Siv að kljúfa Framsókn í verktöku Össurar?

Siv Friðleifsdóttir ESB-liðinn í þingflokki Framsóknarflokksins er í vasa Össurar Skarphéðinssonar utanríkisráðherra og hefur lengi verið. Össur stóð að baki ferðalagi Guðmundar Steingrímssonar fyrrum þingmanns Framsóknarflokksins yfir í brall með Besta flokki Jóns Gnarr.

Styrmir Gunnarsson veltir fyrir sér hvort Össur überplottari og Ömmi vinur hans vinni að því að kljúfa Framsóknarflokkinn og freista þess að viðhalda lífi ríkisstjórnarinnar.

Siv gæti tekið verkið að sér en trúlega þarf Össur að bjóða henni sendiherrastöðu í staðinn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Auðvitað ætti Siv Friðleifsdóttir að YFIRGEFA Framsóknarflokkinn og ganga í LANDRÁÐAFYLKINGUNA þar sem hún á heima.  Ef hún er að hugsa um þingsætið, þá þarf hún ekki að hafa neinar áhyggjur af því, vegna þess að hún verður ekki kosin aftur á þing..................

Jóhann Elíasson, 10.8.2012 kl. 17:36

2 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Siv verður ekki á framboðslista Framsóknar í þingkosningum 2013. Of margar útstrikanir í kosningunum 2009.

Kolbrún Hilmars, 10.8.2012 kl. 18:01

3 identicon

Siv Friðleifsdóttir og Eygló Harðardóttir munu líklega segja skilið við Framsókn.

Eftir verða lítt menntaðir, þjóðrembdir afglapar. Gætu því gengið í eina sæng með Hægri grænum undir flokksheitinu, Sannir Grænir Íslendinga.

Mundu líklega ekki ná 5% markinu, þrátt fyrir LÍÚ og Kögunarsjóði.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 10.8.2012 kl. 19:47

4 Smámynd: Vilhjálmur Stefánsson

Össur er búinn að lofa Siv embætti út í Brussel...

Vilhjálmur Stefánsson, 10.8.2012 kl. 23:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband