega hefði það verið skynsamlegt, að hlusta á þjóðina á sínum tíma, áður en lagt var upp í þessa pólitísku sjálfsmorðsför.

Talandi um það, ætli fólk með sprengjubelti, sem það ætlar að sprengja í mannfjölda, hafi plan B?

Hilmar (IP-tala skráð) 14.8.2012 kl. 11:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband