Hommar deila um mannréttindi

Ef maður er hommi hlýtur maður að vera á móti Sjálfstæðisflokknum. Um það bil á þessa leið er röksemdafærsla Harðar Torfasonar samkvæmt DV.

Í ljósi þess að Hörður er helsti frumkvöðull búsáhaldabyltingarinnar fær orðið kynvilla nýja merkingu:

kynvilla er að vera mótmælandi og í Sjálfstæðisflokknum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Einhverra ó-útskýrðra hluta vegna var Hörður Torfason sagður hafa einkarétt á að standa fyrir mótmælunum í búsáhalda-byltingunni, ef ég man rétt.

Eftirá hefur Hörður neitað opinberlega að hafa borið ábyrgð á, eða stjórnað mótmælunum.

Það er eitthvað sem ekki passar í þessu frétta-púsluspili öllu. Það er ekkert nýtt að frétta-púsluspil passi ekki, þegar vel er athugað.

Ég tek fram að ég stend með réttlætisbaráttu samkynhneigðra, jafnt sem réttlætisbaráttu allra annarra. En fólk má ekki vinna gegn sínum eigin trúverðugleika í réttlætis-baráttunni. Það hefur þveröfug áhrif, og veikir stöðuna.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 10.8.2012 kl. 19:16

2 identicon

Ef að röksemd Harðar stenst, hvað verður þá um Hannes Hólmstein?

Gunnar (IP-tala skráð) 10.8.2012 kl. 19:37

3 Smámynd: Vilhjálmur Stefánsson

Frekjan og yfirgangur svokallaða homma er að verða einum of.

Vilhjálmur Stefánsson, 10.8.2012 kl. 23:23

4 Smámynd: Sigurbjörn Friðriksson

Góð röksemdafærsla Páll.

Mbkv, Björn bóndi

Sigurbjörn Friðriksson, 10.8.2012 kl. 23:37

5 identicon

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 10.8.2012 kl. 19:16: Hvaða furðu yfirlýsingar eru þetta ASG?

1. "Einhverra ó-útskýrðra hluta vegna..." > Það varð allsherjar Hrun, sem skrifast má, beint og óbeint, á kostnað fjórFLokksins!

2.  "Eftirá hefur Hörður neitað opinberlega..." > Rakalaust kjaftæði hjá þér!

3. "Það er eitthvað sem ekki passar..." > Rökhyggja sjálfspilltra!

4. "fólk má ekki vinna gegn sínum eigin trúverðugleika...(!)" > Hvaða "réttlætisbaráttu" hefur þú ástundað um ævina ASG? > Kjósa samviskusamlega Sjálfspillinguna?

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 11.8.2012 kl. 00:06

6 identicon

Ef maður er blaðamaður (Ekki-Baugsmiðill) hlýtur maður að vera á móti sannleikanum. Um það bil á þessa leið er röksemdafærsla Palla Vill þennan daginn.

Í ljósi þess að Palli er helsti frumkvöðull Hádegismóra-LÍÚ-bloggsins fær orðið blaðamennska nýja merkingu:

blaðamennska er að vera keyptur lygaskrifari og í Sjálfstæðisflokknum.

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 11.8.2012 kl. 00:12

7 Smámynd: Elle_

Hilmar, hvað þýðir síðasta setningin (ekki það að ég hafi skilið það sem kom á undan)?  Lygaskrifari og í Sjálfstæðisflokknum?? 

Elle_, 11.8.2012 kl. 00:27

8 identicon

Elle_, 11.8.2012 kl. 00:27: Sjálfsagt að kenna þér íslensku krúttið mitt

Setningin þýðir að samkvæmt sjálfspilltum LÍÚ-staðli Palla Vill merkir hugtakið "blaðamennska" það að vera keyptur lygaskrifari og innmúraður og innvígður limur í SjáLfstæðisFLokknum.

Ekki það að ég telji þig þess umborinn/umborna/umborið að læra íslensku

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 11.8.2012 kl. 00:58

9 Smámynd: Elle_

Vá hvað þetta var fróðlegt.

Elle_, 11.8.2012 kl. 01:02

10 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Hilmar. Það voru fleiri sem ætluðu að standa fyrir mótmælum, eftir því sem Kolbrún Baldvinsdóttir sagði í útvarpinu, en þeim sagt að Hörður stæði fyrir mótmælum. Var hann með einkarétt?

Hörður sagði í viðtali á Útvarpi Sögu að hann hefði ekki borið ábyrgð á mótmælunum, og var þar að hreinsa sig af þeim ásökunum. Hvers vegna var þá öðrum neitað um að standa fyrir mótmælum?

Hver stjórnaði mótmælunum?

Ekki veit ég hvers vegna þetta stangast á. Þess vegna segi ég: ó-útskýrðra hluta vegna.

Þegar hommi stendur fyrir mótmælum, þá segir það almenningi að ekki megi trufla margfala réttlætisbaráttuna og mótmælin. Svona virkar sálfræðin, sem notuð er í stjórnsýslunni gjörspilltu.

