Forræði Sjálfstæðisflokksins liðið undir lok

Í 20 ár fyrir hrun var Sjálfstæðisflokkurinn í senn með valdapólitískt og hugmyndalegt forræði í íslenskum stjórnmálum. Alþýðuflokkurinn, Framsóknarflokkurinn og síðast Samfylkingin sátu í stjórn með Sjálfstæðisflokknum og gerðu það á forsendum móðurflokksins.

Í hruninu missti Sjálfstæðisflokkurinn fótana. Flokkurinn niðulægði sjálfan sig með því að Samfylkingin knúði hann til að halda landsfund um Evrópumál hrunveturinn. Hrunið gerði út af við viðskiptamódel Sjálfstæðisflokksins um eftirlitslausan og ábyrgðarlausan hákarlakapítalisma. 

Bjarni Benediktsson formaður mun ekki endurnýja hugmyndagrunn Sjálfstæðisflokksins. Hann er of litaður af fortíðinni.

Sjálfstæðisflokknum er það til happs að ekkert stjórnmálaafl annað er nálægt því að komast í afgerandi stöðu. Vinstrivængurinn er jafn klofinn og hefur verið öll lýðveldisárin. Engar líkur eru á að ESB-sinnar í Samfylkingu geti myndað heild með fullveldissinnum í VG. 

Framsóknarflokkurinn gæti orðið Sjálfstæðisflokknum skeinuhættur. Almennir kjósendur Sjálfstæðisflokksins ættu ekki erfitt að flytja atkvæði sitt á Framsóknarflokkinn.

Framsóknarflokkurinn hefur ekki náð að setja saman pólitískt prógramm sem er trútt sögu flokksins en jafnframt með skírskotun til stærri kjósendahópa.

Sjálfstæðisflokkurinn gæti aftur ná þeirri stöðu að vera stærsti flokkur landsins, hvað fylgistölur áhrærir. En flokkurinn kemst ekki í þá stöðu að deila og drottna.

Hugmyndalegt og valdapólitískt forræði í íslenskum stjórnmálum verður á reiki næstu árin.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ég hef þá trú eða von að eftir næstu kosningar muni sitja á alþingi frambærilegra fólk en þar situr nú, og endurskoða algjörlega stefnur, forgangsmál og bera meiri virðingu fyrir kjósendum sínum.  Það er lífsnauðsynilegt til að endurheimta traust.   Og vonandi verða þar hvorki Sjálfstæðisflokkur, Framsóknarflokkur, Samfylking né Vinstri græn með oddastöðu.  Þau hafa öll sýnt að þau eru ekki hæf til að bera traust almennings.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 11.8.2012 kl. 14:06

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Ásthildur mín heit,en alltaf jafn samkvæm sjálfri sér. Páll er naskur á pólitísku stöðuna. Mér verður þá hugsað til lögmálsins þeir siðustu verða fyrstir,en gæti útlagst í dag;Þeir sístu urðu fyrstir,vísa þá til áranna frá hruni.

Helga Kristjánsdóttir, 11.8.2012 kl. 16:32

3 identicon

Sjálfstæðisflokkurinn klúðraði þessu sjálfur, nýríkir smákóngar í viðskiptabransanum sem virtu hvorki lög né reglur náðu undirtökunum í flokknum. Það er frumskilyrði til þess að hann öðlist traust kjósenda á ný að allir slíkir í forystusveit flokksins sem eru með eitthvað óhreint mél í pokahorninu víki úr forystu flokksins.

Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 11.8.2012 kl. 17:12

4 Smámynd: Elle_

Ekki bara forystunni, Kristján.  En alltof mikið er sífellt lagt upp úr forystu flokka.  Foringjar eru alls ekki einráðir í flokki eða ættu ekki að vera það.  Þó skringilega hafi ógeð foringja alltof oft komist þegjandi í gegn. 

Litlir menn fylgja foringjum, ýmist gegn lýðræði eða stefnum.  Það gerðist með Bjarna Ben, Jóhönnu, Steingrím.

Elle_, 11.8.2012 kl. 18:58

5 identicon

Sjálfstæðisflokkurinn lýsir vel íslenskri þjóð.

Meðvirkni.

Hjarðhegðun.

Óheildindi.

Rósa (IP-tala skráð) 11.8.2012 kl. 19:36

6 Smámynd: Halldór Jónsson

Þvílíkt fimbulfamb í fólki sem aldrei hefur flokkinn heyrðan né séð.

Sjálfstæðisflokkurinn er ekki vindlakassi sem einhver á og með þekkt innihald. Hann er stöðugt í endurnýjun. Fólk kemur og fer en það er grunnhugsunin, sjálfstæðisstefnan frá 1929 sem kallar fólkið til flokksins.

Enginn annar íslenskur stjórnmálaflokkur hefur grunnfílósófíu nema þessi flokkur. Hinir bjóða flokksbrotahentistefnu, hrosskaup,formannadýrkun út og suður, beint lýðræði með því að skipta um þingflokka.

Það er ekki til bjargar fyrir þjóðina. Stjórnmál krefjast samvinnu ekki einhverra rakettuskota einstaklinga sem geta kjaftað 1000 orð á mínútu. Hún næst ekki nema glundroðinn minnki og flokksbrotunum og sérvitringunum fækki. Flokkstryggð er dyggð.

Þessvegna er Sjálstæðisflokkurinn stór og þið glundroðaliðið fúl.

Sjálfstæðisflokkurinn mun rísa úr öskustónni eins og fuglinn Fönix. Frelsa ykkur frá sjálfum ykkur ekki hvað síst.

Halldór Jónsson, 11.8.2012 kl. 20:12

7 Smámynd: Sólbjörg

Heyr Halldór, svo sannarlega rétt hjá þér að það er grunnhugmyndafræði Sjálfstæðisflokksins sem fólk fylkist um og aflar flokknum fylgis. Sjálf hef ég mikla trú á að Hanna Birna geti leitt flokkinn til góðra verka.

Sólbjörg, 11.8.2012 kl. 20:23

8 Smámynd: Elle_

Enginn pólitískur flokkur lýsir heilli þjóð, Rósa. 

Halldór, flokkstryggð, sama hvað flokkurinn gerir, getur ekki verið dyggð.  Flokkstryggð getur hinsvegar verið stórhættuleg (og var hættuleg í EU-málinu og ICESAVE).  Það á við um alla flokka og ekki bara ykkar flokk.

Elle_, 11.8.2012 kl. 20:40

9 Smámynd: Elle_

Og ískalda matið var ekkert nemi ógeðfelld hentistefna sem margir flokksmenn Sjálfstæðisflokks fylktust um þrátt fyrir að hafa barist opinberlega gegn ICESAVE.  9 alþingismenn hvolfdust í ICESAVE3.  Og ég get nefnt nokkra bara úr Moggabloggi.

Stuðningur VG-manna við fáráðs-Brussel-umsókn og ICESAVE var ekkert nema hentistefna, viðurstyggileg.  Við það voru næstum allir úr flokknum riðnir.  Ætti ég að afsaka VG, styðja aftur VG??  NEI.

Elle_, 11.8.2012 kl. 20:50

10 Smámynd: Bragi

Fjórflokkinn burt (ef það er möguleiki). Annars mun ekkert breytast hér á landi.

Bragi, 11.8.2012 kl. 23:30

11 Smámynd: Vilhjálmur Stefánsson

Sjálfstæðisflokknum vantar virka Forustu,Bjarni Ben er ekki maðurinn sem á að veta honum forustu,hann hefur ekki það traust sem þarf.

Vilhjálmur Stefánsson, 12.8.2012 kl. 01:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband