Kjarni evru-kreppunnar

Jaðarríkin í evru-samstarfinu eru ofurskuldsett og hafa misst tiltrú fjármálamarkaða sem vilja ekki lána þeim nema gegn himinháum vöxtum. Til að minnka skuldirnar verða jaðarríkin að skera niður útgjöld. Niðurskurðurinn veldur samdrætti í hagkerfinu og það dregur enn úr tiltrú fjármálamarkaða.

Kjarni vanda jaðarríkjanna er að verðlag þar er of hátt í samanburði við þróuðu iðnríkin í Norður-Evrópu. Kaffibollinn kostar það sama í Aþenu og í Frankfurt en ætti að vera 30 til 50 prósent ódýrari.

Jaðarríkin eru læst inn í myntsamstarfi sem gerir þeim ómögulegt að nota það eina ráð sem hagfræðin kann til að lækka kostnað í heilu samfélagi -  að fella gengið.

Seðlabanki Evrópu getur ekki jafnað innbyrðist samkeppnisstöðu evru-ríkjanna. Eins og Otmar Issing fyrrum aðalhagfræðingur bankans og einn af höfundum evrunnar segir í nýútkominni bók þá er Seðlabanki Evrópu ekki hannaður til að bjarga gjaldþrota ríkjum.

Annar kunnur þýskur hagspekingur, Wolfgang Münchau, segir það eina sem getur bjargað Ítalíu frá gjaldþroti sé sameining skulda allra evru-ríkjanna 17. Ítalía er þriðja stærsta hagkerfi evru-samstarfsins. Ítalía er líka heimaland mafíunnar. Hversu líklegt er að Þjóðverjar samþykkti að láta Ítali fá kreditkortið sitt?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er þetta með samábyrgðina og óráðsíu einstakra félagsmanna. Spilling hefur ekkert með þjóðerni að gera.

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 10.8.2012 kl. 09:51

2 identicon

Sæll.

@ES: Það sem þú segir passar ekki. Vandinn er hugmyndafræðilegs eðlis.

Páll segir réttilega að jaðarríkin séu ofur skuldsett. Frakkar munu lenda í vandræðum innan nokkurra ára með sínar skuldir þó allt sé í lagi í bili. Öll evruríkin er skuldsett, bara mismikið og skuldirnar því misalvarlegar.

Hvers vegna eru þessi lönd svona skuldsett? Af hverju spyr enginn að því? Hvað olli þessari skuldsetningu? Það eru spurningar sem þarf að spyrja en fæstir virðast hafa rænu á að spyrja - hver sem ástæðan fyrir því er. Hver er rót vandans?

Svarið við því er útþensla ríkisvaldsins og afskipti af markaðinum t.d. með því að taka yfir gjaldþrota banka. Vandinn er s.s. að stórum hluta til sósíalismi, sama stefna og ríður hér öllu á slig. Stórt ríkisvald sogar til sé fé og liggur eins og mara á einkageiranum.

SJS hefur sagt að hér hafi verið frjálshyggja á árunum fyrir hrun. Þar fer hann með rangt mál og sýnir í enn eitt skiptið að hann þekkir ekkert til grundvallaratriða, líkt og sjá má á 90 milljarða fjárlegahalla fyrir árið 2011. Það er ekki frjálshyggja að þenja ríkið út um þriðjung að raungildi frá 1999-2007 og það er ekki frjálshyggja að bjarga illa reknum fjármálafyrirtækjum og tryggingafélögum.

SJS heldur svo áfram að praktísera sósíalima (þann sama og olli miklum hörmungum í t.d. A-Evrópu) og telur það í sínum verkahring að bjarga trygginga- og fjármálafyrirtækjum og láta okkur borga. Þessi stefna endar bara með stórslysi hér alveg eins og annars staðar.

Hið opinbera á ekki að skipta sér að rekstri einkafyrirtækja, svo einfalt er það. Ef einhverjir efast um það má vísa í 90 milljarða króna fjárlagahalla sem sönnun.

Undir lokin er vert að benda hinum ágæta bloggara Páli á að á árunum 1991-2001 voru skattar á fyrirtæki hérlendis lækkaðir í þrepum úr 45% í 18%. Hvað gerðist? Drógust tekjur ríksins saman? Nei, þær þrefölduðust!!! Skýrar dæmi um skaðsemi ofurskattlagningar er vart hægt að finna.

Af hverju halda menn að Kína og Indland séu að verða að efnahagslegum stórveldum? Er það heppni eða tilviljun?

Helgi (IP-tala skráð) 10.8.2012 kl. 10:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband