Laugardagur, 11. ágúst 2012
ESB kastað fyrir úlfana (þ.e. kjósendur)
Þýskir stjórnmálamenn eru um það bil að gefast upp á Evrópusambandinu. Upphátt geta þeir ekki sagt neitt slíkt. Þýsk utanríkisstefna eftir Hitler er að friðmælast við nágranna sína undir merkjum ESB. Með því að boða þjóðaratkvæðagreiðslu um stjórnarskrá Evrópusambandsins endurspegla þýskir stjórnmálamenn ESB-þreytuna.
Kjósendur í Frakkland og Hollandi felldu síðustu útgáfu af stjórnarskrá Evrópusambandsins. Þýskir kjósendur munu hafna Evrópusambandinu enda sjá þeir fram á að Suður-Evrópa sé að líruvæða gjaldmiðilinn.
Um leið og almenningur fær að segja álit sitt er úti um Evrópusambandið.
Vill þjóðaratkvæðagreiðslu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þá fer hvíta flaggið upp, gilt ,kast,sbr, ÓL.
Helga Kristjánsdóttir, 11.8.2012 kl. 20:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.