Eyðsla og lísupólitík í Undralandi

Heimilin eyða sem aldrei fyrr eftir kreppu og ríkissjóður stefnir í ósjálfbæran rekstur. Hömlulaus eyðsla einstaklinga leiðir til gjaldþrots í raunheimi og ósjálfbær rekstur ríkissjóðs leiðir til verðbólgu (gjaldþrots ef viðkomandi ríki er í evru-samstarfi).

En hér kemur pólitíkin til bjargar og býður upp á ,,endursamninga og endurskipulagningu" fjármála ríkis og heimila þar sem skuldir gufa upp án frekari vandræða. Þriðja hjól undir vagni ríkisstjórnarinnar, Þór Saari, orðar lísupólitíkina svona

Skuldabyrði hins opinbera, þ.e. ríkisins og sveitarfélaga (flestra) er ósjálfbær og það er ekki hægt að vinna á þessum skuldum með auknum niðuskurði og meiri skattlagningu. Eina leiðin út úr þessari sjálfheldu er að endursemja um róttæka endurskipulagningu á vaxtagreiðslum og endurgreiðslum. Það sama á við um skuldir heimilanna.

Samkvæmt lísupólitík í Undralandi búum við í sársaukalausum heimi þar sem má eyða hægri og vinstri eins og enginn sé morgundagurinn. Þegar kemur um að skuldadögum er bara hókus pókus ,,endursamið og endurskipulagt."

Sumu fólki er ekki viðbjargandi og ótrúlega hátt hlutfall þess fólks situr á alþingi.

 

 


mbl.is Veltuaukning Visakorta 11,6%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Og þeir verstu auðvitað í ríkisstjórn Samfylkingar, því miður.

jonasgeir (IP-tala skráð) 10.8.2012 kl. 14:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband