Evru-sambandið innan ESB

Evrópusambandið telur 27 þjóðríki og af þeim eru 17 með evru sem lögeyri. Evru-samstarfið hangir á bláþræði þar sem sum jaðarríkin eru gjaldþrota, t.d. Portúgal og Grikkland, og önnur líkleg til að fara fram á neyðaraðstoð - Spánn og Ítalía.

Til að bjarga skuldugustu evru-ríkjunum verða ríku þjóðirnar Þjóðverjar, Hollendingar, Austurríkismenn og Finnar að greiða niður skuldir Suður-Evrópuþjóðanna. Verði sú leið farin munu ríku þjóðirnar áskilja sér stóraukin völd til að stýra efnahagskerfum skuldugu þjóðanna.

Evru-samstarfinu verður aðeins bjargað með samruna þeirra þjóða sem búa við gjaldmiðilinn. Það felur í sér að þjóðirnar tíu, sem eru í Evrópusambandinu en standa utan evru-samstarfsins, mun vera áhorfendur að samrunatilraun evru-sambandsins. 

ESB-þjóðirnar utan evrunnar standa okkur nær en þær sem búa við evru. Bretar, Danir og Svíar eru nágrannaþjóðir sem við eigum meira sameiginlegt með en með meginlandsþjóðunum.

Ísland er með standandi umsókn um aðild að evru-samstarfinu í Evrópusambandinu. Og það er beinlínis út í hött að enn skuli þessari umsókn haldið til streitu.


mbl.is Evran verði tekin upp sem fyrst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Evran tekin upp sem fyrst? Þetta var líka sagt fyrir síðustu kosningar!

Blekkingum og lygum rignir yfir landsmenn, eins og hellt sé úr fötu.

Ég hef ekkert á móti Evrópubúum fyrir utan elítuna þar. Þetta stjórnsýslu-leikrit, og lygavefurinn í kringum það er orðinn svo fáránlegur, frá öllum sjónarhornum séð, að aumkunarvert er að sjá allt þetta bull. Hugsa sér að "vel menntað" og "siðað" fólk skuli geta hagað sér svona ósiðlega og vanþróað!

Hafði Kínverjinn á Fjöllum rétt fyrir sér, þegar hann var að lýsa íslenskri stjórnsýslu?

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 11.8.2012 kl. 11:14

2 identicon

Sir, I advice you to study a bit more of English and Portuguese history and you will see how much more the English and Portuguese have in common compared to what you are wrongly insinuating.

Also you are wrongly putting all the southern European countries in one package, their situation is very different from one another. Europe needs all their nations united and not fragmented, paying the southern European nations is rather simplistic approach, first of all, the money has been in most cases loaned, except for the Greece haircuts. At least they have been honoring their debts.

Black knight (IP-tala skráð) 11.8.2012 kl. 22:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband