Sunnudagur, 12. ágúst 2012
ESB-umsókn átti að rétta hlut krata á Íslandi
Samfylkingarmenn eru vonum seinna teknir til við að ræða hvers vegna í ósköpunum þau mistök voru gerð að senda umsókn um aðild að Evrópusambandinu sumarið 2009. Góðkratarnir Stefán Ólafsson og Andrés Jónsson skrifa báðir Eyjugreinar í dag um móður allra mistaka.
Báðir leggja þeir áherslu á þröng flokkssjónarmið Samfylkingarinnar. Stefán ræðir málið eingöngu út frá taktísku sjónarhorni um hvað sé heppilegt að gera út frá stöðu Samfylkingar í upphafi kosningavetrar. Andrés ræðir Evrópumálin út frá gjaldmiðlaumræðunni og lætur eins og það sé höfuðatriði við ESB-aðild að fá evru. Andrés er orðinn fangi samfóistaorðræðunnar: ástæðan fyrir umræðunni ,,krónan er ónýt" er að ESB-sinnar töldu það sterkan áróður. Enginn í Evrópusambandinu lætur sér detta í hug að evran sé annað en verkfæri til aukins samruna.
Hvorki Stefán né Andrés ræða ESB-umsóknina út frá utanríkispólitískum hagsmunum Íslands né í samhengi við Evrópusamandið, tilurð þess og þróun.
Ástæðan fyrir því að góðkratarnir taka til máls um ESB-umsóknina er að hún er orðinn baggi á Samfylkingunni. Evrópumálin voru af hálfu Samfylkingar aldrei meira en aðferð til að auka fylgi krata á Íslandi. Hvorki byggði krafan um aðild Íslands að Evrópusambandinu á ígrunduðu mati né ítarlegri umræðu. Að ekki sé talað um breiða samstöðu i þjóðfélaginu.
ESB-umsóknin er valdapólitískt tæki Samfylkingarinnar sem reynist flokknum tvíeggjað sverð.
Athugasemdir
Er hún ekki reyndar eineggja og afar vel brýnd, tilbúin að höggva esbhöfuðið af skömminni, það er verið að draga í land á öllum vígstöðvum. Sennilega vonast bæði Samfylkingin og VG að við gleymum bæði umsóknarferlinu og Icesave, ítem makríldeilunni.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 12.8.2012 kl. 18:47
Það er vita vonlaust fyrir VG að draga í land núna. En það er forystuvandamál frekar en flokksmál.
Síðast þegar SF sleit stjórnarsamstarfi var afsökunin samstarfsflokkurinn. Síðan þá erkióvinurinn sjálfur.
Nú þarf SF að endurtaka leikinn...
Kolbrún Hilmars, 12.8.2012 kl. 19:14
Það voru einu sinni fjörugar umræður um ESB.
Ekki lengur.
ESB fólkið hefur meira og minna skriðið aftur undir steinana.
Eina ánægjan sem maður fær núorðið, er að fylgjast með ESB-Eyjunni, og bloggurunum þar, sem reyna að finna sér nýja fjöl til að fóta sig á.
Ef að líkum lætur, þá fyrirfinnst ekki einn einasti aðdáandi ESB þegar kosið verður næst til alþingis. Fólk eins og Stefán og Andrés verða löööngu búnir að gleyma hástemmdum lýsingarorðum um lífið í Paradís.
Hilmar (IP-tala skráð) 12.8.2012 kl. 20:29
Já og reyndar Eiríkur Bergmann líka.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 12.8.2012 kl. 21:26
Það sýnir vel hugsunarhátt yfirmanna í ESB, hvernig þeir blekkja fólk og flokka, með mútum og vafasömum yfirklórs-upplýsingum, til að stunda áróður og heilaþvo landsmenn.
Þeir spilltu í toppnum á ESB-píramídanum vita hvernig á að hafa áhrif. Svona kúgunar-pressa og heilaþvottur lýsir vel þessu ESB-spillingarklúðri heimsbanka-veldisins. Blekkja, svíkja og ræna.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 13.8.2012 kl. 09:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.