Sunnudagur, 12. ágúst 2012
Forysta VG viðskila við flokk og kjósendur
Með því að svíkja margyfirlýsta stefnu Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs um að hagsmunum Íslands væri betur borgið utan Evrópusambandsins en innan varð forystan viðskila við flokksmenn og kjósendur 16. júlí 2009 - þegar þingsályktun Össuarar um aðildarumsókn var borin upp á alþingi.
Flokkssamþykktir VG um andstöðu við ESB-aðild hafa verið ítrekaðar í þrjú ár en forystan engu að síður haldið sínu striki og unnið að aðlögun Íslands að Evrópusambandinu í samvinnu við ráðuneyti Samfylkingar.
Ragnar Arnalds fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins og einn síðuhaldara Vinstrivaktarinnar hefur vakið athygli á því að fá eða engin mál vekja jafn sterkar pólitískar kenndir hjá stuðningsmönnum VG og einmitt Evrópumálin.
Þingmenn eins og Ásmundur Einar Daðason og Atli Gíslason yfirgáfu VG vegna þess hvernig forystan brást í Evrópumálum.
Það er nokkurt verk að vinna fyrir forystu VG að vinna tilbaka trúnað flokksmanna og kjósenda flokksins. Og það er kortér fyrir kosningar.
Vilja endurskoða ESB-umsóknina | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Samfylkingin og VG eru rúin öllu trausti,og þessir flokkar munu verða fyrir gífurlegu fylgishruni í næstu kosningum.
Þeirra ógæfa var að taka ekki víxitöluna úr sambandi strax eftir Hrun.Því þann Forsendubrest sem varð á verðtryggðum lánum heimilanna við Hrunið, verður að leiðrétta, nú þíðir ekkert að bulla eithvað um skjaldborg um heimili landsmanna.
Best væri að boða til kostninga strax í haust.
Halldór Björn (IP-tala skráð) 12.8.2012 kl. 10:57
Þessi forysta VG vinnur aldrei trúnað kjósenda, ef henni er annt um að VG lifi áfram þá gerði hún best í því að láta sig hverfa í heilu lagi af vettvangi stjórnmálanna og láta flokkinn eftir nýju fólki.
Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 12.8.2012 kl. 11:21
Hver sem úrslit næstu kosninga verða, þá verður að teljast fullvíst að nýr kjörinn meirihluti mun draga núverandi stjórn fyrir Landsdóm og verður þar ekki um neinar vanrækslu eða dómgreindarleysis ákærur að ræða.
Jónatan Karlsson, 12.8.2012 kl. 12:40
Eftir að forysta VG. lagði út á svellið,varð okkur ljóst að enginn gat stöðvað hana. Við erum talsvert agalaus þjóð,því ólíklegra er að háttsettir fari að hlusta á flokks-samþykktir síns flokks,þar til þeir sjá fram á hirtingu,,eins og hún birtist núna. Vanbúin fóru út á hálan ís.
Helga Kristjánsdóttir, 12.8.2012 kl. 13:10
Sæll.
Nú er kominn kosningaskjálfti í Vg. Margir þar vilja ekki detta út af þingi og verða þannig fórnarlömb atvinnuleysis sem stefna þeirra hefur kallað yfir svo marga.
Helgi (IP-tala skráð) 12.8.2012 kl. 13:34
Ef Samfó bakkar með aðildarumsóknina er það um leið viðurkenning og stærstu mistökum flokksins og forystan höndlar ekki að lúkka svo illa. Eini sjensinn fyrir þingmenn VG til að meika næstu kosningar yrði að nota þetta mál til að rjúfa þing nú og taka sjensinn á að Samfylkingunni yrði refsað enn harðar en VG í næstu kosningum.
Gylfi Gylfason, 12.8.2012 kl. 14:02
"Katrín segir að það sé ekki sérstakt kappsmál Vinstri grænna að Ísland fari inn í ESB."
Hvernig á að skilja orð hennar? Var það sem sagt bara soldið kappsmál ... á bakvið rekkjutjöldin hjá þingflokki og forystu VG?
Þetta lið er hlálegt, bæði bakvið rekkjutjöldin og einnig þegar það skyggnist nú út um tjaldrifuna, útjaskað ... að það er öllu trausti rúið.
Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 12.8.2012 kl. 14:45
Undarlegt að Páll gleymi því að Lilja Mósesdóttir yfirgaf einnig VG, en sýndi þann manndóm, sem Páll hefur ekki, að baða sig ekki upp úr Framsóknarflórnum, líkt og Páll og Ásmundur Einar.
Lilja hefur alltaf sagt Nei við Icesave, aðgöngumiðanum að ESB.
Lilja hefur alltaf sagt Nei við IPA styrkjunum til aðlögunar að ESB.
Hvað þarf meira til að Páll Vilhjálmsson vilji nefna nafn hennar?
Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 12.8.2012 kl. 14:54
Ógeðfellt var að hlusta á Kötu Steingríms með lævísum sakleysissvip tala um að ´fara ætti heildstætt yfir málið´. Núna, á elleftu stundu. Gegnglær orð Kötu litlu sögðu bara að enn einn blekkingarvefurinn verður vefaður út í hið óendanlega. Nokkrir VG-menn enda vonandi með Samfó, heildstætt, fyrir landsdómi eða sakadómi.
Elle_, 12.8.2012 kl. 14:58
Ekki veit ég hver skrifaði undir dulnefninu Seiken, en mig langar að vitna til frábærrar athugasemdar Seiken sem birtist hér 31. 10. 2012 kl. 15:10. Þessi athugasemd útskýrir það hvers vegna Atli Gíslason og Lilja Mósedóttir yfirgáfu endanlega þingflokk VG.
Það var vegna viðurstyggilegrar samansúrrunar Icesave málsins og ESB aðlögunarinnar, með Deutsche Bank og AGS sem þrælapískarana, sem Bjarni Ben og heill haugur af fyrrverandi og núverandi fjór-flokks-hyski sagði hallelúja við:
Það var kominn tími til að fólk færi að kveikja á perunni hvað þetta mál varðar. Atli Gísla var í raun fyrir löngu búinn að gefa þetta í skyn. Og verksummerkin eftir þessa atburðarrás eru alls staðar.
a) VG sækir um í ESB, þrátt fyrir yfirlýsingar um annað fyrir kosningar.
b) Um leið og stjórnin tekur við þá er breytt um stefnu í Icesave (Svavar sendur af stað) og kemur heim með afleitan samning enda hefði ESB neitað að taka við aðildarumsókninni ef að Íslendingar hefðu ekki samið í málinu.
c) Stjórnvöld taka aldrei til varna fyrir Ísland í Icesave málinu erlendis. ESB getur alltaf hótað að afgreiða ekki umsókn um aðild ef SJS og JS eru með einhvern derring.
d) Nýji landsbankinn gefur út skuldabréf í erlendri mynt (ca. 300 milljarðar) og leggur inn í þrotabú gamla bankans. Viðsemjendurnir í Icesave geta þar með sneitt framhjá gjaldeyrishöftunum.
e) Deutsche Bank er kallaður að samningaborðinu þegar verið er að semja um uppbyggingu bankana ásamt Hollendingum og Bretum. Niðurstaðan er algjör uppgjöf í skuldamálum heimila og endurreisn bankakerfisins. Evrópskir kröfuhafar fá aðstoð við að háma í sig skuldug heimili og fyrirtæki. Aldrei fæst upplýst um hvað nákvæmlega var samið. Þetta kallar SJS að "normalisera samskiptin við útlönd".
f) JS og SJS hafa alltaf viljað afnema verðtryggingu en nú er það allt í einu ekki hægt. Verið er að nota verðtrygginguna sem svipu á kjósendur til þess að fá þá til þess að styðja aðild að sambandinu. Minni á að nóbelsverðlauna-hagfræðingurinn kallaði verðtrygginguna "anti-social" í Silfri Egils í gær.
g) Það eru fyrst og fremst aðildarsinnar innan SF og VG sem hafa tekið þátt í að sakvæða almenning í umræðum um skuldamál heimilanna. Og hverjir eru það sem mala hæst um hversu illa var farið með kröfuhafa og því hafi verið réttlætanlegt að senda skuldug heimilinn til vinnu í grjótnámum bankanna, sem voru endurreistir sem innheimtustofnanir kröfuhöfum til dýrðar en ekki með hagsmuni þjóðarinnar að leiðarljósi (good bank-bad bank)? Hefur einhver spurt Mats Josefsson af hverju hann yfirgaf landið í fýlu?
Er ekki orðið tímabært að fara að vakna kæru landsmenn?
Seiken (IP-tala skráð) 31.10.2011 kl. 15:10
Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 12.8.2012 kl. 15:12
Það var Joseph Stieglitz, sem er Nóbelsverðlauna-hagfræðingurinn, sem kallaði verðtrygginguna and-samfélagslega, en Steingrímur J. setti upp luntasvip þrjóskunnar, 65 ár samtals ríkisverðtryggður til launa og lífeyris með Jóhönnu Sig., þegar Stieglitz bauðst til að gefa honum góð ráð til hagsbóta fyrir alla þjóðina.
Nei, fjósamaðurinn, sem kvittar undir alla gjörninga Deutsche Bank, hrægamma og erlendra vogunarsjóða undir drekavæng AGS, vildi ekki góð ráð frá Stieglitz til hagsbóta fyrir alla þjóðina.
Kannski spilaði þar líka inn blind heift og valdnauðgunarárátta Steingríms J. í garð Lilju Mósedóttur, sem hafði forgöngu um það að fá þennan mjög svo virta hagfræðing hingað til lands til að gefa góð ráð til heilla og hagsbóta fyrir alla þjóðina.
Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 12.8.2012 kl. 15:31
Bandaríski hagfræðingurinn, Michael Hudson, PHD, fór líka ljótum orðum um vísitölutrygginguna á fasteignaskuldum ísl. heimila.
Elle_, 12.8.2012 kl. 15:55
Alveg hárrétt Elle.
Það voru margir velviljaðir, karlar og konur, sem reyndu strax eftir Hrunið, að koma vitinu fyrir ríkis-verðtryggðu 4-flokka hirðina,
sem öll hefur hins vegar staðið þétt saman vegna eigin sérhagsmuna til að ræna íslenskan almenning í gegnum árin, enda nýtir öll 4-flokka hirðin ríkis-verðtrygginguna til opin-berra launa sinna og lífeyris.
Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 12.8.2012 kl. 16:30
Það er vont en nauðsynlegt að rifja þetta upp. Þótt allar gáttir vitundar taki að endurræsast,með allt að því brjálaðis reiðikasti. Síðan,,, gamli efinn, það getur ekki verið að þau meini þetta,að þetta sé virkilega að gerast!! Íslendingar á ramm-íslensku Alþingi,nei.. Man er keyrði um sveitir landsins,að settist að mér sár tregi. ,,Gullnir steypast fossar þínir enn.,,
Helga Kristjánsdóttir, 12.8.2012 kl. 21:49
Þeir sem voru kosnir í síðustu alþingiskosningum út á að vera algjörlega og örugglega á móti ESB-aðild, en eru svo hvað eftir annað staðnir að því að styðja áframhald viðræðna, eru ekki heilir í þessu stærsta pólitíska máli seinna tíma á Íslandi.
Það þarf nánari skýringu frá þeim þannig kjósa gegn sínum eigin orðum.
Það þarf undanbragðalausa skýringu á því hvers vegna þeir eru á móti ESB, en styðja samt áframhaldandi viðræður, eða sitja hjá!
Það vantar of margar blaðsíður inn í leikritið hjá sumum leikurum!
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 13.8.2012 kl. 08:28
VG er eitt lygamerki og svika. Er nema von að Atli og Lilja hafi yfirgefið VG?
Ég vitna beint til skýrra og umbúðalausra orða Atla í ræðu hans á þingi í maí, eldhússdagsumræður á þingi:
“Icesave-samningurinn sem var lagður fram í júní 2009 var skilgetið afkvæmi umsóknarinnar. Samningurinn var skilyrði þess að umsóknin yrði móttekin en ekki endursend ríkisstjórninni.
Það kom flatt upp á marga að samningurinn skyldi liggja fyrir strax í júní 2009. Steingrímur J. Sigfússon sagði í apríl sama ár að það lægi ekkert á að semja. En skýringin lá í augum uppi. Samningurinn var lykill Steingríms J. að stjórnarsamstarfi og ráðherradómi og hluti af aðildarumsókninni sem aftur skýrði leyndina. Á síðari stigum málsins kom ESB með virkum hætti inn í dómsmálið fyrir EFTA-dómstólnum.”
Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 13.8.2012 kl. 15:25
Ætla þau, Ögmundur Jónasson, Guðfríður Lilja Grétarsdóttir og Jón Bjarnason
að fylkja áfram með Steingrími J., undir VG lygamerki og svika?
Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 13.8.2012 kl. 15:30
Atli Gíslason sagði það, sem sagt, nánast berum orðum á þingi nú í maí, að
Steingrímur J. er undirförull lygari. Steingrímur J. er formaður
Ögmundar, Guðfríðar og Jóns. Vilja þau áfram vera í því liði svika og lyga?
Ég man það einnig að Steingrímur J. sagði, daginn fyrir fyrri þjóðaratkvæðagreiðsluna um Icesave, sama dag og hann flaug í fýlu til Akureyrar:
"Hvernig halda menn að sé hægt að semja, þegar menn vilja ekki semja?"
Í ljósi orða Atla Gíslasonar er okkur öllum nú orðið fullkomlega ljóst
um hvaða samansúrraða samning Steingrímur J. var að tala.
Icesave, aðgöngumiðann að ESB.
Og það vissi Ögmundur og einnig Guðfríður og Jón mæta vel. Mál er að linni.
Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 13.8.2012 kl. 15:51
Ég spyr enn og aftur og leyfi spurningunni að hanga í loftinu:
Ætla þau, Ögmundur Jónasson, Guðfríður Lilja Grétarsdóttir og Jón Bjarnason
að fylkja áfram með Steingrími J., undir VG lygamerki og svika?
Fyrst Páll vitnar í Ragnar Arnalds, þá er tilvalið að spyrja Ragnar Arnalds,
hvort hann kjósi sér, að vera í VG, sem undirförli svikarinn stofnaði?
Hvenær ætla heybrækurnar að koma hreint fram til dyranna?
Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 13.8.2012 kl. 16:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.