Sunnudagur, 12. ágúst 2012
Rökin fyrir sviðsettum stjórnarslitum
Evrópusambandsaðild er ekki gott mál núna fyrir Samfylkinguna en verður ömurlegt næsta vor þegar evru-kreppan hefur unnið sig í gegnum undirstöður Suður-Evrópu. Samfylkingin gæti tekið kosningar í haust án þess að skaðbrennast.
Vinstri grænir gætu reynt að bjarga trúverðugleika sínum með því að sprengja Jóhönnustjórnina með Evrópumálum.
Báðir vinstriflokkarnir gætu séð sér hag í snöggri og stuttri kosningabaráttu. Sjálfstæðisflokkurinn er ekki búinn að ná vopnum sínum og í þingliðinu sitja enn grillmeistarar hrunsins. Framsóknarflokkurinn er ekki kominn með sannfærandi pólitískt prógramm en gæti fundið taktinn í vetur.
Sviðsett stjórnarslit VG og Samfylkingar vegna Evrópumála og snöggsoðnar kosningar í kjölfarið væri í anda machiavellískra stjórnarhátta Steingríms J. og Össurar skarpa.
Stefnt að þingkosningum í haust? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Svo er tímasetningin líka taktísk fyrir Katastroffu litlu sem spilaði svo falskt á Hörpu. Hún er alltaf jafn saklaus - og ábyrgðarlaus!
Almenningur (IP-tala skráð) 12.8.2012 kl. 15:33
Heyrist ekki gjamm í skipshundinum Snata Skallagríms? Ætli að hann geti ekki étið meira oní sig?
Hrúturinn (IP-tala skráð) 12.8.2012 kl. 15:37
Björn Valur er það sem kallað er "FULL OF SHIT" og kemur ekki meiru niður..
Jóhann Elíasson, 12.8.2012 kl. 16:02
eru sjálfstæðismenn núna komin í klapplið VG??
ekki er öll vitleysan eins
Sleggjan og Hvellurinn, 12.8.2012 kl. 21:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.