Ég býst við að ég hafi ekki alltaf verið réttlát, frekar en þú né nokkur annar. Ég reyni að hlusta á þá sem gagnrýna mig, til að læra hvað ég hef gert óréttlátt, og bæta mig. Maður verður að gagnrýna sjálfan sig eins og aðra.

Þú þarft ekki að hafa áhyggjur af því að ég kjósi Sjálfstæðisflokkinn, þótt ég geti stundum verið sammála því sem sumir sjálfstæðismenn segja. Ég er líka stundum sammála fólki í öðrum flokkum. Það er ekki hægt að vera sammála stjórnmálaflokki í blindni, því eigendur/formenn flokkanna kunna best að svíkja öll kosningaloforð.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 11.8.2012 kl. 12:56

11 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Kolfinna Baldvinsdóttir heitir hún líklega, dóttir Jóns Baldvins Hannibalssonar, en ekki Kolbrún. Afsakið villuna.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 11.8.2012 kl. 13:03

12 identicon

http://www.youtube.com/watch?v=E27v-jmRmx0

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 11.8.2012 kl. 13:31

13 identicon

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 11.8.2012 kl. 12:56: Kannast við stórustu mótmæli Kolfinnu, bestasta pabba hennar & Ómars Ragnarssonar á tröppum Ráðherrabústaðsins í septemberlok 2008. Samspilltari samkundu gat vart að líta.

Kolfinnu blessaðri kippir einfaldlega í kynið. Hún er ástríðupólitíkus eins og pabbinn og athyglissjúklingur eins og mamman og sækir í fjölmiðla. Hana skortir hins vegar allt úthald í alvöru baráttu, enda fædd með silfurskeið í munni.

Stórustu mótmæli Kolfinnu voru því dæmd til að mistakast.

Hörður hafði að sjálfsögðu ekki "einkarétt" á mótmælum, hins vegar var hann búinn að sækja um leyfi hjá lögreglustjóra að halda útifundi á Austurvelli kl. 15:00 á laugardögum þennan umrædda vetur. Það vill nefnilega þannig til að kappkostað var að eiga sem best samstarf við lögregluyfirvöld um skipulagningu útifundanna á Austurvelli.

Það sem Hörður átti einfaldlega við var að hann gat eðlilega ekki borið ábyrgð á óspektum nokkurra einstaklinga, frekar en ágæt þorrablótsnefnd getur borið ábyrgð á því að slagsmál brjótist út á þorrablóti. Raddir fólksins marg-ítrekuðu að mótmælin á Austurvelli væru friðsamleg.

Ég ítreka, A.S.G. að engum var neitað um að skipuleggja mótmæli heldur var það einfaldlega frágengið að Raddir fólksins hefðu afnot af Austurvelli kl. 15:00 á laugardögum til fundahalda. Þeir fundir voru haldnir með boðaðri dagskrá og stjórnað af Röddum fólksins.

Ég veit t.d. ekki til þess að sjómannadagsráð hinna ýmsu bæjar- og sveitarfélaga hafi legið undir ámæli fyrir að vilja ekki leyfa "öðrum aðilum" að blása til hátíðahalda á sjómannadaginn.

Raddir fólksins stjórnuðu skipulagningu fundahalda á Austurvelli og fundarstjóri var Hörður Torfason.

Það breytir nákvæmlega engu, A.S.G., þegar samtök standa fyrir löglega boðuðum fundum - og skipulögðum í samráðu við löggæsluna - hvaða einstaklingar eða samtök eiga í hlut. Þau eiga stjórnarskrárvarinn rétt til að halda sína fundi í friði við Guð og menn. Vinsamlegast sparaðu hommafóbíuna - allir menn eru jafnréttháir í þessum heimi, ungir sem gamlir, konur og karlar.

Sammála þér með sjálfsgagnrýnina. Finnst reyndar að fylgendur fjórFLokksins hafi löngum verið undarlega viðskila við yfirsjálfið hjá sér.

Ég hef engar áhyggjur af því hvað þú kýst A.S.G. og ég er þess fullviss að stór hluti landsmanna muni á endanum segja skilið við fjórFLokkinn. Reyndar er um helmingur landsmanna þegar búinn að gefa honum puttann. Flokksræðið á Íslandi hefur varðað veginn til glötunar fyrir almenning og kominn tími á að taka upp virkt lýðræði - enda fulltrúalýðræðið með kosningum á fjögurra ára fresti leyfar gamalla tíma.

Vertu svo kært kvödd A.S.G. (en samt ekki með Morgun.blaðs.kveðju) 

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 11.8.2012 kl. 14:47

14 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Takk fyrir þessa fræðslu Hilmar

Það er ekki rétt hjá þér að ég hafi eitthvað á móti hommum, né öðrum. Það var kannski það sem stakk mig, að verið væri að beita manni úr útskúfaðra hópi, í þessari mótmælastjórnun.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 11.8.2012 kl. 15:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband