Blair óttast að Bretar yfirgefi ESB

Tony Blair fyrrum forsætisráðherra Bretlands og leiðtogi Verkamannaflokksins óttast að Bretar yfirgefi Evrópusambandið að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu. Vaxandi þungi er á bakvið kröfu um að efnt verði til þjóðaratkvæðagreiðslu í Bretlandi um það hvort þjóðin eigi að halda áfram aðild að Evrópusambandinu.

 Vegna evru-kreppunnar eru áætlanir í Evrópusambandinu um stóraukna miðstýringu á ríkisfjármálum aðildarríkja. Almenningur í Bretlandi er tortrygginn gagnvart framsali fullveldis til Brussel og Blair telur að aukist samruni evru-ríkjanna muni breska þjóðin segja skilið við sambandið.

Bretar munu ekki taka þátt í auknum samruna Evrópusambandsins eins og fram kom þegar Cameron forsætisráðherra beitti neitunarvaldi nýverið á leiðtogafundi ESB. Evru-ríkin verða að kljúfa sig frá Evrópusambandinu til að ná fram pólitískum markmiðunum um sambandsríki.

Umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu verður einkar hjákátleg í þessu ljósi. Ísland, eða öllu heldur samfylkingarhluti ríkisvaldsins, sækist eftir aðild að evru-klúbbnum sem er á meginlandi Evrópu. Nágrannaríki okkar, t.d. Bretland, Danmörk og Svíþjóð, eru ekki í evru-klúbbnum og verða ekki um fyrirsjáanlega framtíð.

Samkvæmt skilgreiningu ríkisstjórnar Jóhönnu Sig. á þjóðarhagsmunum okkar eigum við meira sameiginlegt með Frökkum, Spánverjum, Þjóðverjum en næstu nágrönnum okkar. Einkennilegt, svo ekki sé meira sagt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Það er margt einkennilegt.

Ég bendi fólki á að fara á vefinn: gagnauga.isog lesa um James Holmes, sem er skrifað í dag.

Það er vægast sagt einkennilegt að fjölmiðlar heimsins skulu ekki birta sannar fréttir af heims-spillingu elítunnar.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 9.8.2012 kl. 13:01

2 identicon

Ekki er alltaf að marka upphrópanir pólitíkusa, núverandi og fyrrverandi, og þetta fer sem það má. En mikið verkefni væri að endurreisa ríki sem fullvalda, eftir að það hefur stórskemmt sína eigin innviði með lögleiðingu á 100.000 blaðsíðum af ESB-lögum og látið samninga sína við önnur ríki að mestu leyti falla úr gildi. Þótt 62 milljóna manna þjóð klóri sig fram úr slíku verkefni, er ekki þar með sagt, að Íslendingar gætu ráðið við það. Þeir hefðu ekki heldur jafn sterka stöðu og Bretar þó hafa, til að standa uppi í hárinu á Brussel-valdinu. Hefðu líklega enga aðstöðu til þess.

Sigurður (IP-tala skráð) 9.8.2012 kl. 13:27

3 identicon

Idjót stjórna Íslandi.

Sum þeirra eru illa innrætt í þokkabót.

Enginn vafi á að Bretar fara úr ESB fái þjóðin til þess tækifæri.

Rósa (IP-tala skráð) 9.8.2012 kl. 14:48

4 identicon

Það sem er hjákátlegt er þráhyggja þín um ESB Páll minn. Bretar eru aldrei að fara úr ESB og það er í raun enn hlægilegra að þú skulir leggja til að svo verði.

Haukur (IP-tala skráð) 9.8.2012 kl. 18:47

5 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Þú óþjóðholli bullustampur Haukur kl. 18,47. Auðvita eru Brettar aldrei að fara úr ESB. En þeir fara mjög trúlega úr ESB og það yrði mjög hagkvæmt fyrir Evrópulönd að þetta vandræða kommúnista partí leystist upp.  

Hrólfur Þ Hraundal, 9.8.2012 kl. 20:04

6 identicon

Haukur, það fór víst fyrir ofan garð og neðan hjá þér hvað stóð í pistlinum. Þar stóð: "Vaxandi þungi er á bakvið kröfu um að efnt verði til þjóðaratkvæðagreiðslu í Bretlandi um það hvort þjóðin eigi að halda áfram aðild að Evrópusambandinu."

Og þú skilgreinir það sem Páll leggi til að svo verði. Það eru Bretar sjálfir sem vilja úr ESB, meira að segja meirihluti Breta og Páll ræður ekkert við það.

Ólafur (IP-tala skráð) 9.8.2012 kl. 20:11

7 identicon

"Vaxandi þungi" er ekki bara Páll. Segðu nú eitthvað af viti eins og þú krefst af öðrum.

Ólafur (IP-tala skráð) 9.8.2012 kl. 20:13

8 identicon

Gerum eins og Sviss. Frestum viðræðunum með þeim fyrirvara að þær verði ekki hafnar nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu.

GB (IP-tala skráð) 10.8.2012 kl. 09:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband